SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Síða 33

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Síða 33
20. desember 2009 33 „Umhverfismálin þvinga fyrirtæki til að hugsa öðruvísi en áður, einnig okkur sem hefur leitt til jákvæðra breytinga,“ segir Eric Permild, stofnandi Cleanfield, sem starfar við hreinsun á olíublautum jarð- vegi. Í stað hefðbundinna aðferða þar sem jarðveginum er skipt út fyrir nýjan með tilheyrandi förgunarvandamálum hefur Cleanfield þró- að aðferð til að hreinsa jarðveginn með aðferðum náttúrunnar sjálfr- ar. Örverum sem eru fyrir í jarðveginum er fjölgað þannig að niðurbrot náttúrunnar verður hundruðfalt hraðara en hefði annars verið. Cleanfield var stofnað árið 2000 og hefur á að skipa um 10 föstum starfsmönnum yfir vetrartímann en á sumrin fjölgar þeim upp í 30 - 40. Permild útskýrir að fyrir nokkrum mán- uðum hafi nýr, stór fjárfestir keypt 49% hlut í fyrirtækinu. „Ég held að það hafi skipt máli fyrir hann að við bjóðum upp á umhverfisvæna lausn. Hann er nógu stór til að geta verið án okkar en hann hefur trú á að hann muni hagnast á samstarfinu.“ Hann segir að fyrir viðskiptavinina skipti sennilega þó mestu að lausnin er ódýrari en aðrar. Permild segir framtíð fyrirtækisins bjarta. „Í augnablikinu erum við að koma á samstarfi við fólk í Póllandi, Rússlandi og Ísrael og horfum einnig til Líbýu, Þýskalands og Kína. Áður höfum við töluvert unnið í Eystrasaltsríkjunum, Finnlandi og Rússlandi. Ég uppgötvaði fljótt að hægt er að sækja styrki til Evrópusambandsins fyrir slík hreinsunarverkefni, sem er frá- bært því þá er búið að tryggja greiðslur. Og það skiptir gríðarlegu máli í fjármálakreppu eins og núna að hafa örugga greiðendur. Eins er stöðugt lögð meiri áhersla á umhverfismál í al- þjóðlegu samhengi og við eigum von á því að það muni gagnast okkur.“ Öruggir greiðendur mikilvægir Að landa stórum rammasamningi við ríki og sveitarfélög um afhendingu skrifstofuhúsgagna og -innréttinga er mikils virði, ekki síst á tímum fjár- málakreppu. Það gerði Kinnarps í Danmörku í haust og þakkar þann ár- angur ekki síst áratugalangri umhverfisstefnu. „Kinnarps byrjaði snemma að hugsa út í þessi mál, bæði til að vernda umhverfið og einnig til að draga úr framleiðslukostnaði,“ segir Søren Stryhn sölustjóri. Kinn- arps í Danmörku er dótturfélag, en húsgagnaframleiðslan fer fyrst og fremst fram í Svíþjóð. Fyrirtækið starfar í 36 löndum og er með um 2000 starfsmenn. Stryhn segir stærð fyrirtækisins ekki síst umhverfisstefnunni að þakka enda aukist áhugi manna á umhverfismálum jafnt og þétt. Undir það tekur Rose-Maria Poll markaðsstjóri, en fleira komi til. „Fyrirtæki, sérstaklega innan ESB, eru farin að finna fyrir strangari lagasetn- ingu en strax árið 2010 eiga 50% af opinberum innkaupum að vera „græn“. Að auki eigi 1000 stærstu fyrirtækin í Danmörku að standa skil á sk. „grænu bókhaldi“ þar sem fram kemur hve mikil losun gróðurhúsalofttegunda er samfara starfsemi þeirra. Eins og aðrir hefur Kinnarps fundið fyrir samdrætti í eftirspurn, sérstaklega í einkageiranum, eftir að fjármálakreppan skall á, að sögn framkvæmdastjórans Ole Rasmussen. Á móti hafi eft- irspurn opinberra aðila aukist, ekki síst vegna umhverfisstefnunnar. Stryhn telur þau fyrirtæki sem ekki hafa þegar markað sér umhverfisstefnu