Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 11
umsagnar, sem grundvallist á menntun og starfsreynslu umsækjanda. Þeir sem ráðnir eru til organleikarastarfa skulu vera félagsmenn FÍO. Af launum þeirra innheimtir sóknar- nefnd stéttarfélagsgjald ákveðið af aðalfundi FÍO og skilar gjaldkera félagsins. Gerður skal sér samningur við hvern organista sem ráðinn er til starfa og skal hann vera gerður á grundvelli þessa heildarsamnings. SKYLDUR OG STARFSSVIÐ ORGANISTA Það er meginhlutverk organista (tónlistarstjóra) að annast hljóðfæraleik og stjórna almennum kirkjusöng við guðþjónustur og aðrar fastar helgiathafnir safnaðarins. Hann skal og jafnan leika við sérathafnir (þ.e. skírnir, jarðarfarir, hjónavígslur) enda komi þá sérstök greiðsla fyrir í samræmi við gildandi launasamninga. Organisti (tónlistarstjóri) skal velja og þjálfa fólk til starfa í kirkjukór og vinna að málum hans í samráði við stjórn kórsins. Sérstakur samningur skal gerður um kaup og kjör söngfólks af hálfu sóknarnefndar. Organisti (tónlistasrtjóri) getur í samráði við sóknarprest og sóknarnefnd beitt sér fyrir starfsemi annarra sönghópa eða hljóðfæraleik og hefur þá á hendi umsjón og yfirstjórn þeirra mála og gerir tillögur til sóknarnefndar um ráðningu starfsfólks, ef þurfa þykir. Organisti (tónlistarstjóri) skal veita leiðsögn og fræðslu meðal fermingarbarna um inni- hald guðþjónustunnar, undirbúa þau til þátttöku í helgihaldi safnaðarins. Þetta gildir og um einstaka hópa aðra sem kynnu að hafa áhuga á þessu sviði. í samráði við sóknarprest, stjórn kirkjukórs og annað starfslið skal organisti gera starfs- og fjárhagsáætlun fyrir hvert starfstímabii safnaðarins og leggja fyrir sóknarnefnd. Þar skal gera tillögur um guðþjónustur og aðrar helgiathafnir innan safnaðarins. Þá skal einnig greina frá einstökum tónlistarviðburðum og áætla kostnað við undirbúning og framkvæmd þeirra. Organisti (tónlistarstjóri) er ráðunautur sóknarnefndar um kaup hljóðfæra og sér um viðhald þeirra. Hann skal og gæta annarra tækja og gagna er tengjast starfssviði hans. Organisti (tónlistarstjóri) ber ábyrgð á allri tónlistarstarfsemi safnaðarins og skal ávallt vera með í ráðum á þeim vettvangi. Önnur tónlistarstarfsemi verður ekki leyfð nenta að fenginni umsögn organista. Sóknarprestur hefur yfirráð um allt helgihald safnaðarins og skal organisti (tónlistar- stjóri) ætíð hafa samráð við hann um framkvæmd þess. Að öðru leyti lýtur organisti (tónlistarstjóri) stjórn sóknarnefndar. Sóknarnefnd skal í hvívetna styðja hann við framkvæmd þeirra starfsþátta sem samþykkt starfs- og fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir hverju sinni. Organisti (tónlistarstjóri) skal boðaður á fundi sóknarnefndar sem fjalla um starfssvið hans. Hann skal og sitja héraðsfundi og taka þátt í samstarfi organista og/eða söngkóra innan prófastsdæmisins. Um nánari skipan á starfi organista (tónlistarstjóra) skal fjallað í sérsamningi sóknar- nefnda og organista á hverjum stað. 1 1 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.