SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 20

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 20
það betur. „Fólk verður bara að sjá myndina,“ segja þær einum rómi – og glotta. Spurðar hvort myndin sé vett- vangur uppgjörs kinka þær kolli. „Ekki bara hjá Georg og Bjarnfreði. Aðrar persónur gera líka upp sín mál. Þetta er ljúfsár mynd. Falleg og átakanleg í senn,“ segir Ágústa Eva. Fáum sögum fer af faðerni Georgs Bjarnfreðarsonar. Ætli hulunni verði svipt af því í myndinni? „Það er aldr- ei að vita,“ segir Margrét Helga. Einmitt, lesendur góðir, við þurfum að sjá myndina. Sjöundi áratugurinn var róstugur hér á landi sem víð- ar og snemma kemur í ljós að Bjarnfreður er bar- áttukona af Guðs náð. Hún lætur sig mannréttindi varða og þrammar í Keflavíkurgöngu með Georg litla þriggja ára. „Það eru hennar ær og kýr að mótmæla kapítalism- anum,“ segir Ágústa Eva. „Um leið er hugsjóninni troð- ið ofan í kokið á aumingja Georgi. Hann á sér aldrei við- reisnar von.“ Talað fyrir daufum eyrum Kvenréttindabaráttan fléttast eðli málsins samkvæmt inn í söguna og Bjarnfreður talar enga tæpitungu frekar en aðrar Rauðsokkur. „Hún er dóminerandi, ákveðin og talar mikið og hátt. Enda var mikið í húfi. En eins og við vitum verður fólk yfirleitt þreytt og biturt þegar það talar lengi fyrir daufum eyrum,“ segir Ágústa Eva. „Það er svolítið gaman að skoða þetta tímabil núna,“ heldur hún áfram, „þegar femínismi er ekki lengur í tísku.“ Margrét Helga var ung kona á þessum tíma og segir margt koma kunnuglega fyrir sjónir. „Ég fór sjálf í Keflavíkurgöngu og drakk kaffi á Þjóðviljanum. Því fer þó fjarri að ég hafi verið jafnhörð í horn að taka og Bjarnfreður.“ Ágústa Eva var ekki fædd á þessum árum en amma hennar, Laufey Jakobsdóttir, oft kölluð Bjargvætturin Laufey, var fræg baráttukona og mannvinur í Grjóta- þorpinu í Reykjavík. Margrét Helga man vel eftir henni. „Við skulum forðast að nefna Laufeyju í sömu andrá og Bjarnfreði. Laufey var mun tilfinningagreindari kona en Bjarnfreður. Þú getur verið stolt af henni ömmu þinni, Ágústa mín.“ Munu lifa um ókomna tíð Margrét Helga birtist fyrst í Næturvaktinni. „Ég held ég geti fullyrt að enginn hafi séð þessar gríðarlegu vin- sældir fyrir. Þjóðin hefur kolfallið fyrir þessum karakt- erum. Þeir eiga örugglega eftir að lifa um ókomna tíð – eins og frasarnir hans Ólafs Ragnars.“ Eftir á að hyggja segir Margrét Helga vinsældirnar ekki koma á óvart. Auk hinna dásamlegu karaktera sé handritið vel skrifað, bæði að þáttunum og myndinni. „Þetta er mikil og djúp saga. Flottar pælingar.“ Ágústa Eva tekur undir þetta. „Svo eru þetta alveg frábærir leikarar í essinu sínu, sem verða bara betri með hverri seríunni. Ég tala nú ekki um í umtalaðri mynd. Ég er búin að sjá smá og þetta er alveg bjútífúl, vel skrif- að, tekið, allt. Karakterarnir eru breyskir og brjóst- Fingra- för á sálinni Georg Bjarnfreðarson og félagar færa sig af skjánum yfir á hvíta tjaldið um jólin, þegar lokakapítulinn í hinni geysivinsælu sögu, Bjarnfreðarson, verður frumsýndur. Þar er m.a. skyggnst inn í sálarlíf móður hans, Bjarnfreðar, sem leikin er af Margréti Helgu Jóhannsdóttur og Ágústu Evu Erlendsdóttur. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is U mdeildari persóna hefur ekki birst á skján- um frá því Joð gamli Err var upp á sitt besta í Dallas. Þjóðin elskar að hata Georg Bjarn- freðarson en kennir um leið svolítið í brjósti um hann. Og ekki er móðirin skárri. Hver er hún eig- inlega þessi grimma og bitra kona, Bjarnfreður, og hvers vegna er Georg svona yfirgengilega hræddur við hana? „Fólk kynnist Bjarnfreði betur í myndinni en þátt- unum og áttar sig kannski á því hvers vegna hún er eins og hún er þegar það hefur séð hennar lífshlaup,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem leikur Bjarnfreði á yngri árum í kvikmyndinni Bjarnfreðarson, sem frumsýnd verður annan í jólum. Hún er framhald af sjónvarps- þáttunum vinsælu, Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni, sem unnið hafa hug og hjarta þessarar þjóðar á síðustu misserum. Í myndinni eru sagðar tvær samhliða sögur, annars vegar eru uppvaxtarárum Georgs gerð skil og hins vegar er þráðurinn tekinn upp frá Fangavaktinni og fylgst með þeim félögum Georg, Daníel og Ólafi Ragnari eftir að þeir losna af Litla-Hrauni. Saklaus, hjartahrein stúlka Sagan hefst árið 1965 og Margrét Helga Jóhannsdóttir, sem leikur Bjarnfreði eldri, eins og í þáttunum, segir hana birtast okkur sem afskaplega saklausa og hjarta- hreina stúlku í upphafi. Síðan grípa örlögin í taumana. Hvorki Margrét Helga né Ágústa Eva fást til að útskýra Úr kvikmynd Ragn- ars Bragasonar, Bjarnfreðarson. 20 20. desember 2009

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.