SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 32
32 13. desember 2009
Landið sem
aldrei sefur
Höf.: Ari Trausti Guðmundsson
„Hvað sem því líður
er hér á margan hátt
um góða skáldsögu að
ræða. Stíll höfundar er
lipur, meginhugmynd-
in góð og lýsingar á
persónum og stöðum
eftirminnilegar.“
Skafti Þ. Halldórsson
190 bls.
Uppheimar
Góði elskhuginn
Höf.: Steinunn Sigurðardóttir
„Lesandi Steinunnar
getur gengið að því
vísu að ást, söknuður,
tregi, tími, mystík og
óútreiknanleiki tilver-
unnar muni spila
rullu hjá henni. Góði
elskhuginn gengur þar
ekki í berhögg (sver sig
í ætt við Tímaþjófinn og
Ástina fiskanna) og er
þar að auki, líkt og fyrri
verk, haganlega saman-
sett skáldsaga.“
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson
200 bls.
Bjartur
Enn er morgunn
Höf.: Böðvar Guðmundsson
„Enn er morgunn segir
mikla sögu átakanlegra
örlaga og gerir það vel;
bókin er skemmtileg af-
lestrar og heldur manni
við efnið.“
Árni Matthíasson384 bls.
Uppheimar
Spor
Höf.: Lilja Sigurðardóttir
„Fyrsta bók Lilju Sig-
urðardóttur er
í grunninn fínasta
spennusaga, vel byggð
og metnaðarfull en
líður dálítið fyrir ákafan
boðskap fræðanna sem
hún er kennd við.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir
256 bls.
Bjartur
Síbería
Höf.: Fritz Már Jörgensson
„Það er erfitt að
rekja söguþráð Síberíu
í stuttu máli, enda er
hann svo snúinn að
höfundi tekst það ekki á
230 síðum. ... Hér hefði
þurft að skera, klippa og
sníða því mig grunar að
í flækjunni sé saga sem
hefði getað orðið góð.“
Árni Matthíasson
230 bls.
Sögur
Paradísarborgin
Höf.: Óttar M. Norðfjörð
„Sagan sem slík er eftir-
tektarverð og má finna
allrahanda tiltölulega
augljósar skírskotanir
til nýjustu hamfara Ís-
landssögunnar. En það
að afgreiða söguna sem
einfalda allegóríu væri
einföldun. [...] Sumsé
alveg ásættanlegt verk í
það heila, ekki algjör
sveppur.“
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson
220 bls.
Sögur
Vormenn Íslands
Höf.: Mikael Torfason
„Vormenn Íslands er
átakanleg fjölskyldu-
saga um mannlegan
breyskleika, iðrunina og
leitina að betrumbót-
inni. Mikael [...] bregður
upp skarpsýnni mynd
af Íslandi í dag utan um
hrífandi sögu.“
Þormóður Dagsson
231 bls.
Sögur
Milli trjánna
Höf.: Gyrðir Elíasson
„Milli trjánna kemur
tryggum lesendum
Gyrðis ekki beint á
óvart. [...] Þótt hér sé
um nokkuð margar
sviplíkar smásögur að
ræða er ávallt eitthvað í
þeim sem kemur manni
á óvart í textanum því
að Gyrðir er enginn
miðlungshöfundur.“
Skafti Þ. Halldórsson
270 bls.
Uppheimar
Skáldsögur
Skáld-
saga
Ævi-
saga
Barna-
bók
Ljóða-
bók
Nytja-
bók
Ástar-
saga
Drama Ferða-
bók
Reyfari Tónlist
Hyldýpi
Höf.: Stefán Máni
„Vart þarf að tíunda
að Stefán Máni hefir í
síðustu verkum sínum
verið á slóðum glæpa,
hrolls, dulúðar og raun-
sæis sem er við það
að leysast upp. Hyldýpi
kippir í kynið hvað
það varðar og skapar
klifun á orðum líkt og
myrkur, tóm, kuldi,
dimma, drungi, illska,
hræðsla drungalega og
spennandi stemmningu
sögunnar. Frásögnin
er og afar grípandi og
varla annað hægt en að
hesthúsa hana í einni
hendingu. Undirritaður
gat allavega ekki látið
bókina frá sér fyrr
síðasta setningin var
augnainnbyrt. ... Þetta
er barasta fínasta bók.“
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson
262 bls.
JPV
Karlsvagninn
Höf.: Kristín Marja
Baldursdóttir
„Í Karlsvagninum er
bernska fortíðarinnar
sem svo oft hefur verið
lofuð í bókmenntunum
svipt nostalgískum
ljóma sínum, þetta er
saga mæðra og dætra
sem komast af þrátt
fyrir uppeldið.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir
176 bls.
