SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 54
54 13. desember 2009 V igdís Finnbogadóttir er fyrsta konan í heim- inum sem var kjörin þjóðhöfðingi í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Hún er sam- einingartákn þjóðarinnar, ímynd íslenskrar tungu og menningar, forsetinn sem talaði alltaf „um gamlan menningararf, gróðursetti tré og spjallaði við börn“ (434). Vigdís ólst upp á borgaralegu menningar- heimili á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, hún var sett til mennta og til mikils var ætlast af henni. Ævisaga hennar dregur upp mynd af merkiskonu sem breytist úr freknóttri og feiminni unglingsstúlku í fjórða forseta lýðveldisins en varpar ekki síður skýru ljósi á örar samfélagsbreytingar síðustu áratuga og þróun embættis forseta Íslands. Bókartitillinn, „Kona verður forseti“ gefur til kynna að hér sé um þroskasögu að ræða og sú er einmitt raunin. Í bókinni er ítarlega farið í bakgrunn og menntun Vigdísar og hvað það er sem gerir hana að þeirri manneskju sem hún er. Stærstur hluti bók- arinnar snýst um mótunarárin, námið í Frakklandi, læknisfrúartímabilið, árin í Iðnó og forsetaframboðið sem varð heimsfrægt. Í framboðinu var Vigdísi m.a. lagt til lasts að vera einstæð móðir, herstöðvarand- stæðingur og reynslulaus í stjórnmálum en svo heillaði hún þjóðina með fágaðri framkomu sinni, hnyttnum tilsvörum og sjarma. Gaman er að lesa um skiptar skoðanir fólks á framboðinu, frammistöðu hennar sem forseta og á forsetaembættinu yfirleitt en margir sáu ofsjónum yfir útgjöldum og tilstandi sem því fylgdi eða töldu að það væri bara „fígúruembætti“ og „valdalaust himpigimpi“ (324). Nokkuð er fjallað um Vigdísi og karlveldið, það hefði verið fengur að meiri umfjöllun um áhrif hennar á jafnréttisbaráttuna en þau hljóta að vera allnokkur. Hún segir t.d. : „En ég fann auðvitað vel fyrir þessu í forsetaembættinu og fékk stundum að heyra að ég væri með tóma tilfinn- ingasemi. Eins og konur fá svo oft að heyra. Það eru einhverjar geðshræringar í frúnni á Bessastöðum, sögðu karlarnir“ (440). Forsetatíðin sjálf kemur ekki til sögu fyrr en eftir rúmar 300 blaðsíður og þá fer bókin að snúast meira um erilsamt starfið og pólitíkina – konan víkur fyrir forsetanum. Páll Valsson hefur víða leitað fanga við ritun bók- arinnar. Hann grúskar í dagblöðum og bókum, bréfum og fundargerðum auk þess sem hann tekur viðtöl bæði við Vigdísi sjálfa („svo lítið sem hún er snokin fyrir slíku“ bls. 462) og samferðamenn hennar. Bókina prýða skemmtilegar myndir en myndaskráin er aftast sem er afar hvimleitt, það hefði verið betra að hafa bæði mynda- og heimildatilvísanir neðanmáls. Orð- réttar klausur eru hafðar eftir Vigdísi, hún horfir á lífshlaup sitt með yfirvegun og sátt, hún er búin að sálgreina sjálfa sig og samtíð sína og öðlast djúpan skilning á lífinu. Það er ekki heiglum hent að skrifa ævisögu Vigdísar sem er lifandi goðsögn. Páll Valsson gerir það af mikilli vandvirkni og líka af mikilli virð- ingu fyrir viðfangsefninu og væntumþykju. Einkum eru kaflarnir um forfeður Vigdísar og æskuheimili vandaðir og afar góð aldarfarslýsing og í heild er bókin bæði fróðleg og skemmtileg aflestrar, mjög vel stíluð og smekkleg í alla staði. Vigdís sjálf hefur haft hönd í bagga með efnistökunum, sums staðar ver hún sig eða afsakar gerðir sínar, einkum varðandi síðasta kjör- tímabilið sem var henni erfitt þegar hún skrifaði undir EES-samninginn og heimsótti Kína. Einnig er í bók- inni lýst hvernig fjölmiðlar ýmist elskuðu hana eða snerust gegn henni og hvernig hún lenti í miðjum hrepparíg Davíðs Oddssonar og nýkjörins eftirmanns síns, Ólafs Ragnars Grímssonar. Sums staðar hefði mátt ganga harðar að Vigdísi í stað þess að taka alltaf upp hanskann fyrir hana gagnrýnislaust. Í lokakaflanum er Vigdís innt eftir því hvað henni finnist um bankahrunið og trú hennar á þjóð sína er enn óbilandi: „Óhamingja okkar felst í því að nokkrir menn fóru óvarlega að ráði sínu og við tókum ekki eftir því, vorum ekki nægilega vel á verði. Nú þarf að rækta mannorð íslenskrar þjóðar upp á nýtt. Það hefur skaddast illilega og við verðum að stilla okkur saman til að hefja það aftur til vegs og virðingar. Það þarf að virkja grasrótina, hið hljóðláta fólk. Nú vil ég að það stígi fram og á það verði hlustað. Við stöndum á krossgötum og eina leiðin upp aftur felst í nýju verð- mætamati þar sem andleg verðmæti verða meira met- in“ (432-433). Vigdís er hin sprækasta og vinnur öt- ullega að hag lands og þjóðar, á launum eins og frægt varð og segir frá í bókinni. Staðföst skoðun hennar er sú að forseti sé þjónn landslýðs og „líklega engin leið að hætta. Þetta er eins og hver önnur æviráðning“ (435). Fyrir sléttum áratug hlaut Páll Valsson íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína um Jónas Hall- grímsson og það hvarflar að manni á myrkum dögum hvort hann hafi verið fenginn til að búa til eða við- halda eins konar Fjölnismannaímynd af Vigdísi. Hvað sem því líður sýnir ævisaga Vigdísar okkur sterka konu, mannvin og friðarsinna, frábæra fyrirmynd og leiðtoga. En þessi öndvegis ævisaga hefði heldur átt að koma út henni til heiðurs á komandi áttræðisafmæli hennar, 15. apríl 2010. Verður kona Fjöln- ismaður? Bækur Vigdís. Kona verður forseti. bbbbn Ævisaga Páll Valsson skráði. JPV útgáfa 2009. 