Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 14
Organistahlaðið Ragnar Bjömsson, 27.03.1926-10.10.1998 tónlistarmaður og fyrrv. dómorganisti Ragnar var fæddur í Torfustaðahúsum í Torfustaðahreppi í Vest- ur-Húnavatnssýslu og ólst upp á Hvammstanga. Snemma komu tónlist- arhæfileikar hans í ljós. Ungur að árum lék hann á orgel við athafnir í Kirkjuhvammskirkju í forföllum föður síns Björns G. Björnssonar sem þar var organisti. Ragnar hóf ungur nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík undir leiðsögn Páls ísólfssonar dómorganista. Lauk hann burtfararprófi í orgelleik árið 1947 og í pí- anóleik 1950, en kennari hans í píanóleik var Rögnvaldur Sigurjónsson. Ragnar var við frekara nám í píanóleik og hljómsveitarstjórn við Konunglega tón- listarskólann í Kaupmannahöfn og síðar við Tónlistarháskólann í Vínarborg, þar sem Hans von Swarowsky var kennari hans í hljómsveitarstjórn. þaðan lauk Ragnar prófi árið 1954. Síðar sótti hann alþjóðlegt námskeið í hljómsveitarstjórn í Hilleversum í Hollandi og einnig veturinn 1965-1966 við Tónlistarháskólann í Köln. Ragnar var við framhaldsnám í orgelleik hjá Karl Richter og Fr. Högner í Miinchen. Ragnar var ráðinn söngstjóri Karlakórs Fóstbræðra árið 1954 og stjórnaði kórnum allt til ársins 1970 og aftur árin 1979-1991 eða samtals í 27 ár. Hann varð skóla- stjóri Tónlistarskólans í Keflavík 1966 og starfaði þar í tvo áratugi. Árið 1978 stofnaði hann Nýja tónlistarskólann í Reykjavík og var hann skólastjóri hans til dauðadags. Ragnar var aðstoðarmaður Páls ísólfs- sonar í Dómkirkjunni frá 1958 og svo fast- ráðinn aðstoðarorganisti frá ársbyrjun 1965. Ragnar var síðan ráðinn dómorgan- isti er Páll lét af störfum í ársbyrjun 1968 og gegndi því starfi til 1978. Ragnar var mikilhæfur tónlistarmaður. Hann var frábær orgelleikari og hélt fjöld- an allan af orgeltónleikum, bæði hér á landi og eins erlendis svo sem í Þýska- landi, Sovétríkjunum, Norðurlöndunum og Bandaríkjunum. Efnisskrá hans spann- aði allar orgelbókmenntir, allt frá orgel- verkum Bach til meistara 20. aldar. 14

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.