SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 43
13. desember 2009 43
Eygló Margrét Lárusdóttir hannar
kvenmannsföt undir merkinu
Eygló. „Ég er aðallega að gera
partýföt fyrir
hressar konur.
Línan sem ég er
að hanna núna
er innblásin af
smásjármynd-
um af grjóti,“
segir Eygló og
blaðamaður
kemst ekki hjá
því að spyrja hvaðan sú hugmynd
hafi komið. „Kærastinn minn fór í
Háskólann til að athuga hvað hann
vildi læra. Hann fékk bækling frá
jarðfræðideildinni og þar var þessi
fína mynd af grjóti. Ég byrjaði á að
skoða stuðlabergið og svo þróað-
ist þetta. Ég skoðaði líka Hin fjögur
fræknu [hópur ofurhetja í vinsæl-
um teiknimyndablöðum, innsk.
blm.], en það er grjótkall í því,“
segir Eygló sem hefur hannað föt
síðan hún útskrifaðist úr fatahönn-
unardeild Listaháskóla Íslands ár-
ið 2005.
Aðspurð segist Eygló aðallega
nota jersey efni þar sem svo auð-
velt sé að komast í það. „Svo er ég
líka búin að nota bambusefni, t.d. í
jakka, og svo er „díteillinn“ prent-
aður á pólýester.“ Hönnun Eyglóar
fæst á Pop Up markaðnum og
verður því til sölu í Hugmyndahúsi
háskólanna um helgina. „Svo er
ég komin alla leið til Færeyja. Það
var verið að opna barinn Sirkus þar
og á jarðhæðinni er búð sem heitir
Zoo og þar eru fötin mín seld. Svo
er hægt að nálgast þau á birki-
land.com og eyglocollection.com.“
ylfa@mbl.is
Grjótið veitir
innblástur
Eygló Margrét
Partýföt fyrir hressar konur.
Hönnun
Borghildur Gunnarsdóttir fata-
hönnuður hannar trégleraugu und-
ir merkinu Milla Snorrason en hún
er að auki að hanna flíkur sem hún
ætlar að koma í sölu á næsta ári.
„Gleraugun eru með satínbandi og
eru notuð sem hálsmen. Þau eru í
raun eins og
gleraugnagrím-
ur,“ segir hún.
Gleraugun eru
skorin út í
planka af Ore-
gon-furu, svo
eru þau púss-
uð, máluð og
sandblásin og
loks sett í litla
poka sem Borg-
hildur saumar. Borghildur notaði
gleraugnagrímurnar í útskriftarsýn-
ingunni frá LHÍ í vor. „Það voru
margir sem spurðu um gleraugun.
Síðan fór ég til Danmerkur á sýn-
ingu sem heitir CPH Vision, en inn-
an hennar er nemendasýning sem
heitir Designers Nest, og þar var
líka mikið spurt um gleraugun
þannig að ég ákvað að fara að
selja þau.“ Gleraugun fást í Belle-
ville og verða að auki til sölu á Pop
Up markaðnum sem haldinn verð-
ur um helgina í Hugmyndahúsi há-
skólanna.
ylfa@mbl.is
Gleraugna-
grímur úr tré
Borghildur fékk innblástur þegar hún var að parketleggja.
Morgunblaðið/Heiddi
Borghildur
Gunnarsdóttir
Þ
essi jól er kynþokkafyllst að vera hag-
nýtur. Græðgi er dottin úr tísku en
hinsvegar eiga margir í vandræðum
með að kaupa gjafir sem setja þá ekki
á hausinn. Nú er áherslan lögð á að hugsa vel
hvort um annað og eiga einfaldar en tvíræðar
gjafir því vel við. Með því að snúa sér aftur að
undirstöðuþáttunum fá pör fullkomna afsökun
til að dekra hvort við annað og þannig meta
hvort annað betur, með smá kynþokkafullu
ívafi. Það eru til margar gjafir sem geta kveikt
lostann og það besta er að flestar þeirra kosta
ekkert, eða nánast ekki neitt.
