SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 36
36 13. desember 2009 Skrímsli í heimsókn Höf.: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal „Áslaug, Kalle og Rakel eru eitt besta barna- bókahöfundalið sem orðið hefur til. Skrímsli í heimsókn, líkt og fyrri skrímslabækur, er frábær fyrir alla krakka, mömmur og pabba.“ Ingveldur Geirsdóttir 32 bls. Mál og menning Konan sem kyssti of mikið Höf.: Hallgrímur Helgason „Maðurinn og börnin tvö eru sorgleg og í þeim er ekkert líf á meðan konan er svo klikkuð af kátínu að manni þykir nóg um. Myndir Hallgríms eru litríkar, skýrar og aðlaðandi [...] en fólkið sem hann teiknar er einstaklega óaðlaðandi. Ingveldur Geirsdóttir 32 bls. JPV Bókasafn ömmu Huldar Höf.: Þórarinn Leifsson „Það er skemmst frá því að segja að verk þetta er vel heppnað; slungið og læsilegt. Raunar mætti vel skrifa umtalsvert lengri grein um bókina [...] [e]n í þjöppuðu máli virkar sagan alltént sem hreint og klárt ævintýri með tilheyrandi furðum, töfr- um og ógnvekjandi og dulúðugu andrúmslofti.“ Ólafur Guðsteinn Kristjánsson 216 bls. Mál og menning Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi ;) Höf.: Margrét Örnólfsdóttir „Sagan af hinni ellefu ára Aþenu Ósk [...] er bráðskemmtileg bók; fjörug og fyndin; ævintýraleg og nútíma- leg. [...] Það er vel við hæfi að mæður og feður lesi þessa góðu bók með dætrum sínum og sonum og við bíðum spennt eftir framhald- inu.“ Hrund Ólafsdóttir 232 bls. Bjartur Súperamma og sjóræningjarnir Höf.: Björk Bjarkadóttir „Sagan [...] en er fín fyrir þau börn sem eru orðin aðeins eldri, skilja lífið betur og vilja hafa smáhasar í sögunum sínum. Bókin er, sem aðrar bækur Bjarkar, frábærlega skemmtilega myndskreytt og full af húmor.“ Ingveldur Geirsdóttir 26 bls. Mál og menning Jólasveinarnir 13 Brian Pilkington „Teikningar Brians þarf ekki að kynna og bregst honum ekki bogalistin nú frekar en fyrr. Jóla- sveinarnir eru líflegir og áhugaverðir í meðförum hans. [...] Þetta er skemmtileg jólasveina- bók sem ætti að fræða forvitna krakka.“ Ingveldur Geirsdóttir 36 bls. Mál og menning 100 bestu plötur Íslandssögunnar Höf.: JónatanGarðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen „[Í] stuttu máli er hér komin bók sem er fast að því ómissandi fyrir allt áhugafólk um íslenska tónlist.“ Jón Agnar Ólason 228 bls. Sena Enginn ræður för – reisubók úr neðra Höf.: Runólfur Ágústsson „Þetta er forvitnileg frásögn og persónuleg, því ferðin hjálpaði höfundinum að skilja hver hann er, og fyrir hvað hann lifir. Þá er ekki til lítils unnið.“ Einar Falur Ingólfsson 215 bls. Veröld Færeyskur dansur Höf.: Huldar Breiðfjörð „Sem áhugamaður um Færeyjar og færeyska menningu viðurkenni ég að hafa búist við dýpra verki, til að mynda hvað varðar samband Íslendinga og Færey- inga, og hvers vegna þeir brugðust svona við bankahruninu hér, eins og lagt er upp með. En þá væri ég líka að biðja um aðra bók og það er bannað. Þessi er býsna fín.“ Einar Falur Ingólfsson 153 bls. Bjartur Tíu vísur Höf.: Helga Egilson „Bókin er mjög falleg, myndir Helgu eru algjört augnakonfekt fyrir yngstu kynslóðina, litríkar, glaðlegar og einfaldar og eiga vel við hverja vísu.“ Ingveldur Geirsdóttir 24 bls. Uppheimar Þvílík vika Höf.: Guðmundur Brynjólfsson „Húmorinn er léttur og tekið á unglinga- flækjunum af skilningi og samúð. [...] Þetta er hressileg saga og hefðbundin, auðlesin og stundum fyndin og persónurnar eru geðþekkar. Þvílík vika er ekki framúrstefnuleg eða sérlega metnaðar- full en hún er söluvæn og boðskapurinn skýr og sannarlega góður til síns brúks.“ Steinunn Inga Óttarsdóttir 134 bls. Vaka-Helgafell Barnabækur Nytjabækur Áin Höf.: BubbiMorthens „„Bubbi er ástfanginn, en það er hættuleg ást sem hefur fangað hann. Henni fylgir þráhyggja. Hann er hugstola persóna í goðsögu, þar sem allt getur gerst. Já, hann Bubbi kann sko að skreyta og hann gerir það alveg ágætlega.“ Önundur Páll Ragnarsson 168 bls. Salka Kristinn E. Hrafnsson Höf.: Gunnar J. Árnason „[Þ]etta [er] flott bók, sem gefur ágæta innsýn í heildarverk lista- mannsins. Það er sannkallað fagnaðarefni að bækur á borð við þessa séu yfirhöfuð gefnar út hér á landi. Bókin um Kristin E. Hrafnsson er mikilvæg heimild um stöðugt vaxandi geira innan samtímalista, heimild fyrir samtímann, upp- rennnandi myndlistar- menn og seinni tíma.