standa frammi fyrir þeirri áskorun nú í krepp- unni að axla kostnað sem fylgir því að breyta framleiðsluferlum og fara í gegn um nauðsynleg vottunarferli. Slíkt sé þó nauðsynlegt til að standast samkeppni. Á hinn bóginn segir Poll að oft- ast fylgi sparnaður breyttum starfsháttum í þágu umhverfisins. Samdrátturinn minni vegna stefnunnar fyrirtæki geta selt umhverfisvænar vörur og þjónustu erlendis í alþjóðlegri samkeppni 20-25% dýrar en aðrir sem ekki hafa græna stimpilinn. Þannig eru þau fljót að fá til baka þá fjárfestingu sem þau lögðu í umhverfis- málin. Þau geta líka sýnt fram á það með skriflegum gögnum að varan eða þjónustan standi undir því að vera umhverfisvæn.“ Þegar fyrirtækið nær góðri fótfestu á markaðinum í krafti gæðanna er það komið í óskastöðu segir Bendtsen, því ekki megi vanmeta áhrif verðlagningar á samkeppn- ishæfni. „Mörg umhverfisvæn fyrirtæki hafa þá sögu að segja að róðurinn hafi verið erfiður í byrjun þegar þeir fóru inn á markað með dýrari vöru en keppinautarnir. En í krafti þess hve markaðshlutdeild þeirra hefur vaxið geta þau lækkað verðið og verða smám saman einnig samkeppnishæf í því.“ Weidlich undirstrikar að í raun gildi sömu lögmál um „græn“ fyrirtæki og önnur. „Í báðum tilfellum er nauð- synlegt að finna viðskiptavini sem hafa áhuga á því sem fyrirtækið hefur að bjóða. Varan þarf því að vera betri en sú sem þegar er í boði eða þá ódýrari til þess að við- skiptavinurinn sé tilbúinn til að kaupa hana – hún þarf að vera samkeppnishæf. Það sem gefur grænu fyrirtækj- unum forskot er að olíuverðið helst hátt. Eins er stöðugt verið að setja strangari kröfur og gjöld á meðhöndlun úrgangs, frárennslisvatn o.s.frv. svo fyrirtæki eru dugleg að leita eftir vörum og lausnum sem auðvelda þeim að spara orku og minnka úrgang. Eftirspurnin eftir um- hverfisvænum vörum og lausnum eykst bara. Dæmi um þetta er að nú er búið að banna gamaldags glóperur í Danmörku. Nú þegar eru farnar að koma á markað nýjar sparperur sem eru betri og lýsa meira en þær sem til voru fyrir. Menn grípa tækifærin.“ Það gildir ekki bara í Danmörku heldur um allan heim að sögn Bendtsens. „Við erum t.d. mjög undrandi á því hvað gerist mikið í umhverfismálunum í Kína. Við get- um ekki hallað okkur aftur og verið bara ánægð með okkur hér í Danmörku. Við verðum virkilega að vera á tánum því það er alltaf verið að skipta út gömlum lausn- um fyrir nýjar. Okkar markmið í umhverfismálunum er því að styðja áfram við þróun og halda þannig foryst- unni.“ Að lifa kreppuna af Inntur eftir því hvaða möguleika umhverfisvæn fyr- irtæki hafi á því að lifa af fjármálakreppuna segir Weid- lich: „Ég held að það verði afgerandi fyrir þessi fyrirtæki að hafa umhverfisstefnu. Það eru svo sterkar umhverf- iskröfur uppi núna að til þess að fyrirtækin eigi að eiga möguleika á að lifa af verði þau að hugsa um umhverfið; framleiði þau vöru þurfa þau að gæta þess að hægt sé að endurvinna ólíka hluta hennar. Það er forsenda fyrir því að fyrirtækin geti selt vöruna, ekki bara vegna eftir- spurnar almennings heldur líka vegna annarra fyr- irtækja sem þurfa að standast stöðugt strangari um- hverfiskröfur stjórnvalda.