SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Side 21
20. desember 2009 21
Við Margrét Helga Jóhannsdóttir og Ágústa Eva Erlends-
dóttir sitjum dágóða stund yfir kakóbolla á kaffihúsi. Fólk
kemur og fer. Ein kona stenst ekki mátið og truflar okkur
til að taka í höndina á Margréti Helgu. „Elskan mín, ég
má til með að þakka þér fyrir,“ segir hún og horfir hlýjum
augum á leikkonuna. Strýkur henni um öxlina.
„Nú, jæja,“ segir Margrét Helga.
„Já, fyrir Fjölskylduna,“ heldur konan áfram og á þar
við uppfærsluna á leikriti Bandaríkjamannsins Tracy
Letts sem nú er á fjölum Borgarleikhússins. „Þú ert stór-
kostleg í sýningunni. Ég varð að fá að þakka þér fyrir. Af-
sakið ónæðið.“
Ekkert að afsaka. Þessi ókunnuga kona talar fyrir
munn margra, Margrét Helga vinnur leiksigur í Fjölskyld-
unni sem lengi verður í minnum hafður.
„Ég hef verið svo gæfusöm að taka þátt í mörgum góð-
um uppfærslum á löngum ferli en þetta slær allt út. Ég
man ekki eftir svona viðtökum,“ upplýsir Margrét Helga
þegar konan er farin.
Fólk hefur verið ófeimið við að vinda sér upp að henni
og hrósa. Suma þekkir hún, aðra hefur hún aldrei séð.
„Það er stórkostlegt að fá svona bitastætt hlutverk á
mínum aldri. Þau eru nefnilega ekki á hverju strái skal ég
segja þér. Ég hef þurft að leika niður fyrir mig í aldri – og
draga inn magann,“ segir hún sposk.
Hlutverk Margrétar Helgu í Fjölskyldunni er krefjandi,
hún er inni á sviðinu alla fjóra tímana sem sýningin
stendur. Konan, sem vitnað var til hér að ofan, hafði ein-
mitt áhyggjur af þessu. „Ertu nokkuð að ganga of nærri
þér, elskan?“ Margrét Helga viðurkennir að hlutverkið
taki á, það taki tíma að ná sér niður eftir sýningar. En
það sé sannarlega þess virði. „Ég þori samt ekki að
mæla í mér blóðþrýstinginn strax eftir sýningu.“
Næstu hlutverk Margrétar Helgu eru í Gauragangi í
Borgarleikhúsinu í mars og sakamálaþættinum Rétti
sem Stöð 2 sýnir á nýju ári.
Óvænt dánarfregn
Ágústa Eva hefur mörg járn í eldinum líka. Í sumar lék
hún í annarri kvikmynd, Kurteisu fólki eftir Ólaf Jóhann-
esson. Það mun hafa verið mjög skemmtileg vinna. „Ég
hef rosamikla trú á þeirri mynd.“
Á dögunum tók hún ásamt austurríska lista-
mannahópnum gELITIN þátt í að opna listahátíð í Tórínó.
Þá er hún að fást við að búa til tónlist og syngja meðal
annars með sjálfum Megasi.
En hvað ætli sé að frétta af hliðarsjálfi hennar, Silvíu
Nótt?
„Hún er dáin,“ upplýsir Ágústa Eva eins og ekkert sé.
„Er hún Silvía dáin?“ spyr Margrét Helga agndofa. Sú
tápmikla snót er henni bersýnilega harmdauði.
„Ég var mikill aðdáandi Silvíu,“ heldur Margrét Helga
áfram þegar hún er búin að ná andanum. „Ég hef alltaf
dáðst að hugrökkum leikurum og leiðst „geðslegir“ leik-
arar eins og Bríet heitin Héðinsdóttir var vön að kalla
leikara sem reyna að geðjast salnum.“
Þegar gengið er á Ágústu Evu viðurkennir hún að Silvía
Nótt sé kannski ekki endanlega farin á fund feðra sinna.
„En það eru engin plön fyrir hana. Við notuðum Júróv-
isjón-tækifærið til að sprengja Silvíu framan í þjóðina.“
Því fer fjarri að þjóðin hafi gleymt Silvíu Nótt. Alltént
segir Ágústa Eva fólk iðulega spyrja sig frétta af henni.