“ Ragna Sigurðardóttir 192 bls. Crymogea og Listasjóður Dungal Þú sendir söguhetjuna í „Síðustu dögum móður minnar til Hollands“ – Af hverju þangað? „Sviss og Holland eru þekktustu Evrópulöndin þar sem líknardauði er praktíseraður og mér fannst Hol- land bara meira spennandi. Mig langaði að skrifa elegíu um móð- urina og lífið og fylla hana svolitlu brjálæði. Svo sagan valdi umhverfið, hún valdi Rauða hverfið og kaffisjoppurnar, IceSave böllin og ævintýrin á sýkjunum. Sjálfur hef ég ekki eytt nema nokkrum dögum í Amsterdam en það var nóg til að skrifa þessa bók.“ Sölvi Björn Sigurðsson Bóhemismi Verður fléttan til hjá þér á undan sjálfri sögunni, eins og til að mynda í „Horfðu á mig"? „Þegar ég fer af stað er sagan klár í stórum dráttum. Ég veit hvar hún hefst, hvernig henni lýkur, hvað mun drífa hana áfram og hef ennfremur sett fram helstu sögupersónur og helstu einkenni þeirra. Hinsvegar koma ávallt upp ófyrirséðir vinklar sem fæðast þegar sjálfum textanum vindur fram, læðast eiginlega aftan að mér og mínum þaulskipulögðu áætlunum.“ Yrsa Sigurðardóttir Ófyrirséðir vinklar Hvað líkar þér eða líkar ekki við ís- lensku jólasveinana? „Mér líkar eiginlega allt við þá, mér finnst þær frábærir og frábær efniviður í teikningar; þeir eru svo sterkir persónuleikar að það er un- un að teikna þá. Mér finnst reynd- ar íslensk jól vera mun skemmti- legri en amerísk jól, eða ensk eða önnur evrópsk jól almennt. Það fer reyndar í taug- arnar á mér að sjá svo mikið af jólasveinum í rauð- um fatnaði, því þó það sé í lagi að hafa eitthvað finnst mér það eigi að vera í lokapeysum eða álíka, halda þeim íslenskum.“ Brian Pilkington Jólasveinar B ankster heitir skáldsaga eftir Guðmund Óskarssonar sem segir frá sviptingum í lífi bankamanns þegar fjármálakerfi Ís- lands hrynur í sviphendingu. Guð- mundur segist hafa skrifað bókina nánast í raun- tíma frá hruninu haustið 2008 og fram á síðastliðið sumar, en hann skrifaði síðasta kaflann sumardag- inn fyrsta. Handritið var bólgið að því hann segir, 30-40% lengra en bókin varð á endanum. „Aðal- verkefnið var að vinna í í strúktúrnum á bókinni, enda var hún ekki það sem maður myndi kalla plottdrifin, ég vildi hana hana í stíl við lífið.“ Bókinni hefur verið vel tekið, var meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, og hann segist eiginlega undrandi á viðtökunum, enda bjóst hann við að einhverjir myndu taka henni sem góðu tækifæri til þess að berja á bankamanni enda starfar hann hjá Landsbankanum. Að því sögðu segist hann þó ekki vera bankamaður í þeirri merk- ingu sem það orð hefur fengið á undanförnu ári og innblásturinn að Bankster sé ekki kominn úr vinnu hans, að því hann segir: „Ég á vini frá því í mennta- skóla sem unnu hjá fjármálastofnunum, menn sem ég umgengst mikið og spjalla við og sögupersónan og umhverfi hennar er sprottið úr þeim samtölum að einhverju leyti, þannig að bókin er byggð á óbeinni reynslu,“ segir Guðmundur og bætir við að í raun sé sögupersónan að sýna sígild viðbrögð við áfalli, sorgarviðbrögð. „Vinnuheiti bókarinnar var „Framtíðarmissir“ og það var útgangspunkturinn, en fólk upplifir slíkt annað slagið, það þarf ekki heilt efnahagskerfi að hrynja til þess.“ Guðmundur Óskarsson hóf sinni rithöfundarferil með örsagnasafninu „Vaxandi nánd“ sem kom út fyrir tveimur árum og „Hola í lífi fyrrverandi golf- ara“ kom út á síðasta ári. „Bankster“ er því hans þriðja bók, en hann segir að hún sé „hálfgerð bón- usbók“: „Ég ætlaði ekkert að skrifa bók þannig að hún datt eiginlega upp í hendurnar á mér. Ég er annars að skrifa smásögur, enda er ég áhugasamur um það form og ætla að glíma við það fram á vor og sjá hvað verður úr því. Undanfarin ár hef ég verið að koma mér upp verkfærum til að skrifa og átta mig á hvar takmarkanir mínar liggja og það hefur verið skemmtilegt; maður upplifir metnaðarfull- nægju þegar vel gengur að skrifa, þegar maður nær utan um eitthvað.“ arnim@mbl.is Guðmund Óskarsson vinnur í banka en segist þó ekki vera bankamaður í ætt við þann sem sagt er frá í skáld- sögunni „Bankster“ – „ég ljósrita og skanna og skrifa undir samninga“. Framtíðarmissir bankamanns Jólabækurnar 1001 og ein nótt Hugleiks og það eru allt martraðir. „Það er ekki allt martraðir, það er einn og einn sætur inn á milli. Ég hef alltaf verið meira í myrkari kant- inum, það er ágætt að upplifa hið ljóta í gegnum skáldskap frekar en veruleikann. Um leið og ég lauk við síðasta brandarann í síðustu bókinni þá skall kreppan á þann- ig að ég hefði kannski átt að halda þessu á síðunum. Ég tek alla ábyrgð.“ Hugleikur Dagsson Martraðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.