SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 19

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 19
20. desember 2009 19 – Hefur flokkurinn og forysta hans ekki verið eitthvað tví- átta? Þar vísa ég til blendinnar afstöðu forystu flokksins til Evrópusambandsins, sem kom skýrt fram í atkvæðagreiðsl- unni í þinginu í sumar, þegar varaformaður þinn, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sat hjá. – Hefur þú sjálfur verið nógu skýr og afdráttarlaus, í sam- bandi við afstöðu þína til ESB-aðildar? „Kannski hef ég ekki verið nógu afdráttarlaus. Það má vel vera. En ég hef aldrei verið sáttur við að gangast undir þá skilmála sem fylgja inngöngu í Evrópusambandið og því hef ég alltaf haldið til haga. Í atkvæðagreiðslunni greiddi ég atkvæði gegn málinu. Það er nú nokkuð skýrt myndi ég telja. Hins vegar hef ég horft á þetta viðfangsefni og sagt: Ég skil hvers vegna ýmsir horfa til þess að taka upp annan gjaldmiðil þegar svona ósköp hafa dunið á okkur eins og gerðist á haustmánuðum í fyrra og við höfum í þetta langan tíma búið við háa vexti og miklar gengissveiflur. Eldsneytið í ESB-umræðunni er gjaldmiðillinn. Með því að ég hef sýnt þessu sjónarmiði skilning, þá hafa margir sagt sem svo að ég væri ekki nógu hreinn og beinn í minni af- stöðu. Satt að segja finnst mér það ekki alveg sanngjarnt viðhorf. Ég vil opna og málefnalega umræðu um alla val- kosti sem við höfum til að auka stöðugleikann, því aukinn stöðugleiki mun til lengri tíma tryggja bætt lífskjör almenn- ings. Við höfum til dæmis skoðað upptöku annarrar myntar án inngöngu í ESB. Sjálfum finnst mér að EFTA-ríkin í EES ættu að eiga greiða leið inn í myntbandalagið án ESB- aðildar. Það er ekkert nema pólitík sem stendur gegn því. Öll málefnaleg rök styðja það. Það er enn eftir mikil umræða um þessi gjaldmiðilsmál í Sjálfstæðisflokknum en ég tel afar ólíklegt að afstaðan til ESB breytist næstu árin. Skoðanamunur milli manna í Sjálfstæðisflokknum er ekki nema heilbrigður og menn eru ekkert minni sjálfstæðismenn í mínum huga þótt þeir séu búnir að gefast upp á krónunni og sjái ekki annan valkost. Það er síðan annað mál að eins og sakir standa tryggir krónan mun hraðari aðlögun. Að auki er augljóst að meg- inverkefni líðandi stundar er ekki þetta langtímamál heldur að ná tökum á fjárlagahallanum. Við verðum að gera hlut- ina í réttri röð. Ef okkur mistekst á næstu 2-3 árum að koma böndum á ríkisfjármálin er sá ávinningur sem sumir vilja sækja í ESB-aðild ekki bara langt undan heldur í óra- fjarlægð. Stefna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum var ítrekuð á landsfundinum í mars, þar sem komist var að þeirri nið- urstöðu að okkar hagsmunum væri best borgið utan Evr- ópusambandsins. Þar var líka lögð áhersla á að ef til stæði á Alþingi að við hreyfðum okkur í Evrópumálum, að þjóð- aratkvæðagreiðsla færi fram um það hvort við sæktum um aðild. Þeirri stefnu höfum við algjörlega fylgt og það var enginn klofningur í forystu flokksins um þá stefnu. Mér finnst vera margt sem styður það, að uppgjör í þessu stóra og mjög svo umdeilda máli geti verið til hreinsunar, en ég óttast það hins vegar að menn beiti einhverjum bola- eða bellibrögðum á síðari stigum málsins, til þess að blekkja fólk til stuðnings við það. Ég vil horfast í augu við þetta mál eins og það er. Það er búið að ákveða að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Við sjálfstæðismenn munum rísa undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera í stjórnarandstöðu í slíkri stöðu. Við veit- um stjórnvöldum fullt og ótakmarkað aðhald í ferlinu. Það er búið að sníða inn í það leiðir fyrir okkur til þess að fylgj- ast með, vera upplýstir og gera athugasemdir á öllum stig- um. Það sem er verst í þessu ESB-máli er að það er engin pólitísk forysta í málinu. Það kom glöggt fram í umræðum um málið á þinginu. Það var engin sannfæring á bak við þessa umsókn. Það var ekki einn bókstafur um það í sjálfu þingskjalinu, hvers vegna við værum að sækja um aðild. Það var vitanlega vegna þess að ríkisstjórnin er klofin í af- stöðu sinni til málsins og þetta finnst mér vera dapurlegt, ekki síst fyrir Alþingi Íslendinga, að jafnstórt mál fari í gegn- um þingið af þeirri einu ástæðu að annar stjórnarflokkurinn vildi svo heitt komast í ríkisstjórn. Og maður spyr sig hve- nær Vinstri grænir hafi fengið leyfi frá Samfylkingunni til þess að berjast gegn aðild. Er það núna strax, eins og virð- ist vera, þar sem Ásmundur Einar hefur tekið við sem for- maður í Heimssýn, eða er það ekki fyrr en samningur liggur fyrir? Hvaða skynsemi er í því að í viðræðuferlinu séu ráða- herrar ríkisstjórnarinnar að tala út og suður, eins og kemur gleggst fram í yfirlýsingum Jóns Bjarnasonar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra annars vegar og Össurar Skarp- héðinssonar utanríkisráðherra hins vegar. Þetta er nú ekki sannfærandi. Væntanlega verður það hér, eins og annars staðar, að menn hefja viðræður og þeim verður lokið með samningi. Það hefur aldrei neitt ríki hafið aðildarviðræður við ESB án þess að þeim lyki með samningi. Samningurinn verður síð- an lagður undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu og ég sé fyrir mér að í henni muni umræðan færast mjög mikið yfir á svið já- og nei-hreyfinganna.“ Best borgið utan ESB

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.