Mál og menning
Harmur englanna
Höf.: Jón Kalman Stefánsson
„[H]ér er endalaus snjór,
myrkur, kuldi og vosbúð
á hverri blaðsíðu, það
ríkir sorg og dauði en
líka fegurð svo maður
reynir að treina sér lest-
urinn, spara við sig til
að bókin verði ekki búin
alltof fljótt. [...] Harmur
englanna er himnesk
lesning.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir
316 bls.
Bjartur
Auður
Höf.: Vilborg Davíðsdóttir
„Á bak við skáldsöguna
liggur mikil og metn-
aðarfull sagnfræðivinna
sem skilar sér til
lesandans í ljóslifandi
myndum af menningu
og staðháttum Bret-
landseyja þessa tíma
... Síðast en ekki síst er
Auður góð bók. Sagan er
vel uppbyggð, spenn-
andi og fróðleg og
heldur kirfilega í les-
andann allt til enda.“
Þormóður Dagsson
268 bls.
Mál og menning
Myndlist
Bankster
Höf.: Guðmundur Óskarsson
„Bankster er sú skáld-
saga sem hefur komið
mér hvað mest á óvart
í ár. Sagan er einlæg,
áreynslulaus, skemmti-
leg og hrífandi.“
Þormóður Dagsson205 bls.
Ormstunga
S
teinar Bragi situr með sólgleraugu undir
speglunum á Hressó. Þetta er hans staður
og fleiri höfunda. Kannski hefur ástæðan
verið sú sama hjá þeim öllum, að rjúfa
einveruna við skriftirnar; hann vill geta séð út,
„fengið tilfinningu fyrir nærveru annarra“.
Blaðamaður byrjar á að geta þess, að sér finnist
ritgerðarefni aðalpersónunnar í fyrstu sögu Him-
insins yfir Þingvöllum spennandi, „dauðinn í
verkum Halldórs Laxness“.
„Já, finnst þér það,“ segir Steinar Bragi íhugull
og gaumgæfir blaðamann. „Það er aldrei gefið upp
hvort hann skrifar um dauðann sem áhrif Halldórs
hafa í för með sér fyrir íslenska menningu eða
hvort hann skoðar meðferð Halldórs á dauðanum í
verkum sínum. Hvort tveggja þætti mér spenn-
andi. Þegar stór listamaður á borð við Halldór er
annars vegar, þá getur hann haft jafnmikla eyði-
leggingu í för með sér fyrir listamenn og áskorun
og hvatningu til annarra listamanna. Það er ekki
lítil áskorun fyrir samfélag að standa undir svona
risa.“
– Lifa verkin hans eða eru þau dauð?
„Já, það er spurning. Ætli það sé ekki tálgað ut-
an af höfundarverkinu, þar til eitthvað eitt stend-
ur eftir, ef heppnin er með. Algengast er að það sé
lína eða málsgrein í umfjöllun um menningu ald-
anna. Á endanum verður það bara Sjálfstætt fólk
af verkum Laxness, þá fyrst og fremst í félags-
sögulegu samhengi, fremur en persónulegu. Og þá
er líka búið að tálga höfundinn af sögunni.“
Hann hallar sér fram með glott á vör:
„Á endanum er ekkert annað eftir en rúmmál
hauskúpunnar, en ekki hvað fór fram inni í
henni.“
– Ertu hugfanginn af dauðanum?
„Nei, ekkert óeðlilega,“ segir Steinar Bragi og
hlær. „Ætli samfélagið sé ekki frekar hugstola
gagnvart dauðanum en að ég hafi óeðlilegan
áhuga. Oft er sagt að dauðanum sé úthýst úr
hversdagslega iðnaðarsamfélaginu, fólk vill hugsa
um annað en dauðann þegar það kemur heim til
sín. Og það er spurning hvort það sé yfirhöfuð
hollt, hvenær maður stígur yfir mærin í það óholla
í hugsunum um dauðann. Ég fer svolítið yfir strik-
ið í fyrstu sögunni, en það eru kröftug mótvið-
brögð við samfélagi sem minnist ekki á dauðann,
en ræktar með sér menningarlega negrófílíu, talar
sífellt um og elskar dauða hluti, nærist á tölfræði
og hagtölum. Það þarf ekki endilega að nefna lík
til að fá negrófílíu í sálina.“
Hann þagnar.
„En holl umhugsun um dauðann eflir ástina,“
klykkir hann út með … hallar sér aftur og brosir.
