Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 7
Organistablaðið an kirkjunnar. Fram kom að skipuð hafði ver- ið nefnd á vegum kirkjunnar til að semja starfsreglur þessar. Fram fóru miklar umræð- ur um drögin og var almenn ágægja með að loksins kæmu fram einhverjar skýrar reglur þó ýmsum fyndist nokkrir agnúar á drögunum, en ailir voru þó sammála um að slíkar reglur væru nauðsynlegar og síðar mætti endurskoða þær með fenginni reysnlu. í þessum umræðum kom fram að ýmsir töldu vanta skýra stefnu í tónlistarmálum kirkjunnar. Björn Steinar Sól- bergsson taldi einnig brýnt að hafa ákvæði um ábyrgð organista á orgeli kirkjunnar. Fundur- inn samþykkti drögin fyrir hönd félagsins. (Starfsreglurnar eins og þær voru síðar samþykktar af kirkjuþingi 1999 eru birtar á öðrum stað hér í blaðinu) IV Organistablaðið. Umræður voru um hvort hverfa ætti frá samk- urli við Kirkjuritið sem var neyðarúrræði á sín- um tíma og kom fram að stjórnin væri einhuga þar um. Jón Ólafur Sigurðsson og Jóhann Baldvinsson skýrðu frá hugmynd um að breyta formi og útliti blaðsins og báðu um umræður þar um. Að loknum umræðum var ákveðið að blaðið yrði með óbreyttu útliti og að reynt yrði að gefa út þrjú tölublöð á ári. Þá lagði ritnefnd fram hugmynd sína um fasta liði í blaðinu og leyst fundarmönnum vel á þær hugmyndir og verða þær kynntar á öðrum stað hér í blaðinu. V Kjör stjórnar og endurskoðcnda. Stjórn félagsins var endurkjörin. Formaður: Kjartan Sigurjónsson. Ritari: Björn Steinar Sólbergsson. Gjaldkeri: Kristín Jóhannesdóttir og meðstjórnendur: Lenka Mátéová og Hörður Áskelsson. Þeir Kristján Sigtryggsson og Smári Ólason voru endurkjörnir sem endurskoðendur. VI Organistatal. Jóhann Baldvinsson sagði frá því að Félag íslenskra hijómlistarmanna (FÍH) hefði í hyggju í tilefni að afmæli sínu að gefa út allsherjar tónlistarmannatal sem spanna skyldi yfir alla tónlistarmenn á landinu og að hann og Jón Ólafur hefðu verið skipaðir í ritnefnd af hálfu F.Í.O. (Nánar verðu fjallað um þetta mál á öðrum stað hér í blaðinu). VII Önnur mál. Fram kom fyrirspurn um hvort F.Í.O. ætti sum- arbústað eða hvert við gætum snúið okkur til að fá orlofshús. í svari formanns kom fram fé- lagið á ekki nein sumarhús en að kirkjan eigi sumarhús í Skálholti og að Löngumýri í Skaga- firði og aðgang að sumarbústað við Stranda- kirkju. Einnig kom fram hugmynd að e.t.v. gætum við gengið í Kennarasambandið, það hefðu sumir gert og grætt á því ýmis réttindi. Jörg Sondermann minnti á 70 ára afmæli Per Eben og að hann myndi í tilefni þess flytja orgel- verkið Jobsbók eftir hann í Selfosskirkju haustið 1999 og taldi hann að um frumflutning væri að ræða hér á landi. Jörg benti einnig á 250. ártíð Johanns Seb. Bach árið 2000 og sagði frá þeirri hugmynd sinni að leika öll org- elverk hans á 28 tónleikum. Hann kom einnig fram með hugmynd að samstarfi við hina ýmsu kirkjukóra landsins að þeir mundu syngja sálmalögin sem við eiga og hann síðan leika viðkomandi orgelkórala. Helgi Bragason talaði um tölvupóst og að gott væri að nýta hann til að koma upplýsingum á framfæri til félagsmanna og voru allir sam- mála þar um. Kjartan fomiaður þakkaði góöanfund og sleit fundi. 1

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.