SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Síða 38

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Síða 38
38 20. desember 2009 G uðrún Bjarnadóttir hafði sinnt ýmsum störfum í Kaup- mannahöfn þegar hún ákvað að slá til og festa kaup á snyrtistofu í Skodsborg, einu úthverfa borgarinnar. Síðan eru átta ár og í dag rekur hún blómlegt fyrirtæki sem hefur lítið sem ekkert fundið fyrir kreppugrýl- unni, enda eru flestir viðskiptavinanna vel stæðir og tilheyra jafnvel hópi „fræga fólksins“ í Danmörku. Það er stund á milli kúnna hjá Guðrúnu þegar blaðamaður dettur inn á stofuna hennar í Skodsborg, lítilli húsaþyrpingu sem liggur meðfram strandlínunni norð- an við miðborg Kaupmannahafnar. En þótt húsin séu ekki mörg vantar ekkert upp á íburð þeirra og flestar liggja lóð- irnar niður að sjó þar sem hvít ströndin tekur við. Og slíkan munað geta aðeins þeir efnameiri leyft sér. „Ég er búin að búa 13 ár í Danmörku,“ segir Guðrún sem á þrjú börn með ís- lenskum manni sínum, Jóni Arnari Freyssyni en hann hefur umsjón með tölvukerfunum á Kastrupflugvelli. „Hann er frá Akureyri og neitaði að flytj- ast þaðan til Reykjavíkur eins og ég lagði til á sínum tíma. Hins vegar var hann til að flytjast til útlanda svo það varð úr að við komum hingað.“ Elsta barn Guðrúnar, Freyr sem nú er tæplega 17 ára, var aðeins þriggja ára þegar þau fluttu út. Hún var svo stödd á fæðingardeildinni nokkrum árum síðar að eiga annað barn sitt þegar síminn hringdi og henni var boðin snyrtistofan til kaups. „Ég hafði fram að því unnið á ýmsum stöðum, t.d. á annarri snyrtistofu og í Magazin-verslunarmiðstöðinni auk þess sem ég lærði snyrtifræði í skóla hérna í Kaupmannahöfn. Þegar vinkona mín hringdi og sagði að ég gæti keypt stofuna sagði ég strax nei, enda upptekin í fæðingunni þá stundina og ætlaði mér bara að einbeita mér að barninu sem var væntanlegt. Hún gaf sig þó ekki og hélt áfram að ýta við mér næstu mánuði svo þegar stelpan mín, Helga, var að verða 10 mánaða sló ég til.“ Lítið fundið fyrir kreppunni Síðan eru liðin tæp átta ár og eitt barn hefur bæst í hópinn, Rakel litla sem er þriggja ára. „Fyrirtækið hefur stöðugt verið að byggjast upp og í dag er ég með færeyskan snyrtifræðing sem vinnur hjá mér í hlutastarfi,“ segir Guðrún. „Ég hef samt bara auglýst fimm sinnum í gegnum tíðina enda hef ég ekki trú á auglýs- ingum. Þjónustan hefur einfaldlega spurst út í gegnum viðskiptavinina og nú er svo komið að ég er nánast eingöngu með fasta kúnna.“ Og það er nóg að gera. „Ég er bókuð al- veg fram í janúar og allir tímar eru troð- fullir í desember. Ég leyfi mér reyndar að loka 22. desember og kem svo ekkert á stofuna milli jóla og nýárs. Fólkið sem býr hérna er þá gjarnan hvort eð er í sumarhúsunum sínum í Frakklandi eða upptekið annars staðar.“ Með þotuliðið í andlitslyftingu Það getur verið snúið að reka snyrtistofu í einu „fínasta“ hverfinu í Kaupmannhöfn eins og Guðrún Bjarnadóttir snyrtifræð- ingur hefur kynnst. Meðal þess sem hún þarf að passa upp á er að ákveðnir við- skiptavinir rekist ekki hver á annan þegar þeir nýta sér þjónustu stofunnar. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Guðrún Bjarnadóttir snyrtifræðingur Danmörku segir alla tíma troðfulla í desember. Tíska | Hönnun Þ egar nálgaðist þrí- tugsafmæli eiginkonu Einars Ólafssonar arkitekts velti hann afmælisgjöfinni lengi fyrir sér. Niðurstaðan var stóllinn Dropi. „Mig langaði að gefa henni eitthvað eftir sjálfan mig og ákvað að hanna handa henni fallegan stól.“ Dropi er nú loks kominn á markað, tíu árum seinna. Einar sýndi stólinn á sínum tíma hér heima og fékk verð- laun fyrir frá Samtökum iðn- aðarins. Fór líka með hann á sýningu í Bella Center árið 2000 þar sem honum var hrós- að í hástert. Hönnunarbúðir í Danmörku vildu ólmar kaupa af honum stól, viðbrögð urðu hin sömu í Miami á Flórída þegar Einar sýndi gripinn þar en vandamálið var að hann átti bara prufueintak; ekki tilbúna vöru. „Ég hafði lengi hugsað mér að koma stólnum í framleiðslu en það var brjálað að gera sem arkitekt þannig að ég hafði aldrei tíma til þess. Þegar vinnan minnkaði í arkitekt- úrnum ákvað ég að drífa í þessu; það var raunar 6. októ- ber í fyrra sem ég ákvað að koma stólnum í framleiðslu,“ segir Einar í samtali við Morg- unblaðið. Mjög góðar viðtökur „Kreppan var spark í rassinn. Ég átti enn eftir að laga nokkur smáatriði en dreif í því og nú er framleiðsla komin á fullt.“ Sala á stólnum hófst í Epal fyrir rúmri viku og Einar segist þeg- ar hafa selt sex stóla og fjóra skemla; um það bil helming þess sem hann vonaðist til að geta selt á einu ári. „Viðtök- urnar hafa því verið mjög góð- ar.“ Stóllinn er til í fjórum út- færslum og kostar frá 350 til 410 þúsund krónur. Stefnan er að selja stólinn erlendis enda markaðurinn hér heima lítill og Einar segir varla borga sig að framleiða hann bara fyrir innanlandsmarkað. Stóllinn er alíslenskur; Axis smíðar skelina, svampurinn er frá Lystadún-Markó og GÁ húsgöng bólstra. Einar segir stólinn öðruvísi en gangi og gerist. „Í fyrsta lagi Dropinn holar steininn Einar Ólafsson Guð blessi Ísland, sagði forsætisráð- herra 6. október 2008. Sama dag ákvað Einar Ólafsson að láta framleiða stól sem hann hafði hannað tíu árum fyrr. Ljósmyndir/Steinunn Jónasdóttir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.