SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 34

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 34
34 20. desember 2009 F yrir stuttu kom út bókin 1001 Okkur þar sem safnað er saman 1001 teikningu eftir Hugleik Dagsson og byggist á bókaröð sem hann hefur haldið úti nokkur undanfarin ár. Ekki er Hugleikur þó bara að byggja á fornri frægð, því sitthvað er í bókinni sem fáir hafa séð og hann nefnir sérstaklega „auka-aukabók“ sem hann gaf út í takmörkuðu upplagi á Þorláksmessu í fyrra. „Sú bók, sem ég heftaði sjálfur og límdi, hét Ekki okkur og er nánast ófáanleg í dag, en hún er þó í það minnsta þarna, nánast óútgefnar teikningar má segja.“ Ekki meira ógeð – eða hvað? Aukaaukabókin Ekki okkur kom aðdáendum Hug- leiks nokuð á óvart því næstu bók þar á undan, Jarðið okkur, lauk þannig að ekki væru líkur á frekari „Okkur“-hryllingi úr penna hans. Með 1001 má þó segja að það sé opinbert, Hugleikur hyggst ekki teikna meira þesslags, eða hvað? „Það er gott að stoppa og hætta, en ég er enn með fullt af bröndurum sem ég hef skráð í skissubækur og verða einhvern tímann settir á prent. Þeir munu þó ekki heita „Okkur“, en kannski „ykkur“ eða eitthvert annað sjónarhorn. Ég vil bara taka pásu, hlaða batteríin og hvíla mig á þessu. Þetta var aðeins of mikið hangikjöt hvað ég var alltaf að þessu árlega. Þótt síðasta bókin, Jarðið okkur, sé besta bókin í þessari seríu að mínu mati hafði ég áhyggjur af því að þetta myndi versna ef ég héldi áfram á þessum hraða og mig langar að sjá hvað gerist ef ég slaka á og geri þetta ekki í einhvern tíma, sjá hvort það fæðist nýr andi.“ Hitt og þetta, eitt og annað Hugleikur situr ekki auðum höndum þótt hann sé ekki að teikna næsta skammt af „Okkur“ og ekki má heldur gleyma því að fjórða bókin um Eineygða köttinn Kisa kom út síðsumars: Eineygði kötturinn Kisi og ástandið, seinni hluti: Flóttinn frá Reykja- vík, en í henni klárar Hugleikur hrunssöguna sem hófst í Eineygða kettinum Kisa og ástandinu, fyrri hluti: Annus Horribilis. „Ég er með hitt og þetta í gangi, eina og aðra bók, leikrit og bara hitt og þetta. Ég hef verið svolítið upptekinn af því að teikna og nú fannst mér tími til Það er gott að stoppa og hætta Ég vil bara taka pásu, hlaða batteríin og hvíla mig á þessu. Þetta var að- eins of mikið hangikjöt hvað ég var alltaf að þessu árlega. Landið sem aldrei sefur Höf.: Ari Trausti Guðmundsson 190 bls. Uppheimar Enn er morgunn Höf.: Böðvar Guðmundsson 384 bls. Uppheimar Spor Höf.: Lilja Sigurðardóttir 256 bls. Bjartur Paradísarborgin Höf.: Óttar M. Norðfjörð 220 bls. Sögur Síbería Höf.: Fritz Már Jörgensson 230 bls. Sögur Vormenn Íslands Höf.: Mikael Torfason 231 bls. Sögur Milli trjánna Höf.: Gyrðir Elíasson 270 bls. Uppheimar Skáldsögur Skáld- saga Ævi- saga Barna- bók Ljóða- bók Nytja- bók Ástar- saga Drama Ferða- bók Reyfari Tónlist Hyldýpi Höf.: Stefán Máni 262 bls. JPV Harmur englanna Höf.: Jón Kalman Stefánsson 316 bls. Bjartur Myndlist Bankster Höf.: Guðmundur Óskarsson 205 bls. Ormstunga Auður Höf.: Vilborg Davíðsdóttir 268 bls. Mál og menning Karlsvagninn Höf.: Kristín Marja Baldursdóttir 176 bls. Mál og menning Góði elskhuginn Höf.: Steinunn Sigurðardóttir 200 bls. Bjartur Blómin frá Maó Höf.: Hlín Agnarsdóttir 203 bls. Ormstunga Svo skal dansa Höf.: Bjarni Harðarson 283 bls. Veröld Fölsk nóta Höf.: Ragnar Jónasson Veröld Gæska Höf.: Eiríkur Örn Norðdahl 272 bls. Mál og menning Hið fullkomna landslag Höf.: Ragna Sigurðardóttir 224 bls. Mál og menning Sólstjakar Höf.: Viktor Arnar Mál og menning Rúnagaldur Höf.: Elías Snæland Jónsson, 313 bls. Skrudda