SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Qupperneq 28
28 20. desember 2009
M
amma, mamma, ég er kominn heim,“ hrópaði
Askasleikir. Hann var á fleygiferð á toppi Esj-
unnar og stefndi á ljósin í Reykjavík. Við vor-
um varla lentir þegar hann hoppaði út úr þyrl-
unni og hljóp af stað. „Hvaðan kemur eiginlega þessi
jólasveinn?“ heyrðist í Benóný Ásgrímssyni, flugstjóra hjá
Gæslunni.
Jólin 1987 voru að koma og við áttum eftir að taka jóla-
myndina á forsíðu Morgunblaðsins. Það hefur alltaf verið
mikið lagt upp úr því að hafa góða og stóra mynd í aðfanga-
dagsblaðinu, mynd sem gleður lesendur og börnin á jólunum.
Við höfðum verið að vandræðast með hvað við ættum að
gera fyrir forsíðuna, vorum að bíða eftir snjónum. Allt var
marautt.
Ákveðið var með samþykki ritstjóranna, Matthíasar og
Styrmis, að leigja þyrlu í stutt flug upp á Esjuna og sjá ljósin í
bænum sem bakgrunn. Það varð að fá jólasveina í snatri.
Hringt var í Ketil Larsen sem er foringi jólasveinanna á Ís-
landi og hefur skemmt Íslendingum í fjölda ára. Ketill var
beðinn að útvega jólasveina, okkur vantaði þrjú stykki. „Það
er vonlaust, ég kem bara einn, hinir eru uppi í fjalli,“ svaraði
Ketill. Nú voru góð ráð dýr, það varð að bjarga þessu í einum
grænum áður en dimmdi of mikið. Myndina varð að taka í
ljósaskiptunum.
Það varð úr að fá lánaða búninga hjá sjónvarpinu og redda
tveimur jólasveinum.
Það komu engir upp í hugann nema Árnarnir tveir, Sæ-
berg og Johnsen. Það þurfti ekki að farða þá. Þeir voru eig-
inlega flottari svona spariklæddir.
Allt var klárt. Menn drifu sig út á flugvöll og litla þyrla
Landhelgisgæslunnar gerð klár í jólasveinaflug. Við höfðum
keypt kyndla og fengið leyfi til að nota neyðarblys ef kyndl-
arnir yrðu of daufir sem lýsing.
„Ketill, spenntu beltið!“ sagði Skyrgámur Johnsen. „Við
erum að fara í loftið.“
Ekkert svar.
„Ketill, spenntu beltið!“
Ekkert svar.
„Keeeetilll, spenntu beltið. Við erum að fara á loft.“
„Ég heiti ekki Ketill, ég heiti Askasleikir.“
„Nú jæja, Askasleikir, spenntu beltið!“
„Ekkert mál, það er spennt.“
Það var hávaðarok uppi á Esjunni og Askasleikir herti
hraðann og stefndi fram af Esjunni. Allt í einu kom skeiðandi
út úr rökkrinu jólasveinn númer tvö, Skyrgámur Johnsen.
Hann hafði stokkið út úr þyrlunni á eftir honum, sá hvert
stefndi og náði að grípa í öxlina á Askasleiki áður en hann
hljóp fram af Esjunni. Það var eins gott, við vorum ekki bún-
ir að taka myndina.
Við reyndum að ná mynd á toppi Esjunnar en það var of
hvasst, blysin loguðu ekki. Við ákváðum þá að færa okkur á
Úlfarsfellið, þar væri kannski minni vindur.
Við færðum okkur í snatri á Úlfarsfellið, þar vorum við í
skjóli af Esjunni og allt gekk eins og í sögu. Kyndlarnir voru
að brenna upp og við ætluðum að reyna að taka eina mynd
með neyðarblysunum. Það var þá sem óhappið gerðist.
Askasleikir og Skyrgámur voru eitthvað að fikta í neyð-
arblysunum, allt í einu kom hvellur og blysið sprakk í hönd-
unum á Askasleiki með ógurlegum hvelli og fór beint í haus-
inn á Skyrgámi Johnsen. Skyrgámur harkaði af sér eftir að
hafa staðið eins og blys í smástund meðan skeggið logaði
stafnanna á milli. Það var ekki sjón að sjá Skyrgám. Skeggið
var svart öðrum megin og augað hálflokað.
Brunað var í bæinn, beint upp á slysavarðstofuna. Lítil
stelpa fór að hágráta þegar tröllvaxinn jólasveinn með svart
skegg öðrum megin og hvítt hinum megin kom æðandi inn
um dyrnar og hélt um augað.
„Nafn?“ spurði konan í búrinu á slysavarðstofunni.
Stelpufælir, svaraði ég. Henni fannst það ekkert fyndið og
ekki jólasveininum heldur.
Gert var að auganu í snatri. Það hafði ekki skaddast mikið,
smábrunablettur sem myndi gróa á tveimur dögum. Skyr-
gámur þakkaði fyrir og óð út af slysavarðstofunni, hafði ekki
áttað sig á því að hann var enn með skeggið á sér. Á biðstof-
unni sat lítill prakkaralegur fjögurra eða fimm ára strákur
með gat á höfðinu. „Mamma, mamma, sjáðu jólasveininn.
Hann er með eitt auga. Er þetta jólasveinninn sem gaf mér
kartöflu í skóinn? Ég henti henni út um gluggann, mamma.
Kannski henti ég kartöflunni í augað á honum? Gott á
hann.“
„Kannski er þetta bara Grýlu að kenna,“ svaraði mamm-
an.
Myndin af jólasveinunum með kyndlana birtist yfir hálfa
forsíðuna, þar sem Morgunblaðið óskaði landsmönnum
gleðilegra jóla. Neyðarblysin voru of rauð og Skyrgámur með
augað í pung, þannig að sú mynd var ónothæf.
Myndin af jólasveinunum í Piper Cub-flugvél hér í opn-
Skíð-
logaði í
Skyrgámi
Sagan bak við myndina
Ragnar Axelsson rax@mbl.is