SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Qupperneq 24

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Qupperneq 24
24 20. desember 2009 Á sdís Rán eyðir jólunum hér á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni. Hún býr í Búlg- aríu ásamt eiginmanni sínum, Garðari Gunnlaugssyni knattspyrnumanni, og börnum þeirra. Garðar hefur starfað þar sem at- vinnumaður í knattspyrnu og Ásdís Rán er dálka- höfundur fyrir OK magazine í Búlgaríu, sinnir þar módelstörfum og nýtur mikillar velgengni. Engin prímadonna Ásdís Rán er fyrst spurð hvenær hún hafði ákveðið að verða fyrirsæta. „Það hvarflaði ekki að mér þegar ég var stelpa að ég myndi fara út í fyrirsætubransann af því mér fannst ég ekkert sérstaklega falleg,“ segir hún. „Ég er fædd á Eg- ilstöðum og þar leið mér vel. Ég var mikið nátt- úrubarn, sönn sveitastelpa og pældi ekkert í út- liti, var bara í fótbolta. Mér líður alltaf best úti í náttúrunni og ég keypti mér íbúð í Vatnsend- anum af því það er svo fallegt þar. Ég upplifi mikinn innri frið í náttúrunni við að ganga á fjöll og skoða dýrin. Ég flutti til Reykjavíkur þegar ég átti að fara í áttunda bekk og kom í bæinn sem sveitapía. Ég leit ekki út eins og Reykjavík- urkrakkarnir, var bara í jogginggalla og spilaði fótbolta. Í bænum voru miklir töffarar og ég gerði mér grein fyrir því að ég myndi ekki lifa lengi af í þessu umhverfi nema ég breytti mér. Ég gerði það og fór að fá athygli út á útlitið sem ég hafði aldrei pælt í. Smám saman fékk ég svo áhuga á fyrir- sætustörfum og fimmtán ára byrjaði ég að sitja fyrir á ljósmyndum.“ Ákvaðstu þá strax að þú ætlaðir að ná langt? „Það er alveg sama hvað ég geri, ég ætla mér alltaf að ná langt. Ég hef alltaf verið gríðarlega metnaðargjörn. Ég er mjög sterk. Það er fátt sem hræðir mig. Hvað sem ég hefði tekið mér fyrir hendur, hvort sem ég væri fyrirsæta, læknir eða lögfræðingur, þá hefði ég alltaf stefnt á toppinn. Ástæðan fyrir því að flestir ná ekki á toppinn er sú að þeir gefast upp á miðri leið. Ég ákvað að gera það ekki. Það er alveg sama hvað gerist, ég held alltaf áfram. Ég er mjög stolt og ég læt engan Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is brjóta mig niður. Ég vil ekki að neinn hafi þau áhrif á mig. Ég hef mikið sjálfstraust og hef mikla trú á hæfileikum mín- um. Ég veit að ég get skapað fal- lega og góða hluti. Margir halda að ég líti á sjálfa mig eins og ég sé fal- legust og best. Það er ekki þannig. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég hef mína galla en ég veit samt að ég er mjög hæfileikarík ung kona.“ Hvaða eiginleikar komu þér á topp- inn? „Ákveðni, metnaður, listrænir hæfileikar og að sjálfsögðu útlitið. Þetta þarf allt að vinna vel saman.“ Ertu prímadonna? „Nei, það er ég ekki. Ég er vissulega vön ýmsum fríðindum og fólk kemur fram við mig á vissan hátt. Í vinnu minni verð ég að setja ákveðin skilyrði til að geta skapað það besta. Ég gæti auðveldlega labbað inn í myndatöku og sagt við ljósmyndarann: „Taktu bara einhverjar myndir af mér“ og farið í viðtal og sagt við blaðamanninn: „Taktu bara einhvern veginn viðtal.“ En ef ég ynni þannig sæti ég uppi með eitthvað sem ég væri óánægð með. Allt sem ég geri er skipulagt frá upphafi til enda. Ég er mjög hörð á að allt sé gert eftir mínu höfði í myndatökum og viðtölum svo það komi sem best út. Þetta er allt hluti af því að skapa sem besta og áhugaverðasta söluvöru úr sjálfri mér. Svo skiptir líka gríðarlega miklu máli hæfileikinn til að geta metið eftirspurn, lesið fólk og áttað sig á hvað hittir í mark í ólíkum löndum.“ Umtal er nauðsynlegt Þú ert umdeild kona. Tekurðu slúðursögur og illt umtal nærri þér? „Nei, en auðvitað getur sumt verið sárt. Umtal skapast alltaf um alvörustjörnur, hvort sem það Ég verð aldrei útrunnin vara M or gu nb la ði ð/ G ol li Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er örugglega umtalaðasta kona landsins. Þessi ákveðna og viljasterka unga kona fer óhikað eigin leiðir. Allt sem hún gerir vekur athygli og tugþúsundir lesa reglulega pistla hennar á Pressunni. Í viðtali ræðir hún um ferilinn, einkalífið, illt umtal og framtíðina.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.