Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 29

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 29
Á þessum árum, eins og alltaf, byggðist kirkjusöngurinn mikið á föstum kjarna sem mætti vel við messur. Það er hægt að nefna t.d. Lárentínus Jóhannesson, Kristján Bjartmars, Önnu Magnúsdóttur og Ingigerði Ágústsdóttur, prófastsfrú. í júní 1947 boðaði söngmálastjóri, Sigurður Birkis, til fundar fulltrúa frá öllum kirkjukórum í Snæfellsnessýslu til að stofna samband kirkjukóra Snæfellsprófastsdæmis. Fundurinn var haldinn í Fáskrúðarbakkakirkju. Markmiðið var að efla samvinnu milli kóranna í sýslunni. í FYRSTU STJÓRN VORU KOSIN: Sr. Þorgrímur Sigurðsson, Staðarstað, formaður Kristján Guðbjartsson, Hólkoti, ritari Anna Magnúsdóttir, Stykkishólmi, gjaldkeri Alexander Stefánsson, Ólafsvík, meðstjórnandi Alexander Guðbjartsson, Stakkhamri, meðstjórnandi. Kirkjukórasambandið hélt söngmót 13. júlí 1948 í Staðarstaðarkirkju, 1949 í Fáskrúðarbakkakirkju og í Stykkishólmskirkju 1950. Til stóð að halda söngmót í Ólafsvík 1951, en af því varð ekki og sambandið varð ekki langlífara. Bjarni Andrésson kom hingað nýútskrifaður úr Kennaraskólanum 1943 og var ráðinn við Barnaskólann í Stykkishólmi. Bjarni var frá Þingeyri þar sem hann hafði sungið í kórum og einnig hafði hann verið í söngnámi í Reykjavík hjá Sigurði Birkis. Bjarni hafði góða tenórrödd og söng oft einsöng á skemmtunum. Stuttu eftir að hann kom til Stykkishólms stofnaði hann karlakór sem söng þar við góðan orðstír í tvö ár. Bjarni var söngstjóri kirkjukórsins í nokkur ár eða þar til Ólafur P. Jónsson tók við af honum. Árið 1949 flyst hingað til starfa Ólafur P. Jónsson héraðslæknir. Hann kom frá Bíldudal þar sem hann hafði stjórnað blönduðum kór í nokkur ár. Hann tók við kirkjukórnum og stjórnaði honum til 1954 eða 1955. Ólafur var góður stjórnandi enda hafði hann talsverða reynslu í kórstjórn. Hann setti mark sitt á kórinn með fjölbreyttu lagavali og góðri stjórn. Þegar Guðríður hætti sem kirkjuorganisti tók Víkingur Jóhannsson við. Hann kom hingað frá Eskifirði 1943 til skrifstofustarfa hjá fyrirtæki Sig. Ágústssonar. Hann varð strax mjög virkur í hljómlistarmálum, meðal annars stofnaði hann Lúðrasveit Stykkishólms og stjórnaði henni í 35 ár. Hann var skólastjóri og kennari Tónlistarskólans frá stofnun hans 1964 til 1978 eða í 14 ár. Áður en hann tók við organ- istastarfinu fór hann með sr. Sigurði Lárussyni sem organisti við mcssur og jarðarfarir í sveitakirkjurnar, Bjarnarhöfn, Helgafell og Narfeyri. Árið 1952 var hann ráðinn organ- isti við kirkjuna og gegndi því starfi í 30 ár eða til 1982. 29 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.