“ Það sé því ekki farsælt að gefa afslátt á umhverfiskröfum vegna bágrar fjárhags- stöðu fyrirtækjanna. Undir þetta tekur Bendtsen sem kallar slíkt „að lifa í fortíðinni“ og vísar til ráðstefnu sem danska umhverf- isráðuneytið og Dansk Industri (DI – Samtök iðnaðarins) héldu nýlega og fjallaði um hvernig mætti láta fyrir- tækjavöxt og umhverfi haldast í hendur. „DI segir bein- línis við fyrirtæki sín að ef þau velji að skera niður í um- hverfisþróunarvinnu í fjármálakreppunni þá geti þau verið viss um að þau muni ekki lifa kreppuna af því þá verði þau ekki hæf til að takast á við samkeppnina eftir kreppuna. Svona tala menn opinskátt um þetta.“ Hann bætir því við að á vissan hátt sé atvinnulífið komið fram úr stjórnvöldum í þessum efnum. „Við upp- lifum það nú að fyrirtækin gagnrýna stjórnmálamenn- ina fyrir að vera ekki nægilega framsýnir í umhverf- ismálunum og vilja herða umhverfiskröfur stjórnvalda. Þetta er þveröfugt við það sem hefur verið í gegnum tíð- ina, þar sem fyrirtækin hafa kvartað undan þessum sömu kröfum. Auðvitað eru líka til fyrirtæki sem berjast í bökkum og vilja bara draga úr fjárútlátum sem fylgja þessum kröfum. En það er nýtt að stór hagsmunasamtök atvinnuveganna segja nú að slíkt tilheyri fortíðinni.“ Bendtsen segir þessa hugsun líka ná til fjárfesta í at- vinnulífi. „Forsætisráðherrann okkar hefur sagt að fjár- festingar í græna geiranum muni stuðla að því að koma okkur út úr fjármálakreppunni. Fjárfestar fara hins veg- ar fyrst og fremst eftir hagnaðarvoninni. Það verður æ skýrara að fjárfestingar í umhverfistækni eru góðar sem leiðir aftur af sér að fjárfestar eru viljugri en áður til að fara inn á þessi svið.“ Möguleikar í (far)vatninu Vissulega reka fyrirtæki í umhverfisgeiranum sig líka á veggi að sögn Bendtsens. Meðal þess sem þau kvarta undan er að ýmsir opinberir aðilar, s.s. sumar sveitar- stjórnir, séu ekki sjálfar nægilega duglegar við að kaupa umhverfisvænar vörur og þjónustu heldur velji aðra kosti í sparnaðarskyni. „Við hér hjá Umhverfisstofnun höfum reynt að herða regluverkið þannig að það verði æ sjálfsagðara að fjárfesta í umhverfisvænum afurðum, ekki síst hjá hinu opinbera enda er það gríðarlega stór aðili á innkaupamarkaðinum.“ Á hinn bóginn er mikilvægt að stíga varlega til jarðar þegar kemur að kröfum og sköttum á mengandi starf- semi. „Það þarf auðvitað líka að gæta jafnvægis. Ef Dan- mörk setur of háar kröfur í umhverfismálum innanlands getur það auðvitað orðið til þess að fyrirtækin sjái sitt óvænna og flýi landið. Þess vegna er markmiðið að setja metnaðarfullar kröfur í samvinnu við atvinnulífið sem bæði skila fjárhagslegum og umhverfislegum ávinn- ingi.“ Þegar talið berst að Íslandi nefna bæði Bendtsen og Weidlich að ímynd landsins af hreinni náttúru og hreinni orku ætti að vera mikils virði í alþjóðasamhengi. Weidlich leggur þó áherslu á að Ísland finni út úr því á hvaða sviði landið geti verið betra en aðrir. „Þið eigið ríkulegar orkulindir sem að auki eru náttúruvænar svo það getur verið tækifæri til að flytja fyrirtæki sem eru stórnotendur rafmagns til Íslands. Fyrst og fremst held ég þó að þið hafið burði til að verða stór í útflutningi á vatni því þið hafið svo góðar vatnslindir. Eitt stærsta umhverfismál framtíðarinnar, næst á eftir loftslagsmál- unum, er vatnsskortur. Svo ég sé mikla möguleika í vatninu fyrir ykkur.“ Axel Bendtsen Palle Weidlich

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.