SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Qupperneq 31

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Qupperneq 31
20. desember 2009 31 M argt er frábrugðið því sem gerist annars staðar í íslensku jólahaldi, en hins vegar má finna margt sameiginlegt með því sem hér er gert og gerist í ná- grannalöndunum. Grýla á sér víða systur og annars staðar má finna dæmi um verur, sem koma til byggða þegar jólin nálgast og hverfa síðan aftur þegar sólargang tekur að lengja á ný. Það er heldur ekki tilviljun að jól ber upp á sama tíma og vetrarsólstöður fyrir kristni. Há- tíð til að fagna endurfæðingu jarðar varð að hátíð til að halda upp á fæðingu Jesú. Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, talar um jólahaldið, jólasiði og uppruna þeirra í samtali við Sunnudagsmoggann. Hann segist stundum hafa verið vændur um að gefa í skyn að þeir siðir, sem finna megi á Íslandi, séu allir erlendir og bætir við að það sé fjarri lagi. Hann segir að Ísland hafi frá upphafi verið fjölmenningarsamfélag, innflytj- endasamfélag og „náttúrlega koma hefðirnar annars staðar frá“, en nú sé „þetta náttúrlega allt orðið séríslenskt“. Frásögn Terrys af því hvernig síðar hefur verið hringlað með jólin segir sína sögu um það hvað tímasetning þeirra er tilviljunarkennd án þess að þar sé með nokkrum hætti dregið úr hátíðleika þeirra eða tilefninu. Terry segir að lengd jólahátíðarinnar – að telja 13 daga fyrir og eftir jól – tengist breytingum á dagatalinu. „Samkvæmt júlíanska dagatalinu var árið of stutt og lengsta nótt var komin á 13. desem- ber, sem sums staðar í Noregi og Svíþjóð er enn kölluð Lusselangenatt út af þessu,“ segir Terry. „1582 tilkynnti Páfagarður að 13 dögum yrði sleppt og gregoríska tímatalið tekið upp. Þessi breyting náði hingað um 1760. Þetta ruglaði bændur í ríminu. Allt í einu voru komnar tvær hátíðir og 13 dagar á milli, haldið var upp á jól og síðan aftur þrettándann. Á sumum eyjum Hjaltlands halda menn enn upp á gömlu jól, sem eru tólf dögum seinna. Þetta voru jólin þeirra og þeir treystu ekki ein- hverri ríkisstjórn í London til að ákveða hvenær jólin ættu að vera. Þetta var einnig svona hér og víðar, talað var um gömlu jól og nýju jól. Spurt var hvort stjórnvöld mættu ákveða hvað væri heilagt og hvað ekki með því að breyta dagsetningum.“ Strax á þessum tíma var geðþóttaákvörðunum fjarlægs stjórnvalds tekið með varúð og tortryggni, en þá var líka auðveldara að halda sínu striki óáreittur. Það hefur fylgt jólahaldi hér á landi að sumir sjómenn hafa sótt sjóinn á þeim tíma, fjarri fjölskyldu og vinum. Þannig er um Óskar Örn Guðmundsson, sem varð sjómaður strax á unglingsaldri og hefur oft verið á hafi úti um jólin. Í samtali við Skapta Hallgrímsson lýsir hann því að jólatúrinn hafi verið engum líkur, honum hafi fylgt blendnar tilfinningar og stemningin verið önnur strax fyrir brottför: „Ætt- ingjarnir pössuðu upp á að kveðja mann og óska gleðilegra jóla; komu jafnvel niður á bryggju. Fólk sem kvaddi mann aldrei annars!“ Sjómennskan hefur löngum mótað þjóðarkarakterinn og Íslendingar mega ekki gleyma þessum uppruna sínum, síst um jólin. Og það er skemmtilegt að heyra lýsingu Óskars á stemningunni um borð úti á reginhafi, allir urðu einhvern veginn betri menn og þá var ekk- ert þras: „Þetta var eini túrinn á árinu sem maður skammaði ekki kokkinn!