SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 6
6 13. desember 2009 Ýmsir menn með kunnugleg nöfn hafa spyrnt knetti á Íslandi gegnum tíðina, þannig voru þeir allir hér á sama tíma fyrir rúmu ári, Dean Martin hjá KA, Michael Jackson hjá Þrótti og Prince hjá Breiðabliki. Til að gæta nákvæmni skal tekið fram að sá síðastnefndi hefur eftirnafnið Rajcomar en ekki Rogers Nelson. Það mætti eigi að síður segja manni að skemmti- atriðin hafi verið af dýrari gerðinni á uppskeruhátíð leikmanna það haustið. Martin hefur skotið hér rótum en fáum sögum fer af leik- og sönghæfileikum hans. Spegilritari hefur heim- ildir fyrir því að félagar hans norðan heiða kalli hann iðulega Frank Sinatra. Prince hefur spyrnt hér í nokk- ur ár en Jackson staldraði stutt við. Ekki liggur fyrir hvort sá ágæti maður hefur hæfileika á sviði tungl- göngu. Ekki eru mörg dæmi um að íslenskir sparkendur hafi borið sama nafn og kunnir einstaklingar á öðrum sviðum. Þau eru þó til. Ólafur Jóhannesson er gamalt og gott íslenskt nafn. Ég var einhverju sinni við- staddur þegar ungmenni spurði Ólaf Jóhannesson kvikmyndagerðarmann að nafni. Svaraði hann því til að hann væri alnafni forsætisráðherra þjóðarinnar á áttunda áratugnum. Ungmennið starði á hann tóm- um augum. „Nú jæja,“ sagði Ólafur, „eða þá landsliðsþjálfarans í fótbolta.“ Ungmennið kveikti strax á því. Trúði ekki að hann héti Gylfi Það kemur sér ekki alltaf vel að eiga fræga alnafna. Þannig hermir sagan að Gylfa Þ. Gíslasyni leikmanni Selfoss hafi umsvifalaust verið vikið af velli þegar hann sagði til nafns um árið. Dómarinn hélt hann væri að gera grín að sér. Gylfi var á þeim tíma alnafni menntamálaráðherrans. Ekki er vitað til þess að Bjarni Benediktsson, nú- verandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi lent í vandræðum af þessu tagi meðan hann lék knatt- spyrnu með Stjörnunni. Afabróðir hans og alnafni var vitaskuld forsætisráðherra þjóðarinnar á sinni tíð. Michael Jackson hafði viðkomu hér á landi Prince Dean Martin Michael Jackson F regnin fór eins og eldur í sinu um heims- byggðina: Þeir voru búnir að skjóta Bobby Kennedy. Angist greip um sig. Í grámyglunni í Manchester á Englandi átti ungur piltur aftur á móti erfitt með að átta sig á tíðindunum. Hvers vegna í ósköpunum voru þeir að skjóta Bobby Kennedy? Hann var bara varamaður. Góður maður rifjaði í vikunni upp þessa dásamlegu sögu úr æskuminningum Colins nokkurs Shindlers, Manchester United lagði líf mitt í rúst. Sumarið 1968 hafði hann aldrei heyrt minnst á Bobby Kennedy for- setaframbjóðanda vestur í Bandaríkjunum en alnafni hans var bakvörður í hans ástkæra knattspyrnuliði, Manchester City. Fjarað hafði undan Kennedy á þess- um tíma og hann ekki náð að leika nógu marga leiki veturinn á undan til að fá meistaramedalíu. Er að undra að aumingja barninu hafi fundist dularfullt að menn væru að hafa fyrir því að skjóta hann? Tilefni þessarar upprifjunar var að meiðslavandræði Arsenal náðu nýjum hæðum í vikunni þegar munstra þurfti Tom Cruise í stöðu vinstri bakvarðar í Meist- aradeildarleik í Grikklandi. Arsène Wenger, knatt- spyrnustjóri Lundúnaliðsins, kom raunar af fjöllum þegar hann var spurður um málið á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Í mínum huga er aðeins einn Tom Cruise – sá sem leikur með Arsenal – og hann er mjög góður leikmaður.