SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 42
42 13. desember 2009 Þ ann 3. desember hófst aðdragandi uppskeru kvikmyndagerðarmanna í Vesturheimi og þessa dagana eru tilnefningar til hinna fjölbreytileg- ustu verðlauna beggja vegna Atlantshafsins að hrannast upp á yfirborðið. Í ár var það Up in the Air, gamansöm ádeila um sam- drátt fyrirtækja, sem varð hlutskörpust hjá meðlimum NBR sem tilkynna fyrstir væntanlega sigurvegara. Mynd- inni sem barst þetta tromp upp í hendurnar, leikstýrir Jason Reitman, sem á að baki aldeilis framúrskarandi og persónuleg verk á borð við Juno og Thank You for Smok- ing og er í fremstu röð þeirra ungu kvikmyndagerð- armanna sem hvað mestar vonir eru bundnar við í dag. Up in the Air fjallar um niðurskurðarmanninn Ryan Bingham (George Clooney), sem fer á milli fyrirtækja með skurðarhnífinn á lofti og saxar á starfsmannafjöldann á báða bóga. Heldur nöturlegt líf og niðurdrepandi og hann fer að velta fyrir sér hvað hann geti gert til að drukkna ekki í einmanaleikanum. Up in the Air var óumdeilanlega mynd kvöldsins því auk þess að vera besta mynd ársins var Clooney tilkynnt að hann hlyti verðlaun fyrir bestan leik í aðalkarl- hlutverki. Mun reyndar deila þeim með Morgan Freeman sem er sagður fara á kostum í Invictus, sem þjóð- arleiðtoginn Nelson Mandela. Up In the Air krækti einnig í verðlaun til handa Ann Kendric, fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aukahlutverki og þeir Reitman og Sheldon Turner munu þiggja verðlaunin fyrir besta handritið byggt á áður birtu efni – á afhendingarhátíð NBR í New York þ. 12. jan., n.k. NBR hefur dálæti á Clint Eastwood og heiðraði hann eina ferðina enn sem leikstjóra ársins fyrir Invictus. Margir eru þeirrar skoðunar að hinn roskni harðjaxl og hæfileikamaður, sem kemst á níræðisaldur að ári, hafi jafnvel aldrei gert betur á sínum ótrúlega glæsta ferli en með þessu hádramatíska og pólitíska verki um samein- inguna sem Mandela kom á í S.-Afríku árið 1995. Eastwo- od var kjörinn besti leikarinn í fyrra fyrir Gran Torino og myndirnar hans, Mystic River frá 2003 og Letters From Iwo Jima (́06), voru báðar valdar bestu myndir ársins af NBR. Carey Mulligan var tilkynnt besta leikkona ársins fyrir afburðaleik sem breskur táningur á 7. áratugnum, sem verður ástfangin af sér eldri manni í An Education. Woody Harrelson var útnefndur sigurvegari í flokki bestu aukaleikara 2009 fyrir The Messenger og Coen-bræður, Joel og Ethan, hrreppa verðlaun fyrir besta, frumsamda handritið (A Serious Man) Karlleikarinn sem var kynntur sem „uppgötvun ársins“, er enginn annar en Jeremy Renner, sem er minnisstæður úr The Hurt Locker og sömu verðlaun féllu hlut leikkonunnar Gabourey Sudibe fyrir frammistöðu hennar í Precious. Fyrr í vikunni vann The Hurt Locker The Gotham In- dependent Award og Precious og The Last Station hreins- uðu Spirit-verðlaunin, sem veitt eru fyrir óháða kvik- myndagerð. Af öðrum, væntanlegum sigurvegurum sem voru kynntir af NBR, má nefna að The Prophet (England) er besta, erlenda mynd ársins; The Cove besta heimild- armyndin og Up besta teiknimyndin. Tími tilnefninganna hefst síðan af fullum krafti núna um helgima þegar American Film Institute, Los Angeles Film Critics Assn., og New York Film Critics Circle, til- kynna um sína sigurvegara auk þess sem greint verður frá tilnefningum til Golden Globe verðlaunanna. Rúsínan í pylsuendanum, Óskarsverðlaunatilnefningarnar, verða kynntar um miðjan janúar. Hvaða samtök eru NBR? National Board of Review of Motion Pictures, eða NBR, eins og þau eru yfirleitt kölluð, voru stofnuð í New York upp úr aldamótunum 1900, og eru því aðeins örlítið yngri en sjálf kvikmyndasagan. 