472 bls. Steinunn Inga Óttarsdóttir Páll Valsson hefur víða leitað fanga við ritun bókarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mér finnst best að byrja helgina á góðum göngutúr um Ægisíðuna og undanfarið hef ég farið með nýja ipod-spilarann minn og hlustað á Vikulokin á RÚV. Ég fer á flestallar myndlistasýningar og það er alltaf ofarlega á listanum hjá mér. Undanfarnar vikur hef ég verið mikið að vinna að sýningum sem ég verð með á næsta ári og annað oft setið á hakanum. Á laugardaginn ætla ég að reyna að bæta úr því og draga manninn minn með á sýninguna hennar Bryn- dísar Hrannar Ragnarsdóttur í Kling og Bang gallerí „Snjór á himnum“ og mig langar líka að skoða sýn- inguna hans Egils Sæbjörnssonar í Hafnarhúsinu betur. Um kvöldið munum við svo kíkja í jólaglögg til vina okkar Bergþóru Guðnadóttur og Jóels Pálssonar í Farmers Market, sem verður í verslunarhúsnæði fyr- irtækisins úti í Örfir- isey. Á sunnudaginn langar mig að skoða stemmninguna í mið- bænum og hitta bróður minn og fjölskyldu og setjast niður í Kaffismiðjunni við Kára- stíg sem er með besta kaffið í bænum, svo ég tali nú ekki um plötuspilarann og vínilplötuúr- valið. Helgin mín Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari Skoðar sýningar og kíkir á jólaglögg S igurður Pálsson hefir frá útgáfu fyrstu ljóða- bókar sinnar, Ljóð vega salt (1975) verið sann- kallaður ljóðvíkingur og lagt sitt á vogarskálar þeirrar útrásar. Góðu heilli hefir sú ljóðaútrás verið eitthvað hófsamari en sú sem nú hefir lagt myglu- svepp yfir sálar- og fjármagnsheill vora. Það er og alltaf fengur að nýrri ljóðabók eftir Sigurð og ekki síst núna í þessum peningaharðindum þar sem við vitum að ekki þarf allar syndirnar sjö [dauðasyndirnar]: Til dæmis eru tvær þeirra saman miklu meira en nóg Græðgi Hroki nægja til þess að rústa samfélagi manna á undraskömmum tíma En svarta peningaplágan er ekki einvörðungu Sigurði hugleikin á þessari vertíð. Skáldbræður á borð við Ísak Harðarson og Gyrðir Elíasson eru líka á þeim buxunum í nýútkomnum ljóðabókum sínum … En að Ljóðorkuþörf. Umrædd bók er fjórtánda ljóða- bók höfundar og skiptist hún í sjö hluta („Ljóðorkuþörf, „Virkir dagar, „Ball í þoku“, „Í skógarjaðrinum“, „Við fljót og strönd“, „Raunverulegar raddir“, „Litir“) sem hver um sig skiptist í sjö númeruð ljóð. Saman myndar verkið svo samfellda ljóðahljómkviðu og má lesa hana í heild sem slíka eða hvert ljóð fyrir sig. Eins og svo oft áður býður Sigurður lesanda sínum upp í ferðalag um víðáttur ljóðsins þar sem „Annar les/hinn skrifar“(12) og leiðir ljóðunnandann í gegnum huglendur sínar með oft á tíðum mögnuðu og upphöfnu myndmáli í bland við hvunndagslegri orðanotkun (litast innihaldið af því; stundum í skýjunum, stundum á jörðinni) uns „Hljóm- kviðan [er] búin/Hljómkviðan tilbúin“ (101). En lesand- inn er snemma ávarpaður og honum svo að segja boðið að fylgjast með tilurð verksins frá upphafi til enda. Og þótt nýjustu hamfarir Íslandssögunnar séu sann- lega í forgrunni er komið víða við á ferðalaginu: T.d. þar sem „Bjartur vindstrekkingur/gárar hafflötinn/úti fyrir Sýrakúsu“, (72) og þar sem „Blóm og eldur/kom í ljós/ í Hardiwar“(77) í næsta nágrenni hins heilaga fljóts Ganges. Nokkur af hugðarefnum höfundar, samspil tungumáls og samfélags, einstaklings og tungumáls sem og tengsl einstaklings og samfélags fá einnig að njóta sín. S.s. hvernig samfélag mótar tungumálið og öfugt (þar sem hægt var „að kalla/lánadrifna þenslu//góðæri“ (88)), einstaklingurinn glímir við tungumálið – það er í raun gegnumgangandi verkið á enda – og svo er það auðvitað einstaklingurinn í samfélaginu; hinni nýbök- uðu samfélagsmynd sem við þurfum að gera okkur að góðu. En það er svo aftur á móti gott að þurfa að gera sér téða ljóðabók að góðu. Ljóðferðalag BÆKUR Ljóðorkuþörf bbbnn Ljóðabók Eftir Sigurð Pálsson JPV gefur út. 100 bls. Sigurður Pálsson býður upp á ferð um víðáttur ljóðsins. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Morgunblaðið/Kristinn Dómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.