SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Síða 32
32 20. desember 2009
S
ú tíð er liðin að stjórnendur fyrirtækja í Dan-
mörku líti á strangar umhverfiskröfur stjórn-
valda sem illa nauðsyn sem hefði verið betra að
vera án. Þvert á móti hafa þeir uppgötvað að
vegna þeirra hafa dönsk fyrirtæki forskot á fjölmörgum
sviðum í alþjóðlegri samkeppni. Þetta segir Axel Bendt-
sen, séfræðiráðgjafi hjá dönsku Umhverfisstofnuninni
(Miljøstyrelsen), en hann vinnur náið með atvinnulífinu.
Blaðamaður er staddur í Kaupmannahöfn í aðdrag-
anda loftslagsráðstefnunnar til að kynna sér stöðu
danskra fyrirtækja í umhverfisgeiranum þegar alþjóðleg
fjármálakreppa þrengir að rekstrarskilyrðum allrar at-
vinnustarfsemi. Danir líta á sjálfa sig sem leiðandi þjóð í
umhverfistækni, og ætla sér að verða enn stærri í þeim
efnum að sögn Bendtsens. „Þetta er orðin gríðarstór út-
flutningsvara fyrir landið,“ segir hann. „Í fyrra nam út-
flutningur Dana á tæknilegum umhverfislausnum 160
milljörðum danskra króna (um 4.000 milljarðar ís-
lenskra). Og möguleikarnir á að selja eru ennþá meiri.“
Umhverfislausnirnar sem Bendtsen vísar til eru t.d.
frárennsliskerfi, vatnshreinsikerfi, vindmyllur, ný kyn-
slóð eldsneytis og svo má lengi telja. Allar eiga lausnirnar
það sameiginlegt að falla undir „cleantech“ – hreina
tækni. Palle Weidlich, verkefnisstjóri hjá Væksthus, sem
er stofnun á vegum viðskipta- og atvinnumálaráðuneyt-
isins og liðsinnir sprotafyrirtækjum, hefur einmitt tölu-
vert af „cleantech“-fyrirtækjum að segja. Hann segir um
800 fyrirtæki skilgreind sem slík í Danmörku. Þar af eru
200 sem eru á því stigi að teljast til sprotafyrirtækja, þ.e.
eru með frá einum og upp í 30-40 starfsmenn. Þá eru
ótalin önnur fyrirtæki í umhverfisgeiranum, s.s. ráð-
gjafar-, matvöru- og iðnaðarfyrirtæki sem framleiða
umhverfisvænar vörur.
„Það hefur mikið gerst í tækniþróun á umhverfissvið-
inu síðustu ár samfara því að menn taka loftslagsbreyt-
ingarnar alvarlega,“ segir Weidlich. „Þetta hefur höfðað
til fyrirtækja sem reyna að nýta sér þennan áhuga og æ
fleiri mennta sig í umhverfisfræðum. Því spretta mjög
margar hugmyndir úr háskólasamfélaginu sem síðar
geta orðið að umhverfisvænni vöru eða þjónustu.“
Hann segir að smæð slíkra fyrirtæki dragi ekki úr mik-
ilvægi þeirra. „Menn hafa séð með rannsóknum síðustu
ár að sprotafyrirtæki standa fyrir 30-40% allra nýrra
starfa sem verða til í Danmörku. Hin fjölmörgu litlu fyr-
irtæki eru því gríðarlega mikilvæg enda höfum við séð að
einmitt þau hafa fleytt Danmörku yfir erfiðleika og fjár-
hagslegar kreppur í gegnum tíðina. Þessi atvinnu-
samsetning er allt öðruvísi en t.d. í Svíþjóð og Noregi þar
sem stór en fá fyrirtæki skipta miklu máli fyrir atvinnu-
lífið í landinu. Ef eitt slíkt fyrirtæki hverfur er allt landið
í vanda.“
Róðurinn erfiður í byrjun
Hjá Umhverfisstofnun bendir Bendtsen á að áhugi
danskra fyrirtækja á umhverfismálum komi ekki síst til
af hagnaðarvoninni. „Það hefur komið í ljós að dönsk
Græða á
grænni framtíð
Það er góður „bisness“ í umhverfismálunum, segja tveir danskir
sérfræðingar sem starfa náið með atvinnulífinu þar í landi. Þeir
ganga jafnvel svo langt að segja að markviss umhverfisstefna fyr-
irtækja sé afgerandi fyrir það hvort fyrirtæki muni lifa af alþjóðlega
samkeppni í fjármálakreppunni sem nú ríkir á Vesturlöndum.
