SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 48
48 13. desember 2009 H inn tólfta mars síðastliðinn eignuðust Íslendingar í fyrsta skipti formlega samþykkta málstefnu. Þá samþykkti Al- þingi tillögur Íslenskrar málefndar að stefnu, sem ber heitið Íslenska til alls. Mörgum kom á óvart að ekki skyldi hafa verið formleg málstefna í landinu fyrir 12. mars 2009, þóttust muna eftir hrein- tungustefnu, málræktarstefnu og ný- yrðastefnu hér áður fyrr – voru þetta kannski ekki málstefnur? Vissulega. Þjóðin hefur lengi haft ákveðnar hugmyndir um tungumálið, notkun þess og hlutverk í samfélaginu. Fram á síðustu áratugi hefur ríkt þögul sátt um einhvers konar óopinbera rækt- arstefnu gagnvart tungumálinu sem margir hafa kynnst í æsku á heimili sínu eða í skóla þótt Alþingi hafi ekki sam- þykkt opinbera málstefnu fyrr en nú. Lög um mannanöfn eru gott dæmi um það hvernig hvernig hin „óopinbera“ málstefna birtist í lagasetningu. Með nú- gildandi lögum um mannanöfn nr. 96/ 1996 voru afnumdar flestar hömlur á því hvaða nöfn eru leyfileg. Fólk getur fengið að heita nánast það sem því dettur í hug ef nafnið er skrifað samkvæmt íslenskum ritreglum, beygist eftir íslensku beyging- arkerfi, er annaðhvort karlmannsnafn eða kvenmannsnafn og er ekki líklegt til að vera nafnbera til ama. Dæmin í at- hugasemdunum eru Skjarpur og Skunn- ar, nokkurs konar afbökun á nöfnunum Garpur og Gunnar. Höfundar frumvarps- ins treysta almenningi fullkomlega til að fara ekki út í neina vitleysu, jafnvel þótt sá möguleiki hafi opnast. Ákvæði laganna um íslenskan búning kemur í veg fyrir að allmörg erlend nöfn með erlendum rithætti komist á manna- nafnaskrá. Nafnið er ekki stafsett í sam- ræmi við íslenskan framburð, gerð þess eða ending gerir það óbeygjanlegt, eða kynferðið er ekki í lagi. Í íslensku eru afar fá tvíkynja nöfn en úti í hinum stóra heimi eru slík nöfn mörg og algeng. Nöfnin Nikíta og París eru dæmi um nöfn sem erlendis eru ýmist karlmannsnöfn eða kvenmannsnöfn, en hér á landi hafa þau komist á skrá sem kvenmannsnöfn og þar með er útilokað að karlmaður geti fengið að nota þau. Í fréttum af störfum mannanafna- nefndar er iðulega dregið fram það sem vakið gæti umtal með því að telja dæmi um óvenjulegt nafn eða „ónefni“ sem samþykkt hefur verið og svo annað „gott og gilt“ sem hefur verið hafnað. Iðulega er tekið svo til orða að nefndinni hafi „þótt“ eitthvað um nöfnin: „þótti nafnið því ekki hafa áunnið sér hefð“, „nafnið þótti of líkt“, „þótti rithátturinn hafa áunnið sér hefð“. Með orðalagi af þessu tagi hefur tekist að draga upp þá mynd af manna- nafnanefnd að hún láti sér „þykja eitt- hvað“ um nöfn og byggi ákvarðanir sínar á geðþótta eða smekk. Fordómar af þessu tagi um starfshætti nefndarinnar náðu inn á hið háa Alþingi haustið 2006, en þá lögðu nokkrir ungir þingmenn fram frumvarp um að leggja nefndina niður. Í greinargerð var látið að því liggja að nefndin sé einhver sérstakur óvinur foreldra í landinu sem vilji velja börnum sínum falleg og rótgróin nöfn. Flutningsmönnum hafði alveg láðst að athuga það að nefndin starfar samkvæmt lögum sem sett eru af Alþingi og úr- skurðir um gildi nafna munu ekkert breytast nema þeim lagagreinum verði breytt sem skilgreina hvað telst gott og gilt íslenskt nafn. Það fólk fer villt vegar sem heldur að mannanafnanefnd sé hópur forpokaðra íhaldsmanna sem hefur ekkert þarfara að gera en láta sér líka eða mislíka við nöfn. Nefndin er skipuð tveimur sérfræðingum í íslenskri tungu og einum í lögfræði, sem eiga að ganga úr skugga um að beiðnir um ný nöfn séu í samræmi við lögin. Þetta fólk hefur enga skoðun á því hvort nöfn eru góð eða vond, heldur reynir að vinna verk sitt af samviskusemi og trún- aði samkvæmt bókstaf laganna. Stjórnmálamenn geta leyft sér að láta pólitískar skoðanir, persónulega hags- muni eða vináttusambönd ráða gjörðum sínum. Nefnd sérfræðinga, á borð við mannanafnanefnd, hefur ekkert leyfi til að starfa þannig. Öll nöfn eru jöfn fyrir lögunum – hversu óréttlátt sem það kann að þykja. Þegar kemur að mannanöfnum reynir á hversu djúpt málstefnan ristir í þjóð- arsálina. Hafi fólk skoðun á úrskurðum mannanafnanefndar ætti það að beita sér í umræðum um íslenska málstefnu við fulltrúa sinn á Alþingi. Það er stefnan sem skiptir máli. Íslendingar á þjóðhátíð á Arnarhóli sumarið 1974. „Fólk getur fengið að heita nánast það sem því dettur í hug ef nafnið er skrifað samkvæmt íslenskum ritreglum.