– Á kápunni segir að þú hafir verið kirkjugarðs-
vörður?
„Já, það er til að ýta undir ævisögulegan lestur á
fyrstu sögunni, hysja upp dramað. Ég hef aldrei
unnið í kirkjugarði, en Íslendingar hafa gaman af
táknsögum sem vísa í ævi höfundar. Nei, ég hef
dvalið lengi í biðstofu dauðans, en ekki endastöð
hans.“
– Þú hefur ekki notið þeirra forréttinda?
„Dauðinn hefur aldrei verið til fyrir mér nema
sem hugmynd. Ég hef ekki haft nokkurt einasta
efnislegt akkeri þarna úti til þess að hægja á geð-
sveiflum mínum. Og þegar svo er, þá vill hann
vaxa upp úr öllu valdi, í abstrakt Everest-tinda, og
vekja svima og angist. Það var mitt hlutskipti í
fjölda ára og þurfti erfiða persónulega reynslu til
að lyfta mér upp úr því.
Seinna fannst mér ég hafa sigrast á því og vera
fær um skrifa um fyrirbærið, á hátt sem er ekki
beinlínis í jafnvægi, en leitar jafnvægis – ég sest
ekki á rassgatið í einhvern myrkan poll og þyl úr
mér mannerískar hugleiðingar um dauða og
myrkur. Mér finnst gagnrýnendur hafa sett þetta í
fullskuggalegt samhengi. Það er kannski vandi
þeirra sem bæla hressilega í sér mykrið.
En ég held að ég hafi í fyrsta skipti á ævinni
komist að einhvers konar jákvæðri lífsniðurstöðu,
sem ég get stutt með eigin reynslu. Mér finnst nið-
urstaðan búa í þessari bók. Manni getur mistekist
þúsund sinnum og farið í hundana tíu þúsund
sinnum, en á endanum er óhjákvæmilegt að hætta
þessum látum, stíga til hliðar og leyfa grunntóni
heimsins að stíga upp úr sér, sem er gleði.“
Hann lítur út um gluggann.
„Þarna er Halldór Guðmundsson … þarna labbar
hann. Lífið er ekki svo slæmt!“
– Kímnin er meiri í þessari bók.
„Mér hefur alltaf þótt gotneska hefðin í listum
þrælfyndin, hátimbrað drama, lifandi dauðir í
dómkirkjum, bæld kynhvöt,“ svarar hann og
Stutt spjall
um dauðann
Himinninn yfir Þingvöllum nefnast sögur Steinars Braga af
þremur ólíkum heimum, sem þó endurspegla líf höfund-
arins. Dauðinn bankar á dyrnar, en grunntónninn er gleði.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Jólabækurnar
Audrey Hepburn kemur (eðlilega)
nokkuð við sögu í „Leitinni að Audrey
Hepburn“, en er sögumaður ekki
fyrst og fremst að leita að sjálfum
sér?
„Audrey Hepburn er á vissan hátt
Animutákn í sögunni og lesandinn
ræður sjálfur hvor hann skilji það
sem tákn fyrir sálina, fyrir hina full-
komnu konu eða hið fullkomna ritverk."
Þú sendir líka frá þér greinasafnið „Boðskort í þjóða-
veislu"; hvað liggur þér á hjarta?
„Ég vil sýna fram á að Kristnihald undir jökli sé grunn-
urinn að íslenskum samtímabókmenntum og að Hall-
dór Laxness hafi byggt það á Drakúla eftir Bram Stoker.
Þess vegna sé Drakúla greifi afi Audrey Hepburn."
Bjarni Bjarnason
Drakúla afi
Það fer ekki á milli mála þegar
Gæska er lesin að hún fjallar að
stórum hluta um hrunið, var það
ætlunin þegar lagt var upp?
„Ég byrjaði að skrifa bókina dá-
góðu fyrir hrun, en hrunið gerði eig-
inlega hálfgerða innrás inn í bókina.
Eftirbyltingarhluti bókarinnar er all-
ur endurskrifaður eftir hrun, en fyrri
hlutinn skrifaður fyrir hrun og þar með talið hrun krón-
unnar. Þetta er samtímaskáldsaga og aðalpersónur
hennar stjórnmálamenn og því varð hún að taka mið
af pólitískum raunveruleika og breytast þegar hann
breyttist. Inntakið er þó það sama; ég lagði upp með
að skrifa um pólitíska móðursýki, enda eru íslensk
stjórnmál þannig þegar horft er á þau frá útlöndum.“
Eiríkur Örn Norðdahl
Hrunið