“ Séríslenskir siðir úr öllum áttum „Ferðalögin hafa sannað fyrir mér enn og aftur að samskiptin við fólkið eru dýrmætust alls, gömul vinátta og ný.“ Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur sem les grimmt upp úr endurminningum sínum þessa dag- ana. „Mannleg tilvist er aldrei jafn berskjölduð og þegar sprengikúlurnar þjóta um loftin.“ Sindri Freysson rithöfundur sem segir stríð kjörinn vettvang skáld- sagna. „Þetta var eins og að vakna með andfæl- um af vondum draumi.“ Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, sem varð fyrir líkamsárás um liðna helgi, þar sem nef og tennur brotnuðu. „Þetta er erfiðasta verkefnið sem ég hef tekist á við. Því þótt þetta sé bara lítil bók er Guð svo óend- anlega stór.“ Elísabet Jökulsdóttir sem ákvað með aðeins tíu daga fyrirvara að gefa út bók fyrir jólin. „Þegar maður semur svona sögu þá er maður eiginlega blóðugur upp fyr- ir axlir því maður er búinn að henda út svo mikið af atgervismönnum og konum þannig að ég frem ekki fleiri ódæði að sinni.“ Jónas Knútsson sem skrásett hefur kvik- myndasögu Bandaríkjanna. „Þegar Ronnie og ég fluttum inn hlógu vin- ir mínir og sögðu að ég væri eins og prinsessa sem væri læst inn í turni. Ég væri föst þar með illgjörnum púka- kóngi.“ Hin tvítuga Ekaterina Iv- anova sem sagt hefur skilið við Ronnie Wood, hinn 62 ára gamla gít- arleikara Rolling Stones. Ummæli vikunnar hluta sjálfstæðismanna fyrir vinstri meirihluta. Ekki nema gott um það að segja. Til þess er leikur lýðræðisins gerður að kjósandinn geri þær breytingar sem honum hentar. Hitt er annað mál að þessi tilraun er að verða Álftnesingum dýr- keypt. Bæjaryfirvöldin sem tóku við Álftanesi árið 2006 segja að við sig sé ekki að sakast. Bankahrunið sé hinn raunverulegi bölvaldur. Auðvitað er þessi skýring ekki algjörlega út í blá- inn. Bæjaryfirvöldin ákváðu að taka þátt í hinum tryllta dansi. Þau tóku stór erlend lán til að sanna fyrir íbúum sveitarfélagsins að þar færu nú framsýnir framkvæmdamenn, sem væru jafn- líklegir til afreka og þeir sem helst þóttu slá í gegn í þann tíð. Þegar hin íslenska króna lagaði sig að nýjum efnahagslegum veruleika fóru skuldir Álftaness upp í stóru stökki. En bæjaryfirvöldin geta þó ekki skýlt sér með trúverðugum hætti á bak við bankakreppuna. Hún fór nefnilega ekki fram í því sveitarfélagi sérstaklega. Það sést best þegar horft er yfir hreppamörkin til austurs. Þar er Garðabær. Honum var einnig stjórnað á tímum þegar mikill efnahagslegur afturkippur varð í landinu. En þeir sem þar héldu á málum fóru öðruvísi að. Þar hafa menn greitt niður skuldir meðan aðrir hafa verið í hópi safnara. Þess vegna verður íbúum í því sveitarfélagi ekki sendur óvelkominn reikn- ingur inn um þeirra lúgur. Dæmin sanna því að það skiptir máli hverjir stjórna í sveitarfélögum. Það væri þó of ódýrt að slá því föstu að mál af þessu tagi fylgi beint og blint stjórnmálalegum línum. Auðvitað er fjöldi grandvarra og ábyrgra sveitarstjórnarmanna til og koma þeir úr ólíkum flokkum. Og hinir, sem rétt væri að treysta var- lega, finnast einnig í öllum flokkum. Þessi dæmi hins vegar sanna hitt, að það getur enn skipt máli fyrir hag og heill íbúa í sveitarfélagi hverjir halda þar um stjórnartauma. Því er bersýnilega ekki enn óhætt að sleppa því að kjósa til sveit- arstjórna á Íslandi. Morgunblaðið/Ómar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.