SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 34
34 13. desember 2009 Ljóðveldið Ísland Höf.: Sindri Freysson „Þetta er raunar frekar döpur og slysaleg saga þjóðar sem aldrei hefur almennilega kunnað að feta sig áfram í heimi þjóðanna. Mér finnst hugmyndin að kvæðaflokknum góð en lopinn kannski teygður fullmikið.“ Skafti Þ. Halldórsson 211 bls. Svarta forlag Íslenska undra- barnið, saga Þórunnar Ashkenazy Höf.: Elín Albertsdóttir „Þetta er skemmtileg ævisaga um óvenju- legt lífshlaup sem er samofið brennandi tónlistarástríðu.“ Steinunn Inga Óttarsdóttir 224 bls. Bókafélagið Reyndu aftur Höf.: Tómas Hermannsson „Frásagnirnar í bókinni eru oftast fróðlegar því í ferli Magnúsar felst heil- mikil poppsagnfræði; þær eru á stundum átakanlegar og sömu- leiðis sprenghlægilegar í bland, og þegar upp er staðið er Reyndu aftur hinn mesti skemmti- lestur.“ Jón Agnar Ólason 248 bls. Sögur Snorri – Ævisaga Snorra Sturlusonar 1179-1241 Höf.: Óskar Guðmundsson „[Þ]essi ævisaga Snorra [er] afskaplega vel lukkuð, og varpar ljósi á áhugaverðan en mót- sagnakenndan mann, og þá róstusömu tíma þegar hann var uppi – áður en hann sagði í kjallaranum í Reykholti við Árna beisk „Eigi skal höggva.““ Einar Falur Ingólfsson 528 bls. JPV Jón Leifs – Líf í tónum Höf.: Árni Heimir Ingólfsson „Bókin er [...] ætíð læsileg og í raun afar li- purlega stíluð. [...] Þessi ævisaga mun án efa auka áhuga á verkum Jóns Leifs hér á landi, hjálpa fólki að skilja um hvað þau eru, eftir hverju tónskáldið var að slægjast og hverju hann dreymdi um að ná fram. Þessi saga er verðskuldaður minnis- varði um óvenjulegan og erfiðan listamann. Einar Falur Ingólfsson 472 bls. Mál og menning Papa Jazz – Lífs- hlaup Guðmundar Steingrímssonar Höf.: Árni Matthíasson „Það fer ekkert á milli mála að Guðmundur gefur sig heilshugar að öllu sem hann fæst við. Eldmóður, drifkraftur og „swing“ hans aðals- merki allt frá því hann spilaði með Gunnari Ormslev í GO-kvartettin- um í Gúttó í Hafnarfirði um miðjan fimmta áratuginn og fram á þennan dag. Bókin er einkar læsileg, svellandi fín og skemmtileg lesning.“ Ómar Friðriksson 288 bls. Hólar Hundgá úr annarri sveit Höf.: Eyþór Árnason „Helsti galli bókarinnar er að hún er nokkuð sundurlaus en það kemur ekkert á óvart að skáld sem er að gefa út fyrstu bók virðist leitandi á stundum og óvisst með tóninn. Þá eru ljóðin misáhrifarík. Hundgá úr annarri sveit er þó afar áhugaverð og persónuleg frumraun og hrífandi þar sem Eyþóri tekst best upp.“ Einar Falur Ingólfsson 64 bls. Uppheimar Nokkur almenn orð um kulnun sólar Höf.: Gyrðir Elíasson „Fáir verða sviknir af því að lesa nýja ljóðabók [Gyrðis] Nokkur almenn orð um kulnun sólar. Stundum virka ljóðin svo áreynslulaus að það er eins og skáldið hafi ekkert fyrir því að yrkja. En ætli reyndin sé ekki sú að þau ljóð hafi kraf- ist mestrar yfirlegu. Það er nefnilega ekki ein- boðið að skáld fái í senn góða hugmynd og geti útfært hana á jafnein- faldan og glæsilegan hátt og Gyrðir gerir.“ Skafti Þ. Halldórsson 104 bls. Uppheimar Mynd af Ragnari í Smára Höf.: Jón Karl Helgason „Upplýsingarnar sem eru dregnar fram eru oftast nær forvitni- legar og varpa ljósi á margbrotinn karakter- inn. Stundum verða samtölin nokkuð stirð eða bókleg, enda byggð á rituðum nóteringum svo það kemur ekki á óvart. En nálgunin er lifandi og úrvinnslan svo vönduð, að allt frá fyrstu síðu, þar sem lesandinn skoðar ljósmyndina frá miðdegisverðinum, og þar til Ragnar hóar í ljósmyndara „að fá almennilega mynd af hópnum“, drífur frásögnin forvitinn lesandann áfram.“ Einar Falur Ingólfsson 383 bls. Bjartur Vigdís. Kona verður forseti Höf.: Páll Valsson „Fyrir sléttum áratug hlaut Páll Valsson íslensku bókmennta- verðlaunin fyrir bók sína um Jónas Hallgríms- son og það hvarflar að manni á myrkum dögum hvort hann hafi verið fenginn til að búa til eða viðhalda eins konar Fjölnismannaímynd af Vigdísi.“ Steinunn Inga Óttarsdóttir 472 bls. JPV Ljóðorkuþörf Hof.: Sigurður Pálsson „Sigurður Pálsson hefir frá útgáfu fyrstu ljóðabókar sinnar, Ljóð vega salt (1975) verið sannkallaður ljóðvíkingur og lagt sitt á vogarskálar þeirrar útrásar. Góðu heilli hefir sú ljóðaútrás verið eitthvað hófsamari en sú sem nú hefir lagt myglusvepp yfir sálar- og fjármagnsheill vora.“ Ólafur Guðsteinn Kristjánsson 100 bls. JPV Rennur upp um nótt Höf.: Ísak Harðarson „Ísak hefur marga góða kosti sem ljóðskáld. Að lesa bók hans er eins og að fara í gegnum mörg lög af kenndum og til- finningum.