Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 11
Organistablaðið Minning t ✓ Svavar Arnason 14.11.1913-14.02.1995 Svavar var fæddur í Grindavík og ól þar allan sinn aldur. Faðir hans, Árni Helgason, var organisti við Grindavíkurkirkju og var því Svavar alinn upp við tónlist og söng frá biautu barns- beini þar sem söngæfingar fóru oft fram á heimilinu. Svavar nam orgelleik hjá föður sínum og tók við starfi hans sem organisti og kórstjóri við Grindavíkurkirkju á jólunum 1949 og gegndi því starfi um 40 ára skeið og þáði aldrei laun fyrir störf sín við kirkjuna, en jafnframt orgnistastarfinu sat hann í sóknarnefnd og átti stóran þátt í að núverandi orgel kirkjunnar var keypt og lagði fram drjú- gan skerf úr eigin vasa til þeirra kaupa. Einnig átti Svavar sinn þátt í því að Grindavíkurkirkja var reist. Svavar sat í hreppsnefnd frá 1942 þar af sem oddviti 1946 til 1974 er Grindavík varð kaupstaður. Síðan sat hann í bæjarstjórn frá 1974 til 1982 og sem forseti bæjarstjórnar um árabil. Hann var farsæll í starfi sínu á vegum sveitarfélagsins og í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf var hann gerður að fyrsta heiðursborgara bæjarins. Svavar var virkur félagi í Félagi íslenskra organleikara og var fundarstjóri á aðalfundum um árabil. Félag íslensdkra organleikara færir honum þakkir fyrir góða samvinnu og vottar honum virðingu sína. JÓS 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.