Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 20
Organistablaðið 032 Kirkjutónlist - fyrir hvern? Tónlist kirkjunnar tengist eftirvæntingum margra, einnig mörgum aigjörlega mótföllnum. Eftirvæntingar og óskir hverra á að uppfylla, eða getum við kanski boðið upp á eitthvað fyrir alla? Presturinn og kirkjutónlistarmaðurinn Hannu Vapaavuori og kirkjutónlistarmaðurinn Katarina Engström hefja umræður um þessa örlagaspurningu kirkjutónlistarinnar. 033 Alþýðlcg sönghefð ■ Finnlandi Hreintrúa (pietíska) vakningin og hin alþýðlega sönghefð hennar er mjög sterk í Finnlandi og hefur einnig sett sitt mark á finnsku sálmabókina. Við hittum hinn 85 ára jarðyrkumann Arvi Ruuttunen, frá Österbotten og son hans, prestinn, og óperusöngvarann Esa Ruuttunen og fylgjumst með þeim gegnum hina alþýðlegu hefð alla leið inn í nútíma óperu Finna. Sálmafræðingarnir Suvi-Páivi Koski og Reijo Pajamo leiða umræðurnar. 034 Samciginlegur undirbúningur guðsþjónustu Að skipuieggja guðsþjónustuna og undirbúa í sameiningu er mikilvæg undirstaða á milli sóknarbarna og starfsmanna safnaðarins. Hvaða form getum við skapað í hinum ólíku söfnuðum? Hvað getum við lært af þeirri reynslu sem fengist hefur í finnsku Tómasar-messunni? Séra Kai Vahtola og presturinn og organistinn Osmo Vatanen leiða umræður kringum þessar spurningar. 035 Fundur með Einojuhani Rautavaara Við hittum tónskáldið Eiojuhani Rautavaara, einn af mest áberandi mönnum í finnskri tónlist. Innan ramma mótsins verður fært upp hið ortodox innblásna verk, Vigilia, fyrir blandaðan kór í ortodox dómkirkjunni, Upsenskijkatedralen. Tónskáldið Kari Rydman tekur viðtal við Rautavaara. II Laugardagur kl. 9.30-11.30 038 Orgelið - hljóðfæri eða stflhúsgagn Með þessari ögrandi spurningu viljum við gefa þátttakendum möguleika á að kynna sér betur vandamálin kringum m.a. „stflkóperingu“ í orgeismíðinni. Undir handleiðslu organistans Sixten Enlund ræða orgelarkitektinn Ulf Oldaeus, Stokkhólmi, háskólamaðurinn Huha Leiviska, dóm- organistinn Svend Prip, Haderslev, orgelsmiðurinn Martti Porthan og talsmenn safnastofnanna efnið. Við reynum að kortleggja þær sérstöku eftirvæntingar sem organistar og söfnuðir hafa til nýrra orgela. Við tökum einnig til athugunnar þær sérstöku kröfur sem viðkvæm kirkjurými hafa á orgelin og útlit þeirra. Sem „undirróðursmaður“ tekur organistinn Markus Malmgren einnig þátt í umræðunum. 039 Gregoríanik í dag Gregorianski söngurinn hefur víða fengið endurreisn og orðið velkomið mótvægi við hraða (stressi) og óróleika nútímans. Hvert er hlutverk hans í guðsþjónustulífi kirkjunnar í dag og hvernig aðlagast málið í nýjum biblíuþýðingum að kirkjutóniistarlegum hefðum? Dósent Anders Ekenberg, Uppsölum, og dr. teol. Hannu Vapaavuori ræða sænsku og finnsku samböndin. 20

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.