Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 24

Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 24
Organistabiaðia Tvær orgelvígslur í Reykjavík 19. september 1999 / Aundanförnum árum hafa verið vígð fjölda mörg ný orgel í kirkjum landsins. Sunnudaginn 19. september 1999 voru vígð tvö orgel í Reykjavík og voru þau bæði frá ban- daríska orgelsmiðnum Fritz Noack frá Boston. Þetta mun vera einsdæmi í íslenskri orgelsögu. Það hafa að vísu verið vígð tvö orgel samdægurs á landinu fyrr, en ekki tvö af þessari stærð frá sama orgelsmið. Þessi orgel eru í Langholtskirkju og Neskirkju. í báðum þessum kirkjum var tónleikaröð í vikunni eftir vígslu. Orgelið í Langholtskirkju er 34 raddir sem skiptast á þrjú hijómborð og pedal. Orgelið var vígt við messu kl. 11.00 og var þar m.a. frumflutt orgelverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem samið var af þessu tilefni. Síðar um daginn voru vígslutónleikar þar sem ameríski orgelleikarinn Peter Sykes lék orgelverk eftir J. S. Bach. Mánuaginn 20.09. kl. 12.00 lék ameríski orgelleikarinn Victoria Wagner á hádegistónleikum. Þriðjudaginn 21.09. kl. 12.00 lék Árni Arinbjarnarson, organisti Grensáskirkju og kl. 20.00 voru kór / Orgeltónleikar þar sem Kór og Gradualekór Langholtskirkju sungu undir stjórn Jóns Stefánssonar. þar voru frumflutt nokkur verk: „Laudate Dominum“ eftir Oliver Kentish (Davíðssálmur 150 - 1993/8) fyrir barnakór og orgel. Davíðssálmur 100 „Öll veröldin fagni fyrir Drottni" eftir Tryggva Baldvinsson, fyrir Gradualekór Langholtskirkju og orgel. „Ég vil vegsama Drottin“ eftir Árna Harðarson a capel- la fyrir Kór - og Gradualekór Langholtskirkju og „Dies Irae“ eftir Árna Egilsson (endurskoðað í febr. 1999) fyrir kór og orgel. Miðvikudaginn 22.09 kl. 12.00 lék Lára Bryndís Eggertsdóttir á orgelið og kl. 20.00 voru orgeltónleikar þar sem Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, lék á orgelið. Fimmtudaginn 23.09 lék Kjartan Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju á orgelið og kl. 20.00 voru orgeltónleikar þar sem organisti kirkjunnar, Jón Stefánsson, lék verk eftir J. S. Bach. Föstudaginn 24.09 lék Douglas A. Brotchie, organisti Háteigskirkju á hádeigistónleikunum kl. 12.00. Sunnudaginn 26.09 kl. 17 voru síðan orgeltónleikar þar sem prófessor Michael Radulescu frá Vínarborg lék á orgelið. 24

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.