1929 urðu þau fyrstu samtökin til að velja 10 bestu myndir ársins frá enskumælandi löndum og þá bestu, erlendu. Þessari hefð hefur NBR við- haldið síðan, en samtökin samanstanda af 110 manna kjarna sem fá senda kjörseðla og hafa kosningarétt. Þessi hópur samanstendur af valinkunnum fræði-, áhuga-, kvikmyndagerðar- og námsmönnum í New York. Síðan er það hlutskipti þekktrar endurskoðunarskrifstofu að fara yfir kjörseðlana og tilkynna um sigurvegarana. Carey Mulligan var til- kynnt besta leikkona árs- ins fyrir afburðaleik sem breskur táningur á 7. ára- tugnum, í An Education. Verð- launaver- tíðin að hefjast Í vikunni voru kynnt fyrstu veigamiklu tilnefningar og kvikmyndaverðlaun ársins og þar með ábendingar um vænt- anlega Óskars- og Golden Globe verðlaunahafa. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is  Clint Eastwood var heiðraður sem leikstjóra ársins fyrir Invictus og eru margir þeirrar skoðunar að hann hafi jafnvel aldrei gert betur.  Karlleikarinn sem kynntur var sem „uppgötvun ársins“, er Je- remy Renner, sem er minn- isstæður úr The Hurt Locker.  Up in the Air, fjallar um nið- urskurðarmanninn Ryan Bingham sem fer á milli fyrirtækja með skurðarhnífinn á lofti og saxar á starfsmannafjöldann. Heldur nöt- urlegt líf og niðurdrepandi og hann fer að velta fyrir sér hvað hann geti gert til að drukkna ekki í ein- mannaleikanum. Mississippi Burning er ein minnisstæðasta klassíkin í kvikmyndasögunni sem tekur á kynþáttabaráttunni. Þegar þrír þeldökkir jafnréttisbaráttumenn hverfa sporlaust í Mississippi árið 1964 eru tveir ólíkir alríkislögreglumenn sendir í málið. Þungskýjaður þriller um miðaldamyrkur það sem ríkti í Suðurríkjunum á sjöunda áratugnum (og er víst enn viðloðandi) og grípur Parker til allra ráða til þess að ýta við samvisku áhorfandans. Fær eftirminnilega hjálp frá sam- starfsmönnum sínum; tökumanninum Biziou (Óskarsverðlaun), stórleikaranum Hackman og fram á sjónarsviðið stígur athyglisverð leikkona, Frances McDormand, sem átti eftir að gera garðinn frægan. Lee Ermey, Willem Dafoe og Brad Dourif eru einnig eftirminnilegir. Grimm, undanbragðalaus og áhrifarík mynd sem á jafnan fullt erindi við áhorfendur. Leikstjóri: Alan Parker. bbbbb saebjorn@heimsnet.is Átök í Mississippi Kvikmyndaklassík Mississippi Burning (’88) Hackman og Defoe í hlutverkum sínum. Sunnudagur 13.12. RUV kl. 21.05 For- vitnileg mynd af bandarísk/mexíkóskum toga sem hefur hesthúsað slatta af minni háttar verðlaunum. Aðalpersónan fótbolta- stjarna sem er að fara að skrifa undir stóra samninginn þegar óvæntir atburðir setja strik í reikninginn. Leikstjóri : Alejandro Go- mez Monteverde. Aðalleikarar: Eduardo Ve- rástegui, Tammy Blanchard, Manny Perez. Krossgötur – Bella (2006) Laugardagur 12.12. RUV kl. 21.20 Sögur frá Narníu – Ljónið, nornin og fataskápurinn Ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna, byggð á þekktri sögu eftir C.S. Lew- is. Fjögur börn fara í gegnum fataskáp inn í æv- intýraheiminn Narníu, en það er engin tilviljun því þeirra bíður mikilvægt hlutskipti. Sveipuð æv- intýraljóma, vel framleidd og gerð með Teldu Swinton, Liam Neeson og Jim Broadbent. Leikstjóri: Andrew Adamsin.  ½ Myndir vikunnar í sjónvarpi The Chronicles Of Narnia: The Lion, the Witch and the Wardrobe (2005) Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.