Unaðsmiðar. Bæklingur með ástar- og kyn-
lífsmiðum sem elskhugi þinn getur leyst út
hvenær sem er. Hvort heldur sem er smá kelerí
þegar enginn sér, eyða heilli helgi uppi í rúmi
eða prufa eitthvað nýtt í kynlífinu, þá er þessi
gjöf fullkomin sönnun þess að ánægjan marg-
faldast sé henni deilt með öðrum.
Líkamsmálning. Hægt er að fá slík krem í
mörgum ólíkum bragðtegundum en sykurbráð
á líkamann veitir fullkomna afsökun til að
kanna sköpulag hvort annars á nýjan hátt.
Auðvelt er að nálgast ódýrari útgáfur af líkams-
málningu í eldhúsinu, t.d. með því að nota
sprauturjóma, súkkulaðisósu eða hunang. Það
hefur aldrei verið jafngaman að þrífa upp eftir
sig!
Svefngríma. Grímuna er ekki hægt að nota til
að bæta svefninn heldur getur hún bætt dulúð
við kynlífið, auk þess að örva skilningarvitin.
Nuddkerti. Dragðu maka þinn á tálar með
snertingu og lykt sem hann hefur aldrei kynnst
áður. Þegar kveikt er á þessum sérstöku nudd-
kertum breytist vaxið í prýðisnuddolíu. Láttu
olíuna drjúpa varlega á líkama makans og
dreifðu svo vel úr henni með blíðum strokum.
Svampur. Bjóddu upp á lúxusbað þar sem
makinn er nuddaður með svampi frá toppi til
táar. Ekki er verra að bæta út í vatnið unaðs-
baðolíum.
Sápur. Eitt sinn voru sápur aðeins sápur en
nú eru fyrirtæki farin að framleiða margar ólík-
ar gerðir sem örva skilningarvitin.
Dagbók. Skráið sögu ykkar saman. Kauptu
dagbók sem þið getið bæði skrifað í, t.d. mis-
merkileg tilefni, tilfinningar í garð hvort annars
og væntingar ykkar fyrir framtíðina.
Myndaalbúm. Skrásettu sögu ykkar með
myndum. Prentaðu út allar myndirnar sem eru
geymdar í tölvunni eða taktu saman gamlar
myndir sem eru á víð og dreif. Raðaðu þeim
skipulega í albúm, sem verður tileinkað lífi
ykkar saman, og gefðu makanum.
Búðu til eitthvað. Hvort sem þú hefur gaman
af því að skapa eða ekki, taktu smá áhættu og
búðu til eitthvað sem er ómetanlegt aðeins
vegna hugsunarinnar sem býr að baki, t.d. lít-
inn bækling með heitinu „Það sem ég elska við
þig“ þar sem útlistaðir eru allir eiginleikarnir í
fari makans sem þú kannt vel að meta.
Mynd. Rammaðu inn mynd af ykkur tveim-
ur. Þannig geturðu styrkt sambandið, svo ekki
sé minnst á þær góðu tilfinningar sem myndin
vekur upp í hvert skipti sem horft er á hana.
Nú um jólin snýst allt um að hverfa aftur til
þess sem raunverulega skiptir máli á sama
tíma og nýju upphafi er fagnað. Besta leiðin
til að fanga hinn sanna jólaanda er að gefa
af sjálfum okkur og hafið í huga að hugs-
unin að baki gjöfinni er margfalt verð-
mætari en það sem hún kostaði.
Gjafir fyrir makann
á viðráðanlegu verði
Kynfræðing-
urinn
Dr,Yvonne Kristín Fulbright
kyn@mbl.is
nýtt kortatímabil
kr.
pk.998
Grillaður kj
úklingur, 2
l
Pepsi eða P
epsi Max
kr.
kg
Ungnauta p
iparsteik1749
verð áður 3
498
50%afsláttur
í pk!
4
í pk!
2 400
grömm
FP súkkula
ðikremkex
300 g
249kr.pk.
Panesco Ba
guette389kr.pk.
FP ávaxtak
aramellur489kr.pk. FP frosin jarðarberog hindber48
9kr.pk.