Handbók um hugarfar kúa Höf.: Bergsveinn Birgisson 288 bls. Bjartur Alltaf sama sagan Höf.: Þórarinn Eldjárn 159 bls. Vaka-Helgafell Svörtuloft Höf.: Arnaldur Indriðason 326 bls. Vaka-Helgafell Himinninn yfir Þingvöllum Höf.: Steinar Bragi 299 bls. Mál og menning Komin til að vera, nóttin Höf.: Ingunn Snædal 56 bls. Bjartur Vegur minn til þín Höf.: Matthías Johannessen 273 bls. Háskólaútgáfan Ljóðabækur Nokkur almenn orð um kulnun sólar Höf.: Gyrðir Elíasson 104 bls. Uppheimar Hundgá úr annarri sveit Höf.: Eyþór Árnason 64 bls. Uppheimar Þegar kóngur kom Höf.: Helgi Ingólfsson Ormstunga 367 bls. H alldór Baldursson hefur getið sér nafn fyrir beittar skopmyndir sínar sem birtast daglega í Morgunblaðinu og reglulega í Viðskiptablaðinu. „Ég hef alltaf haft áhuga á pólitískum skop- myndum og á myndir frá því ég var lítill af stjórnmálamönnum þess tíma,“ segir hann. „Hugurinn stefndi snemma í þessa átt, en fyrst fór ég í myndlist, vann fyrir auglýsingastofur og myndskreytti barnabækur.“ – Áttu þér fyrirmyndir? „Ég hef skoðað mikið af erlendum teiknurum og held upp á ýmsa, eins og Matt Davis, banda- rískan teiknara, og Ronald Searls, sem fæst ekki beint við pólitískar teikningar, en ég hef litið til hans upp á línuna og útlit myndanna, án þess að það væri meðvitað. Ég held líka mikið upp á Peter Brooks í Bretlandi. Svo maður nefni nokkra sem enginn hefur heyrt getið.“ – En á Íslandi? „Það var auðvitað nafni minn, Halldór Pét- ursson. Ég var fimmtán ára þegar ég fékk bók með ýmsum verkum hans í jólagjöf og það var töluverður innblástur. Mig langaði til að verða teiknari eins og hann þegar ég var lítill, enda teiknaði hann skopmyndir og allan fjandann, sem er það sama og ég hef lent í. Hann var ekki mín fyrirmynd varðandi stíl, fremur að hann sýndi manni hvað hægt er að gera á litla Íslandi. Svo ólst ég auðvitað upp við skopteikningar Sig- munds og hann hefur vafalaust haft áhrif á mig líka.“ – Geturðu leyft þér að vera pólitískur? „Að taka afstöðu? Ég verð að segja já, ég trúi því að ég hafi leyfi til að vera með pólitískar skoðanir. En maður reynir að hafa víða sýn í gagnrýninni, þó að manns eigin skoðanir hljóti á endanum að leka í gegn. Ég geri margar myndir sem ég er ekki beint sammála, en gagnrýn- ispunkturinn er gildur fyrir því. Eigum við ekki að trúa því að Morgunblaðið sé borgaralegt og frjálslynt blað sem leyfi ólíkar skoðanir?“ – Og hverjar eru þá pólitískar skoðanir Hall- dórs? „Ég þvælist á miðjunni, hef í gegnum tíðina hallast í báðar áttir. Ætli það fari ekki eftir stemningunni í samfélaginu, hvort flestir hallist til vinstri eða hægri. En eins og flestir Íslendingar held ég að ég sé á miðjunni í pólitíska litrófinu.“ Hann þagnar. Og bætir svo við óþolinmóður: „Pétur, það má ekki segja of mikið … þá fer fólk að dæma mann út frá því.“ Svo hlær hann. „Góður að reyna þetta! Ég verð framsóknar- maður þegar ég svara svona spurningum!“ – Finnurðu stundum fyrir sárindum fólks sem lendir á teikningum hjá þér? „Nei, ekki mikið. Ég held að flestir stjórn- málamenn líti á það sem vegsemd að lenda á póli- tískri skopmynd. En viðskiptalífið hefur verið meira áberandi í opinberri umræðu síðustu ár og ég hef fundið fyrir gagnrýni frá þeim sem hafa fjárhagslega hagsmuni – þeim finnst þetta ekki alveg eins sjálfsagt mál.“ 30% niðursveiflan sem varð að hruni Halldór Baldursson og Hugleikur Dagsson hafa skemmt landsmönnum með teikningum sínum. Og þó að framsetn- ingin sé afar ólík eiga þeir sammerkt að endurspegla tíð- arandann, hvor með sínum hætti. Jólabækurnar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.