Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 10
organisiablaðið Organistatal / Itilefni af 50 ára afmæli Félags íslenskra hljóm- listarmanna (FÍH) ákvað félagið að efna til útgáfu tónlistarmannatals á íslandi. Er hér um gríðarlega umfangsmikið verk að ræða, alls 5 bindi og yrði eitt tileinkað organistum. Upprunalegar áætlanir gera ráð fyrir að það bindi komi út haustið 2000. Útgáfunefnd tónlistarmannatalsins kom að máli við stjórn FÍO og óskaði eftir samstarfi við að taka saman skrá um alla þá sem starfað hafa að kirkjutónlistarmálum hér á landi frá því um aldamótin 1900. Voru skipaðir tveir organistar til að sitja í ritnefnd organistatalsins, þeir Jón Ólafur Sigurðsson og Jóhann Baldvinsson, en þeir, ásamt Kjartani Óskarssyni frá FÍH og Þorsteinn Jónssyni frá útgáfufólaginu Byggðir og Bú mynda ritnefnd organistatalsins. Nefndin hefur haldið nokkra fundi m.a. með biskupi íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni, og er undirbúningur komin á nokkurt skrið. Organistatalið verður þannig sett upp að fjallað verður um hverja sókn og kirkju á landinu, farið verður réttsælis um landið. Sfðan taldir upp þeir organistar/tónlistarmenn sem starfað hafa í viðkomandi sókn eða kirkju. Æviágrip hvers organista/tónlistarmanns verður á einum stað, þ.e. þar sem viðkomandi starfaði síðast en þeirra getið við þær kirkjur sem þeir hafa áður starfað við. Organistar mega eiga von á að fá sendann til sín spurningalista íyrr en seinna þar sem þeir eru beðnir um að svara ýmsum spurningum um nám sitt og störf. Það er mjög mikilvægt að organistar bregðist bæði skjótt og vel við þegar þessi spurningalisti kemur svo útgáfan tefjist ekki. J.B. Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju / Hádegistónleikar á fimmtudögum. Eins og verið hefur um árabil mun leitað til félaga í F.f.O. um að koma fram á tónleikum í hádeginu á fimmtudögum í júlí og ágúst á komandi sumri. Sú nýbreytni verður tekin upp, að ekki verður um að ræða hreina einleikstónleika, heldur er þess óskað að með viðkomandi organista komi fram einhver snjall hljóðfæraleikari eða söngvari. Fyrir þetta verður greitt, kr 20.000 á hvorn þeirra sem fram koma. Skal hér með skorað á organista að nýta sér þetta tækifæri og skulu þeir hið fyrsta hafa samband við undirritaðan, og taka fram hverjir koma fram og hvað þeir hyggjast flytja. Gott væri einnig að setja fram óskir um tíma. Hafa má samband við mig símleiðis, eða senda mér símbréf: 554 1621 einnig nota tölvupóst: korg@li.is Þetta þarf að liggja fyrir sem allra iyrst. Kjartan Sigurjónsson. 10

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.