“ Skafti Þ. Halldórsson95 bls. Uppheimar Ævisögur Halldór Baldurssson og Silja Aðalsteinsdóttir. Morgunblaðið/RAX K öttur út í mýri, safn íslenskra ævintýra er komið í stórfallega bók, ríkulega mynd- skreytta. Silja Aðalsteinsdóttir valdi ævintýrin úr safni Jóns Árnasonar og Halldór Baldursson tók að sér að myndskreyta á sinn fjöruga og hugmyndaríka hátt. „Ég vildi safna á einn stað æv- intýrum sem hafa verið hluti af menningu okkar í nokkur hundruð ár,“ segir Silja. „Sum þeirra eru vissulega ansi óhuggu- leg en öll hafa þau skilið eftir djúp spor í þjóðarvitundinni. Þetta eru sögur eins og Búkolla, Velvakandi og bræður hans, Grámann, Sagan af Mjaðveigu Mánadóttur, Himinbjargarsaga, Sagan af Her- móði og Háðvöru og fleiri. Ég fór yfir textann, eins og hann er í safni Jóns, og reyndi að gera hann aðgengilegri og læsilegri fyrir nútímabörn. Í safni Jóns eru samtöl til dæmis í belg og biðu en ég set þau upp eins og leikrit og um leið verður textinn auðveldari aflestrar.“ Dragdrottning í ævintýrum Silja fór yfir öll ævintýrin í safni Jóns Árnasonar og sumt af því sem hún las kom henni á óvart. „Núna sé ég til dæmis söguna af Oddi kóngi á annan hátt en áður. Oddur kóngur leggur undir sig land, verður mjög vinsæll kóngur en hverfur alltaf eina nótt á ári. Einn vinnumanna hans kemst loks að því hvert hann fer og þá reynist Oddur kóngur vera drottning í undirheimum. Hann er semsagt dragdrottning og Halldór teiknaði hann þannig. Sagan af Hring kóngssyni kom mér líka á óvart. Hún fjallar um strák sem er síhræddur en gerir samt allt sem hann þarf að gera til að leysa úr álög- um nafna sinn, kóngsson sem er í álögum sem hundur. Hringur er skelfingu lostinn en gengur samt til verka og verður enn meiri hetja fyrir vik- ið.“ Halldór Baldursson segist hafa tekið sér góðan tíma til að myndskreyta ævintýrin. „Í byrjun var þetta spurning um að finna rétta tóninn,“ segir hann. „Stundum þegar maður tekur að sér verk- efni er maður að rembast við að gera eins og maður heldur að maður eigi að gera. Ég skoðaði mynd- skreytingar í ýmsum æv- intýrabókum en ekkert fór að ganga fyrr en ég ákvað að nota minn eigin stíl og teikna eins og mér finnst skemmtilegast. Sögurnar byggja aðallega á gamansemi og hryllingi. Ég vona að ég móðgi eng- an þegar ég segi að þessi ævintýri eru hreinar af- þreyingarsögur. Léttleiki með horrorívafi er sá þáttur sem ég einbeitti mér að í myndskreyting- unum.“ Að standa við orð sín En hafa íslensku ævintýr- in eitthvert uppeldisgildi? „Þetta eru fyrst og fremst skemmtisögur, eins og Halldór segir, en þær segja manni samt margt um kjör fólks og öfgarnar í ríki- dæmi og fátækt,“ segir Silja. „Þær hafa fyrst og fremst það uppeldisgildi að segja krökkum að þeir eigi ekki að gefast upp. Þeim mistakist kannski í fyrsta og annað sinn en í þriðja sinnið hafist það. Ævintýrin enda ævinlega vel, og enda þá oft á sigri þess sem er minni máttar.“ Halldór bætir við: „Það er ákveðið gildismat í þessum sögum og stundum nokkuð annað en það sem við nútímamenn til- einkum okkur. Í ævintýrum standa menn til dæmis ætíð við orð sín alveg sama þótt þeir séu að gangast undir mjög ósanngjarnar kröfur. Menn reyna aldr- ei að komast undan kröfunum sem þeir hafa geng- ist undir heldur leitast við að uppfylla þær – og tekst það auðvitað ævinlega að lokum.“ Spurð um uppáhaldsævintýri sitt í safninu nefnir Halldór Velvakanda og bræður hans og gefur henni einkunnina: „Skrambi góð drengjasaga.“ Silja segir að sagan Karlssonur, Lítill, Trítill og fuglarnir hafi ævinlega verið uppáhaldsævintýri sitt. „Fyrir utan hvað það er fyndið er það svo gott dæmi um ósér- hlífni og staðfestu hetjanna í ævintýrunum. Yngsti karlssonurinn er útundan heima hjá sér en þegar á reynir tekst honum það sem eldri eftirlætum for- eldranna tekst ekki: að finna kóngsdóttur. Ráðið er að vera örlátur og forsmá ekki hjálp litlu karlanna og fuglanna eins og bræður hans gera. Þetta er fal- leg saga um gildi samhjálpar og þrautseigju.“ Léttleiki með horrorívafi Silja Aðalsteinsdóttir og Halldór Baldursson leggja saman krafta sína í nýrri bók sem er safn íslenskra ævintýra. Þau komust að ýmsu óvæntu við vinnu sína eins og því að Odd- ur kóngur er dragdrottning. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Oddur kóngur er dragdrottning. Jólabækurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.