„Síðast í gærkvöldi hitti ég nokkra krakka sem sögðust
alltaf hafa staðið með mér enda þótt foreldrar þeirra
hefðu haft skömm á Silvíu. Það er gaman að hún skuli
enn eiga aðdáendur.“
Ég má til með
að þakka þér!
umkennanlegir og það er alltaf fróðlegt að sjá inn í svo-
leiðis týpur.“
„Já, þeir eru með fingraför á sálinni, blessaðir,“ bætir
stalla hennar við.
Leikið marga morðingja
Margrét Helga var hvergi smeyk að leika þessa grimmu
og bitru konu. „Blessaður vertu, ég er búin að leika alla
kvenmorðingja á Íslandi. Agnesi Magnúsdóttur, Stein-
unni í Svartfugli og Láru í Degi vonar. Það má segja
margt um Bjarnfreði en morðingi er hún ekki.“
„Nema þá sálarmorðingi,“ skýtur Ágústa Eva inn í.
Hún var heldur ekki hrædd við að taka hlutverkið að
sér. Raunar færist kunnuglegur prakkarasvipur yfir
andlit Ágústu Evu þegar þetta ber á góma. „Mér finnst
alltaf skemmtilegast að leika vonda kallinn,“ segir hún
skælbrosandi.
Báðar bera leikkonurnar leikstjóra myndarinnar,
Ragnari Bragasyni, vel söguna. „Raggi er yndislegur
leikstjóri, einn af mínum uppáhalds,“ segir Margrét
Helga. „Hann er skemmtileg blanda af ungum prakkara
og þroskuðum manni, allt að því afalegum.“
Hún ber einnig lof á Jón Gnarr, sem fer sem fyrr með
hlutverk Georgs. „Það er gaman að vinna með Jóni.
Hann er spennandi einstaklingur. Vel gefinn og mikill
pælari.“
Raunar segja þær sama hvar borið er niður í hópnum.
Allir séu fagmenn fram í fingurgóma. „Allt teymið sem
að þessu hefur staðið er frábært. Það var eins og að
Morgunblaðið/Ómar
koma heim til sín að mæta í tökur. Svo vel leið manni.
Menn hafa lagt mikið á sig og geta verið stoltir af út-
komunni. Hún er öllum aðstandendum til sóma,“ segir
Margrét Helga.
Þess má geta að barnabarn Margrétar Helgu, Sara
Margrét Nordahl, leikur Ylfu, barnsmóður Daníels, í
þáttunum og myndinni.
Njósnað bak við tré
Eins og gefur að skilja voru Ágústa Eva og Margrét Helga
ekki saman í tökum og höfðu raunar lítið hvor af ann-
arri að segja. „Ég njósnaði reyndar einu sinni um þig
bak við tré,“ upplýsir Ágústa Eva. „Það er mjög þægi-
legt að glíma við svona vel undirbúinn karakter. Svolít-
ið eins og að setja saman húsgögn úr IKEA.“
Ekki eru áform um að herma frekar af Bjarnfreði.
Hvorki á skjánum né tjaldinu. Margrét Helga kveðst
ekki eiga eftir að sakna hennar. „Það líður varla sá dag-
ur að ekki sé minnst á Bjarnfreði við mig. Ég lék í sjötíu
þáttum af Mæðgunum með Eddu Heiðrúnu í Ríkissjón-
varpinu og áreitið var ekkert í líkingu við þetta. Það
virðast allir þekkja Bjarnfreði. Auðvitað fylgir þetta því
að leika í vinsælum þáttum en það verður gott að leggja
þennan ágæta karakter til hvílu.“
Ágústa Eva er á öðru máli. „Ég mun sakna Bjarn-
freðar. Mér finnst hún skemmtileg,“ segir hún og horfir
í augun á stöllu sinni.
Margrét Helga horfir á móti, brosir og segir: „Þú hef-
ur líka þinn húmor.“
Leikkonurnar Margrét
Helga Jóhannsdóttir og
Ágústa Eva Erlendsdóttir
eru góðar vinkonur.