Organistablaðið - 01.04.1991, Side 24

Organistablaðið - 01.04.1991, Side 24
Hátíðarmessu í A dúr eftir C. Franck. 1. sunnudag í aðventu flutti kammerkór úr kirkjukórnum mótettuna “Hosianna dem Sohne David’’ eftir G. Ph. Telemann. Árlegt aðventukvöld var haldið 2. sunnudag í aðventu. Þar sungu allir þrír kórar Akraneskirkju bæði hver fyrir sig og allir saman, einnig fluttu nokkur væntanleg fermingarbörn helgileik með aðstoð barnakórsins og félaga úr fermingabarnakórnum. Við guðsþjónustu kl. 14.00 þann 16. desember söng Unnur Arnardóttir alt, 6 aðventusálma í nýjum og gömlum þýðingum og í upprunalegri gerð og lék organistinn orgelforleiki eftir J.S. Bach yfir sömu lög, einnig var almennur söngur. Kl. 20.30 voru síðan árlegir aðventutónleikar Kirkjukórs Akraness. Kórinn flutti aðventulög frá ýmsum löndum, ásamt “Litlu orgelmessunni” eftir J. Haydn, þá söng kammerkór mótettu eftir G.P. Telemann, einsöngvarar á þessum tónleikum voru Guðrún Ellertsdóttir sópran og Helga Margrét Aðalsteinsdóttir messósópran, hljóðfæraleikarar voru: Wilma Young og Vera Steinsen, sem léku á fiðlur, Páll Einarsson á kontrabassa, Siguróli Geirsson fagottleikari , Timothy Knappett og Fríða Lárusdóttir, sem léku á píanó. 10. febrúar flutti kórinn mótettu eftir G. Palestrina o.fl. við guðsþjónustu. Þá er kórinn að hefja æfingar á messu eftir W.A. Mozart, sem flutt verður með vorinu, ýmislegt fleira er á döfinni við Akraneskirkju. Söngstjóri og organisti Akraneskirkju er Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnudaginn 16. desember kl. 17.00 var í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi samsöngur þriggja barnakóra: Barnakórs Akraneskirkju, söngstjórar Jón Ól. Sigurðsson og Guðrún Ellertsdóttir, Skólakórs Akraness, söngstjórar Ragnheiður Ólafsdóttir og Flosi Einarsson, Kórs Andakílsskóla, söngstjóri Hannes Baldursson. Einnig lék Blásarakvintett Tónlistarskólans á Akranesi undir stjórn Andrésar Helgasonar. Tónleikar þessir voru til styrktar söfnunar Hjálparstofnunar kirkjunnar. Borgarnes: í desember var aðventukvöld í umsjá kirkjukórsins. 10. mars kl. 21.00 voru tónleikar í Borgarneskirkju. Þar flytur kór kirkjunnar m.a. Faðir vor eftir Albert H. Malotte, Friðarins Guð eftir Árna Thorsteinsson, Sanctus úr Þýskri messu eftir Fr. Schubert og Ave verum corpus eftir W.A. Mozart. Á þessum tónleikum syngur einnig Kveldúlfskórinn í Borgarnesi og flytur hann ásamt hljóðfæraleikurum og einsöngvurunum Theodóru Þorsteinsdóttur og Ingþóri Friðrikssyni „Requiem” op. 48 eftir G. Fauré. Söngstjóri Kveldúlfskórsins er Ingi- 24 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.