SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 39
13. desember 2009 39 Eitt skeytið lenti á litlu pósthúsi í Elfross í Kan- ada, þar var kona póstmeistarans að leysa af, og kannaðist við mæðgurnar. Hún lét vita af því, og brátt barst Holger hjartnæmt bréf frá móður sinni, fallegasta bréf sem ég hef lesið um ævina, og hefst það á orðunum: „Komdu sæll elsku sonur minn.“ Dorothy dubbaði Cahill óðar upp í frakka, setti á hann trefil, stakk verkjapillum í vasann, og sendi hann með lest norður til Winnipeg. Svo heyrði hún ekkert frá honum í viku. Þá hringdi hann, sagði að þau hefðu gert upp sín mál, og nú átti hann aftur fjölskyldu. Það sem meira var, móðir hans var 92 ára, og lifði tíu ár í viðbót. Þegar hún lést 102 ára var mikið skrifað um hana í Lögberg og Heims- kringlu, og Guttormur J. Guttormsson ortierfiljóð. Hún var alla tíð bláfátæk og hafði aldrei lært ensku að ráði, þó að hún hefði búið í 70 ár í Bandaríkj- unum“ Frásögn Hans Kristjáns hófst á kvöldverðarboði og ekki er hægt að láta hjá líða að geta um annað kvöldverðarboð í New York árið 1959. „Þá voru Dorothy og Cahill boðin til þekkts listvinar í New York, og á meðal gesta var Halldór Laxness. Halldór hafði hitt Dorothy í MoMA og lesið bækur eftir Holger, en aldrei hitt hann. Hann vissi að hann væri ævintýramaður, en hafði ekki hugmynd um að hann væri Íslendingur. Í boðinu heilsar Dorothy Halldóri og svo kemur Cahill og segir: „„Komdu sæll míster Laxness. Ég er glaður að mæta þér. Ég heiti Sveinn Bjarnarson frá Skógarströnd.“ Halldór segir frá þessum fundi í bók sinni Við heygarðshornið og einnig í grein í Lesbók Morg- unblaðsins. Það kemur raunar fram í einu bréfa hans, að hann ætlaði að skrifa ævisögu Holgers. Og hann bauð honum til Íslands árið eftir til að halda fyrirlestra í Gamlabíói og kynnast honum frekar, en Holger lést áður en til þess kom. Þá var hann í Massachusetts, í Stockbridge, þar sem fjölskylda hans átti fallegt hús, og með honum í fríinu voru Nína Tryggvadóttir, Una Dóra Copley og Al Copley, maður Nínu.“  James Bond, Íslendingurinn ótta- lausi, nefnist mynddiskur með sögu Williams Stephensons, íslenska njósnarans sem var fyrirmynd James Bonds. Fyrri hlutinn er kanadísk heim- ildarmynd, sem gerð var fyrir 3-4 ár- um, og síðari hlutinn fyrirlestur Inga Hans Jónssonar um þennan kunna Snæfelling.  Stephenson fæddist árið 1896 og var uppalinn af Vigfúsi Stefánssyni og Kristínu frá Skógarströnd, sem fluttu vestur örfáum árum áður en hann fæddist.  Hann varð stríðshetja í fyrra stríði, skaut niður 18 þýskar orrustuflugvélar á fimm mánuðum og var sjálfur skot- inn niður í september árið 1918, þremur mánuðum fyrir stríðslok.  Hann strauk úr þýskum fangabúð- um mánuði fyrir stríðslok, tók með sér mynd af fangabúðastjóranum af skrif- stofu hans og hafði hana á skrifborði sínu æ síðan.  En hann stal einnig þýskum dósa- hníf og fékk einkaleyfi á þeirri uppfinningu vestanhafs, en fyr- irtækið fór á hausinn innan árs og Íslendingarnir í Winnipeg, þessar fátæka fjölskyldur sem höfðu flutt vestur og fjárfest í fyr- irtæki stríðshetjunnar, töpuðu öllu sínu.  Hann stakk af um miðja nótt, hugsanlega með allan sjóðinn, og skaut næst upp kollinum á forsíðu blaða í Bretlandi árið 1922, 25 ára gamall, og varð þá fyrsti maðurinn í sögunni sem sendi mynd þráðlaust milli tveggja staða. Það var ljósmynd af konunni hans.  Hann varð moldríkur kaupsýslumaður, byggði Earls Court í London, stærstu kaupstefnuhöll þess tíma, átti stál- og sem- entsverksmiðjur, stærsta kvikmyndaver utan Hollywood og margt fleira.  Hann átti viðskipti við Þjóðverja og varð var við það árið 1935 að Hitler væri að byggja upp hergagnaiðnaðinn sinn, sem var brot gegn Versalasamn- ingunum. Hann komst í samband við Churchill og útvegaði honum upplýs- ingar um uppbyggingu Þjóðverja allt frá þeim tíma.  Stephenson var sendur af Churchill til Bandaríkjanna árið 1940, mánuði eftir að Churchill varð forsætisráðherra, og var þar með 2 þúsund njósnara á sínum snærum, sem hann greiddi úr eigin vasa, en markmiðið var að fá Banda- ríkjamenn til að útvega Bretum hergögn og blanda sér í stríðið.  Eftir stríð var Stephenson fenginn til að koma á fót leyniþjónustu Bandaríkj- anna, CIA, af Truman forseta. Hann setti upp þjálfunarbúðirnar Camp X í Kanada, rétt norðan við landamæri Bandaríkjanna, og þar voru fyrstu fimm forstjórar CIA þjálfaðir.  Stephenson settist loks í helgan stein á Jamaíka og bauð þangað vini sínum Ian Fleming, sem byggði hús við hliðina á honum. Þá fór Fleming að skrifa bækurnar um James Bond og sagði í viðtali við Sunday Times árið 1962 að fyrirmynd Bond væri Stephenson.  Að síðustu flutti Stephenson til Bermúda, þar sem hann lést 93 ára gamall árið 1989.  Margar bækur hafa komið út um Stephenson og BBC gerði sex tíma þáttaröð um hann árið 1979, en þá var hann leikinn af David Niven. Ein af ævisögum hans kom út á íslensku árið 1963, Dularfulli Kanadamaðurinn, í þýðingu Hersteins Páls- sonar.  Á morgun verður mikil athöfn í Winnipeg, þar sem ein að- algatan er nefnd eftir Sir William Stephenson, en þar er stytta af honum fyrir framan þinghúsið. Íslenski njósnaforinginn, stríðshetjan og auðjöfurinn William Stephenson hafði viðurnefnið „Intrepid“ eða hinn óttalausi. Bose SoundDock fyrir iPod Verð frá: 49.900kr. Canon PowerShot A480 Verð: 25.900kr. EOS 1000D með 8 GB minniskorti og EF-S 18-55mm linsu er betri hugmynd og kostar aðeins 109.900kr. Fáðu fleiri betri hugmyndir að jólagjöfum hjá okkur. Sony Handycam Verð: 69.990kr. My Passport 320GB hýsill Verð: 16.900kr. IdeaPad U350 fartölva Verð: 119.900kr. Verslun Nýherja, Borgartúni 37 Glæsilegir vinningar! Spennandi leikur á betrihugmynd.is netverslun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.