Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 22
OrganlsiablaSia
Þátttökutilkynning til Jubilemus 2000
Fylltu út meðfylgjandi þátttökueyðublað og sendu það til:
Jubilemus 2000 c/o CONGREX / Blue & White Conferens Ab,
PB 81,00371 HELSINGFORS, FINLAND
Sími +358-9-5607500, Símbréf +358-9-56075020,
E-mail: jubilemus2000@bluevvhitecoiiferences.fi
C0NGREX svarar öllum spurningum varðandi þátttöku, hótel og greiðslu.
Spurningum varðandi dagskrá mótsins svarar Göran Blomqvist:
Sími +358-9-22886633, Símbréf +358-9-22886601,
E-mail: goran.blomqvist@evl.fi
Bókanir verða gerðar í þeirri röð sem tilkynningar berast. Með því að tilkynna þig í tíma tryggir
þú þér sæti á þá viðburði og það hótel sem þú hefur valið. Sá sem hefur tilkynnt sig fyrirfram á
rétt á lægri þátttökugjaldi. Aðrir þátttakendur greiða hærri upphæðina sem gefin er upp á
umsóknareyðublaðinu.
Miðasala og mótsefni
Allt efni sem þú þarft fyrir mótið er afhent í á skrifstofu mótsins í Vita Salen við Senatstorgið,
Alexandersgatan 16—18. Skrifstofan er þegar opin miðvikudaginn 13.09 kl. 17-20.
Hótelbókanir
Bókun á hóteli verður að gerast gegnum Congrex á meðfylgjnadi eyðublaði, þ.e. ef þú vilt nýta
þér sérstakan afslátt vegna mótsins. Hótelbókunin staðfestist í bréfinu sem þú færð sent í pósti
frá Congrex. Staðfestingarupphæð 500 mörk á að greiðast fyrirfram til Congrex til að bókunin eigi
sér stað. Þessi upphæð verður dregin frá endanlegu uppgjöri á hótelinu.
22