Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 10
007 'illaga um skipulag tónlistarmála (fj / íslensku þjóðkirkjunnar og ^starfssvio og kjör organista (ÚRDRÁTTUR er varðar organista) Stefnumið - Almenn ákvæði Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki. Fræðið og áminnið hver annan með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum og syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar. (Kól. 3,16). Orð Jesú Krists, boðskapur hans, er grundvöllur alls er unnið er í kirkju Krists. Meginmið og höfuðmál er það eitt, að orð Krists búi ríkulega í hjörtum manna, festi þar rætur og vaxi til blessunar um líf hvers einstaklings. Leiðir að þessu marki eru margar, en Biblían leggur áherslu á fræðslu, bæn, lof og þakkargjörð. Frá fyrstu tíð hefur listin þjónað í allri viðleitni kirkjunnar til að styrkja trúarlíf manna. Þar er vegur tónlistarinnar mikill. Lag og ljóð hafa saman stillt strengi trúrækninnar og lofgjörðarinnar. Kirkjan hlýtur ætíð að efla þann þátt og fmna honum fastan og mark- vissan farveg í starfi sínu. I því sambandi er lagt til að: Fræðsla um messuna og einstaka liði hennar fari fram þegar í barnastarfi kirkjunnar en sérstaklega sé lögð rækt við þá fræðslu í fermingarundirbúningnum. Lögð verði áhersla á að efla almenna þátttöku fólks í Guðsþjónustunni með því að kynna einstaka þætti hennar og fá fólk til að taka undir söng í messunni. Kennsla í söng og hljóðfæraleik verði endurskoðuð og þá miðað við, að undirstöðu- þjálfun fari fram í almennum tónlistarskólum, en kirkjan beiti sér fyrir framhaldsnámi og komi á fót námskeiðum á þeim stöðum á landinu þar sem aðstæður eru góðar varð- andi samgöngur og hljóðfæri. Ráðning organista - Ráðningarsamningur Lausar stöður organleikara skal auglýsa opinberlega, í Organistablaðinu og víðlesnu dag- blaði. Ef langt er í útgáfu næsta tölublaðs Organistablaðsins skal stjórn FIO samt sem áður tilkynnt um að viðkomandi staða sé Iaus til umsóknar, svo henni sé unnt að koma upplýsingum þess efnis á framfæri við félagsmenn sína. Þeir skulu ganga fyrir um stöðuveitingar sem hafa tilskilda kirkju-tónlistarmenntun. Ef ekki berst umsókn um stöðu frá aðila með tilskilda menntun, skal ekki fastráðið í stöð- una. Umsóknir og gögn um stöðu skal senda til hlutaðeigandi trúnaðarnefndar FÍO til 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.