Umhverfismál
Bergþóra Njála
Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Fyrirtæki Lasse Ramskov, Altiflex, starfar innan byggingariðnaðarins og
býður nýja aðferð til að loka nýbyggingum meðan þær eru enn í byggingu
með margnota einingakerfi. Í stað plasts í glugga- og hurðargötum eru
notaðar plötur úr gegnsæjuum polycarbonatplötum, sem einnig má nota
í stillansa, skilveggi og öryggisgrindverk. Kerfið er mun ódýrara en hefð-
bundnar aðferðir því sá sem byggir leigir það einfaldlega af Altiflex sem
nýtir það aftur og aftur, allt niður í smæstu skrúfur. Að auki sparar það
50 - 60% í hitunarkostnaði, miðað við hefðbundnar aðferðir. Ramskov
dregur heldur ekki dul á að það er sparnaðarvonin sem fyrst og fremst selur kerfið, en ekki endi-
lega hversu umhverfisvænt það er. „Hins vegar höfum við nýlega undirritað stóran samning við
steinullarframleiðandann Rockwool um sameiginlega markaðssetningu þar sem kynntar verða
hugmyndir um umhverfisvænar og sjálfbærar byggingar. Og í því samhengi er umhverfisvæn
ímynd okkar afar mikilvæg.“ Ramskov bindur miklar vonir við samninginn en samkvæmt honum
á Altiflex að auka markaðshlutdeild sína í Danmörku úr 2,2% í 8,6% innan tveggja ára sem þýddi
veltu upp á um hálfan milljarð íslenskra króna. Þetta er mikill vöxtur því í dag eru starfsmenn fyr-
irtækisins ekki nema rúmlega 20, en aðeins eru þrjú ár frá því að það hóf að leigja út eininga-
kerfið. Salan á lausninni hefur rokgengið á þeim tíma því af þeim rúmlega 140 tilboðum sem
Altiflex hefur gert hefur 112 verið tekið. Áhuginn hefur aukist enn frekar í fjármálakreppunni og
fyrirtækið hyggst núna færa út kvíarnar bæði til Jemen og Ástralíu, auk þess sem önnur lönd eru
í sigtinu. „Við höfum grætt mikið á því hvað allir eru uppteknir af því að spara peninga núna. Og
með stöðugt stífari umhverfiskröfum á ég bara von á að áhuginn aukist enn meir.“
Áhuginn aukist í fjármálakreppunni
„Vissulega hefur fjármálakreppan gert okkur mikla skráveifu,“ segir
Nils Ole Ellegaard, framkvæmdastjóri danska vatnsfyrirtækisins
Microdrop. „Í byrjun ársins gerðum við stefnumótunarsamning við
stórt, fjármögnunarfyrirtæki en þegar á hólminn kom dró það sig út úr
samningnum.“ Microdrop selur hreinsikerfi sem byggir á síum sem
sprengja vatnsdropana sem leiðir til þess að arsen og önnur meng-
andi frumefni skiljast úr vatninu. Engum tilbúnum hreinsiefnum er
blandað í það. Kerfið er sparneytið á orku auk þess sem það er mun
ódýrara en hefðbundin vatnshreinsikerfi þar sem dýr búnaður og tilbúin efni eru notuð. Fyrir-
tækið var stofnað árið 2004 og hefur níu starfsmenn en stefnir hátt enda segir Ellegaard
gríðarmikinn áhuga á lausninni út um allan heim. „Við höfum gert viðskiptaáætlun sem gerir
ráð fyrir því að árið 2014 verði velta fyrirtækisins um 500 milljónir danskra króna. Verði það
að veruleika þurfum við að ráða mörg hundruð starfsmenn til viðbótar.“ Til að geta fylgt þess-
um áætlunum eftir þarf fyrirtækið um 10 milljónir dollara sem m.a á að nota í markaðs-
setningu, vottunarferli og tölvulíkön af kerfinu. Gangi sú fjármögnun eftir, hvort heldur er
vegna nýrra fjárfesta eða vegna aukinnar sölu, segir Ellegaard framtíðina bjarta enda á fyrir-
tækið í samningaviðræðum við vatnsveitufyrirtæki víða um heim. „Stjórnvöld hafa hert kröfur
um hámarksmagn arsens í drykkjarvatni sem er mjög gott fyrir okkar starfsemi. Fólk sýnir
lausninni þó ekki síður áhuga vegna þess að hún er ódýr. Það er lík ljóst að umhverfi og vatn
er talið mun betri fjárfestingarkostur í dag en t.d. olía. Við erum ekki nærri því búin að kom-
ast fyrir horn í okkar starfsemi, en vonumst til að það verði innan skamms.“
Stefna að margföldun veltu á fimm árum