“ Úr myndasafni Morgunblaðsins/Ólafur K. Magnússon Bakari eða smiður Það fólk fer villt vegar sem heldur að mannanafnanefnd sé hópur forpokaðra íhaldsmanna. Tungutak Baldur Sigurðsson balsi@hi.is F ransí Biskví kom út fyrir tutt- ugu árum og seldist fljótlega upp. Síðan hefur bókin verið ófáanleg með öllu og þó mikið eftir henni spurt, enda hefur áhugi manna á veiðum frönsku Íslandssjóm- annanna aukist umtalsvert undanfarin ár og eykst enn. Það var því vel til fundið hjá Elínu og bókaforlaginu Opnu að koma bókinni aftur út og það í mikið end- urbættri og aukinni útgáfu. Átta ára vinna Kveikjan að bókinni var að Elín var við störf í íslenska sendiráðinu og franskir viðmælendur hennar voru í sífellu að segja henni frá skáldsögunni Pêcheur d’Islande eftir Pierre Loti, en hún segir frá örlögum franskra fiskimanna við Ís- landsstrendur. Þegar Elín heimsótti síðan hafnarbæina á Bretaníuskaga þaðan sem sjómennirnir reru og skrifaði greinar um það í Morgunblaðið rigndi yfir hana sím- tölum og bréfum frá fólki sem mundi þessa daga og vildi segja frá þeim, enda hafði lítið verið skrifað um þá hér á landi. Smám saman vatt þetta verkefni upp á sig með viðamikilli heimildasöfnun og setum í frönskum bókasöfnum í átta ár og lyktaði með Fransí Biskví fyrir tveim- ur áratugum, eins og rakið er. Elín segir að bókin hafi klárast á skömmum tíma þegar hún kom út enda hafi útgefandinn ekki staðið við það að láta prenta hana aftur, en eftir því sem lengra hafi liðið frá útgáfunni hafi hún ekki vilja gefa hana út aftur óbreytta. „Ég er búin að læra svo mikið á þessum tutt- ugu árum, enda hefur mér verið boðið svo oft til Frakklands á hátíðir í fiski- mannabæjunum og líka á Austurlandi þar sem áhugi fyrir þessari sögu hefur aukist gríðarlega mikið. Það má svo segja að ég hafi áttað mig á því fyrir ekki svo löngu að ég yrði ekki eilíf og því ekki eftir neinu að bíða að koma bókinni í þann búning sem ég vildi,“ segir Elín og bætir við að heimildasöfnun sé mun auðveldari nú en forðum þegar hún þurfti að handskrifa eftir bókum í frönskum bókasöfnum og jafnvel að sitja með gæslumann yfir sér í frönsku þjóðarbókhlöðunni þegar hún var að rýna í skýrslur lækna af frönskum spítalaskipum. „Það er þó margt sem ekki er hægt að finna í dag, enda eru þeir ekki margir eft- Fólk vill sögur Meðal lykilrita í sögu lands og þjóðar er saga um franska sjómenn og þrjú hundruð ára útgerð þeirra hér við land á gólettunum sínum, bókin Fransí Biskví eftir Elínu Pálmadóttur. Frönsku sjómennirnir komu til Íslandsstranda síðla vetr- ar og sneru ekki aftur heim til Frakklands fyrr en í sumarlok, ef þeir þá sneru aftur því fjölmargir hlutu hinstu hvílu í úfnu Atlantshafinu. Árni Matthíasson arnim@mbl.is „Ég ætlaði ekki að gera svona mikið,“ segir Elín um nýja útgáfu Fransí Biskví. Morgunblaðið/Kristinn Lesbók Vincent van Gogh málaði þessa mynd, La Berceuse, Fóstruna, eftir samtal við Gauguin vin sinn um Ís- landssjómenn, eins og hann lýsti í bréfi til bróður síns í janúar 1889: „Ég var að segja við Gauguin um þessa mynd að þegar við, ég og hann, vorum að ræða um frönsku Íslandsfiskimennina, þungbæra einangrun þeirra, aleinir á drunga- legu hafinu, í stöðugri lífshættu, Já, ég var einmitt að segja við Gauguin, að í kjölfarið á þessum einlægu samræðum okkar, hefði ég fengið þá hugmynd að mála svona mynd. Fiskimennirnir sem eru í senn börn og píslavottar, myndu sjá hana fyrir sér í káetunni í fiskibáti á Íslandsmiðum og liði í ölduganginum eins og þegar þeim var vaggað í bernsku við vísnasöng fóstrunnar sinnar.“ Konan í ruggustólnum La Berceuse. Málað fyrir Íslandsfiskimenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.