Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 9
Orsanlsiablaaia
boða hann til, enda varði fundarefni verksvið
hans. Hann skal taka þáttt í samstarfi organ-
ista og kirkjukóra innan prófastsdæmisins.
Organista ber að gera starfsáætlun fyrir
hvert starfsár eða starfstímabil í samræmi við
starfs- og rekstraráætlun sóknar og starfsá-
ætlun sóknarprests og prests. Organista ber
einnig að taka þátt í gerð starfs- og rekstrar-
áætlunar sóknar og sóknarprests.
Organisti getur eigi stofnað til fjárútláta
nema á grundvelli samþykktrar fjárhagsáætlunar
sóknar og með samþykki sóknarnefndar.
Organista ber að gæta þess, eins og kostur
er og aðstæður leyfa, að viðunandi aðstaða og
búnaður sé til staðar og að hann sé jafnan í
góðu ásigkomulagi og við hæfi. Organisti gerir
réttum aðilum viðvart ef út af bregður.
Organistaber, með stuðningi sóknarnefndar, að
viðhalda þekkingu sinni og menntun eftir föngum
til að geta ávallt sem best sinnt starfi sínu.
Réttindi í starfi.
4. gr. Organisti ræður framkvæmd starfa
sinna, samkvæmt 2. gr. með þeim takmörkum
sem leiðir af öðrum ákvæðum reglna þessara.
Sóknarnefnd, sóknarpresti, presti og öðrum
starfsmönnum sóknar, svo og sérnefndum, er
kunna að vera skipaðar í sókn, ber ávallt að
hafa fullt samráð við organista um allt er
varðar tónlistarmálefni safnaðarins, s.s.
hljóðfæri safnaðar svo og annan búnað er
varðar starfsvið organista, þ.m.t. kaup,
viðgerðir eða viðhald á búnaði. Organista er
heimilt að veita öðrum en sóknarmönnum
þjónustu þá er getur í 3. tl. 2. mgr. 2.gr., enda
komi það ekki niður á föstu starfi hans.
Auglýsingar,
ráðningarsainningur o. fl.
5. gr. Auglýsa skal laus störf organista með
fjögurra vikna umsóknarfresti hið minnsta.
Auglýsing skal birtast í prentuðum fjölmiðli
(dagblaði) sem dreift er á landinu öllu. í
auglýsingu skal tiltekið:
a) hvernig ráðningarkjör eru sbr. 6. gr.
b) hvenær umsóknarfrestur rennur út.
c) hvert umsóknir skuli senda.
Umsóknir, þar sem óskað er nafnleyndar,
skulu ekki teknar gildar.
í umsókn sinni skal umsækjandi gera grein
iyrir menntun og fyrri störfum.
Ráðningarsmaningar.
6. gr. Sóknarnefnd ræður organista í
samráði við sóknarprest, sbr. 17. gr. starfs-
reglna um sóknarnefndir, nr. 732/1998
Erindisbréf.
7. gr. Sóknrnefnd, í samráði við sóknarprest
og prest, setur organista erindisbréf. Skal
hlutverk organista samkvæmt reglum þessum,
verksvið og starfsskyldur skilgreint nánar, eftir
því sem sóknarnefnd ákveður.
Fleiri en ein sókn.
8. gr. Ef fleiri en einn söfnuður ráða organ-
ista sameiginlega til starfa skal setja skýrar
reglur um vinnuskiptingu og vinnutilhögun.
Haga skal starfi organistans þannig að ekki
verði skörun milli sókna.
Ágrciningsmál.
9. gr. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sker úr
ágreiningi sem rísa kann í tengslum við starf
organista samkvæmt reglum þessum, eftir
þeim reglum sem um störf nefndarinnar gilda.
Gildistaka.
10. gr. Starfsreglur þessar, sem settar eru
samkvæmt heimild í 57. og 59. gr. laga um
stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr.
78 26. maí 1997, öðlast gildi 1. janúar 2000.
9