“ Líklega fer karlinn sjaldan í bíó. Tom Cruise er ekki fyrsta stóra nafnið sem skólað er til í akademíu Arsenal. Á árunum 2004-06 var mark- vörðurinn Michael Jordan á samningi hjá félaginu. Hann reyndist á hinn bóginn ekki eins handlaginn og bandarískur nafni hans og leikur nú með utandeild- arliðinu Eastbourne Borough. Snemma á tíunda ára- tugnum skrýddist Jimmy Carter líka búningi Arsenal í nokkur skipti. Þokkalegur útherji sem áður lék með Liverpool og Millwall. Mögulega er þörf á því að benda yngri kynslóðinni á að Carter er alnafni 39. forseta Bandaríkjanna. Ýmsir undarlegir leikmenn léku með Liverpool á þessum árum, þeirra á meðal Ungverjinn István Kozma. Hann kemur þessari umfjöllun raunar ekkert við en nafnið er gott og ástæða til að færa það hér í let- ur. Yngismeyjar á Evuklæðunum Margir slitgóðir sparkunnendur muna eftir Ron Harris, „Brytjaranum“ sem gerði garðinn frægan hjá Chelsea á árunum 1961-80. Ég ritaði einhverju sinni grein um kappann og þegar ég var að gúgla hann spruttu yng- ismeyjar á Evuklæðunum upp eins og gorkúlur. Mér til mikillar undrunar. Ekki var skýringin sú að „Brytj- arinn“ hefði verið með „Tígur-heilkennið“ meðan hann var upp á sitt besta, heldur sú að einn mikilhæf- asti ljósmyndari heims, sem sérhæfir sig í nekt- armyndum af kvenfólki, heitir einmitt Ron Harris. Eiginkonum stuðningsmanna Chelsea er hér bent á, að hafa augun hjá sér verji bændur þeirra óvenjumikl- um tíma í að gúgla Ron gamla Harris á netinu. Það er líka gaman að segja frá því að vígamaðurinn mikli Tony Adams, sem var fyrirliði Arsenal um langt árabil, á alnafna sem er raunar frægur fyrir það eitt að vera faðir kryddpíunnar Victoriu og þar af leiðandi tengdafaðir Davids Beckhams. Nokkur dæmi eru um að sparkendur hafi borið sömu nöfn og óskyldir starfsbræður þeirra. Besta dæmið er líklega Gary Michael Stevens, bak- vörður Everton, og Gary And- rew Stevens, varnarmaður Tottenham Hotspur, en báðir voru í HM-hópi Englendinga í Mexíkó sumarið 1986. Olli það misskilningi enda notuðu þeir félagar yfirleitt ekki millinöfn sín. Margir muna eftir Alan Smith, miðherja Leicester City og Arsenal á níunda og tíunda áratugnum. Hann var rétt bú- inn að leggja skóna á hilluna þegar örgeðja ungmenni með sama nafni skaut upp kollinum hjá Leeds United. Smith yngri leikur nú með Newcastle United. Þess má geta að þriðji maðurinn með þessu ágæta nafni lék með Torquay United á sjötta áratugnum. Við minni orðstír. Enda þótt hálfnafnar séu ekki eins skemmtilegir og alnafnar má til gamans nefna nokkra slíka. Fyrstur kemur upp í hugann miðvellingurinn Craig Shake- speare sem lék um árabil með Walsall, WBA og Grimsby Town. Lítilsigldur sparkandi en þótti með af- brigðum fríðlima. Hann fór a.m.k. einu sinni með sigur af hólmi í kjöri á „fallegustu lærum Englands“. Margir voru víst kallaðir. Þá er hermt að Bítilóðir missi helst ekki af við- ureignum Tottenham Hotspur og Sunderland í seinni tíð, þegar Lennon og McCartney leiða saman hesta sína – það er Aaron og George. Skutu vara- manninn Fleiri spark- endur en Tom Cruise eiga fræga alnafna Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Óárennileg sveit á velli: Shakespeare, Tom Cruise, Michael Jordan, Ron Harris, Jimmy Carter og Bobby heitinn Kennedy. Lítilsigldur spark- andi en þótti með afbrigðum fríðlima. Hann fór a.m.k. einu sinni með sigur af hólmi í kjöri á „fallegustu lær- um Englands“. Margir voru víst kallaðir. www.noatun.is Veislan hefst í Nóatúni OPAL SEAFOOD BLINIS 20% afsláttur OPAL SEAFOOD GRAFINN OG REYKTUR LAX 15% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.