SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Síða 29

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Síða 29
20. desember 2009 29 unni var líka hugsuð til að gleðja börnin fyrir jólin 1989. Nú kæmu þeir í bæinn á flugvél. Aftur varð að finna jólasveina og fá lánaða búninga hjá sjónvarpinu. Það var auðsótt mál, fann tvo strax, góðan vin okkar Pál Halldórsson, þyrluflug- stjóra hjá Gæslunni, og Árna Sæberg í annað sinn. Páll er betur þekktur fyrir annað en að leika jólasvein. Stórkostleg- ur maður sem hefur bjargað mörgum mannslífum í sjáv- arháska og öðrum illviðrum á landinu, eins og Benóný Ás- grímsson. Þegar flestir fara helst ekki út úr húsum sínum eru þeir Gæslumenn að bjarga mannslífum af æðruleysi sem fáum er gefið. Páll var virðulegur þótt hann væri í jólasveinabúningi. Það var Árni Sæberg líka. Ekki var laust við að þeir félagar hefðu lúmskt gaman af þessu uppátæki. Árna klæjaði óskaplega, ég ætla ekki að segja hvar. Við fórum í loftið á Tungubökkum og flugum hlið við hlið. Flugið tók um hálftíma, það var ískalt að fljúga í opinni vél- inni í frostinu. Þeir félagar Árni og Páll áttu í mesta basli að sjá út, skeggið fauk alltaf í augun á þeim. Það var límt fast svo það fyki ekki af þeim. Í aðfluginu að Tungubakkaflugvelli töluðu þeir félagar um það sín á milli að kæmi eitthvað fyrir og þeir þyrftu að nauð- lenda yrðu þeir að hlaupa í burtu. Það væri fáránlegt ef rannsóknarnefnd flugslysa kæmi að þeim í jólasveinabún- ingum. Það heyrðist ekki í þeim en hláturrokurnar sáust á hreyfingu vélarinnar í aðfluginu. Félagarnir voru eins og tveir kláðamaurar þegar þeir stigu út úr flugvélinni og klóruðu sér alls staðar, aðallega í skegg- inu, þar klæjaði þá mest.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.