Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 30

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 30
Víkingur beitti sér íyrir samskotum til kaupa á vönduðu pípuorgeli frá Þýskalandi og var það sett upp í kirkjunni 1958. Víkingur Iést árið 1985. Vegna veikinda Víkings síðustu árin, brúaði frú Sigríður Kolbeins bilið þar til Jóhanna Guðmundsdóttir var ráðin söngstjóri og organisti árið 1982. Arið 1985 tóku söngstjórar kirkjukóranna á norðanverðu Snæfellsnesi sig saman og æfðu undir samsöng sem kórarnir héldu svo á viðkomandi stöðum. Þetta samstarf leiddi af sér frekari æfingar sem náði hámarki með söngferðalagi til ísrael um jól og áramót 1986. Var þá sungið ásamt fleiri kórum frá ýmsum löndum í Betlehem á jólanótt og í Jerúsalem. Þetta ferðalag tók 16 daga og voru söngmenn 50 og makar að auki. Um áramótin var korinn í Kairo í Egyptalandi og fór svo til Rómaborgar og söng fyrir hans heilagleika páfann. Kórinn söng undir nafninu Jöklakórinn. Þessi kór hefur æft undanfarin ár og vorið 1992 var farið í söngferðalag og sungið í Selfosskirkju og Áskirkju í Reykjavík. Árið 1988 tók Ronald Turner við kirkjukórnum í Stykkishólmi. Ronald var áður söngstjóri og organisti við Grundarfjarðarkirkju. Hann æfði kórinn fyrir vígslu nýju kirkjunnar og var organisti og söngstjóri til 1990. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og er nú söngstjóri Laugarneskirkju. Enginn fastráðinn söngstjóri er nú við kórinn. Eftir að Ronald fór hefur Jóhanna Guðmundsdóttir verið organisti og söngstjóri og vinnur það starf af alúð og smekkvísi eins og bæjarbúar og söngfélagar þekkja. Núverandi STJÓRN SKIPA: Sigrún Kristjánsdóttir, formaður Erla Lárusdóttir, gjaldkeri Dagbjört Hrafnkelsdóttir, ritari. (Ur bœklingi rituðum í maí 1993) 30 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.