SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Side 42
42 20. desember 2009
Undir síðustu mánaðamót kom hrollvekju-
höfundurinn Stephen King með nýja bók
sem nefnist Under the Dome. Hún kippti
Dan Brown snarlega úr efsta sæti New York
Times-metsölubókalistans og hefur fengið
mun betri dóma en síðustu verk höfund-
arins. Samtímis tilkynntu þeir jöfrarnir, King
og Steven Spielberg, að þeir hygðust gera
sjónvarpsþáttaröð (mini-series) byggða á
bókinni.
DreamWorks TV verður framleiðslu- og
dreifingaraðili og hyggst leggja mikið í verkið
og dreifa því fyrst á kapalstöðvum. Líkt og
mörg fyrri verk höfundar er Under the Dome
yfirnáttúrleg spennusaga, doðrantur upp á
1.100 síður. Hún fjallar um hóp fólks sem
einangrast frá umhverfinu þegar ósýnileg,
óyfirstíganleg hvelfing leggst yfir strandbæ í
Maine.
saebjorn@heimsnet.is
Stephen og Steven
slá saman
Kvikmyndafréttir
Stephen KingSteven Spielberg
Þ
að er gríðarlega mikið í húfi, Avatar hefur verið
lengi í smíðum, ekkert til sparað, jafnvel hannaðir
nýir þrívíddargaldrar fyrir þessa umtöluðu
spennumynd og fantasía með vísindaskáldsögulegu
ívafi. 11 ár eru liðin frá því leikstjórinn og handritshöfund-
urinn, James Cameron, lauk við síðasta verk, sem var sjálf
Titanic, mest sótta mynd allra tíma. Báðar eru myndirnar
framleiddar og dreift af 20th Century Fox, þar sem Cameron
hefur haldið til síðustu árin við að setja saman þetta marg-
flókna tækniundur sem kostar litlar 300 milljónir dala, og er
þá auglýsingakostnaður ekki meðtalinn.
Fyrir fáeinum vikum var Cameron enn að breyta og bæta
myndina sína í myndvinnsluverum Fox. Það sem angraði
hann og tylft ráðunauta var myndskeið þar sem við blasti
fjall úti við sjóndeildarhringinn. Þeim þótti það fullbratt.
Cameron var í beinu sjónvarpssambandi við grafíkmeistara
sína hjá Weta Digital á Nýja-Sjálandi og komst að lokum að
spámannlegri niðurstöðu; færði fjallið á gagnstæðan helming
tjaldsins og nú leit bakgrunnurinn ásættanlega út og allir
hinir ánægðustu. „Það er barnaleikur að flytja fjöll,“ sagði
hinn hálf-sextugi Cameron og glotti. Slíkar yfirlýsingar
koma ekki á óvart frá manni sem lýsti því yfir fyrir 11 árum
að hann væri „Konungur heimsins“, eftir að Titanic hafði
rakað til sín 11 Óskarsverðlaunum.
Á löngum ferli sem spannar tæknileg stórvirki á borð við
Terminator 2: Judgement Day og The Abyss, hefur Came-
ron notað stafræna hátækni til að skapa undraheima og
furðuverur en Avatar er sögð slá öllu við sem hann hefur
áður gert, og jafnvel flestir aðrir. Komi með ný viðmið hvað
snertir sköpunargleði, viðskiptalegan metnað og bylting-
arkennd framför í þrívíddartækni. Gæði tölvuteikninganna
eru sögð jafnast á við sjálfan raunveruleikann. Avatar er
risavaxinn framtíðartryllir, hugsanlega dýrasta mynd sem
gerð hefur verið fyrr og síðar í Hollywood og er það von og
trú fjölmargra í iðnaðinum að hún umbylti kvikmyndagerð
21. aldarinnar á hliðstæðan hátt og litirnir og hljóðið á síð-
ustu öld.
Kvikmyndaiðnaðurinn, í harðri baráttu við einhæfan hóp
bíógesta, hruninn DVD-diskamarkað og brottrekstra fjölda
lykilmanna í greininni, gæti sannarlega þegið breytingar á
leikreglum; byltingarkennd umskipti á upplifun bíógesta
sem fælu í sér annað og meira en það sem áhorfendur fá út
úr háskerpusjónvarpi og öðrum slíkum heimilistækjum. En
þó svo að Avatar standi hugsanlega undir öllum þeim von-
um býður hún birginn þeirri viðteknu Hollywood-visku að
kassastykki samtímans þarfnist „forsölu“ metaðsókn-
armynda á borð við Harrry Potter-myndanna, Hringadrótt-
ins-þrennunnar, eða hasarblaðahetja eins og Batman, X-
Men. Eða þá vinsælla leikfangalína (Transformers, hinna
væntanlegu Battleship-mynda), eða þá byggðar á traustum
grunni gamalla aðsóknarmynda.
Hollywood hefur því fylgst náið með gerð Avatar. Flestir
vina Camerons – þ. á m. innsti kjarni kvikmyndagerð-
armanna á borð við Steven Spielberg, Peter Jackson og Rid-
ley Scott – hafa stundað pílagrímsferðir til höfuðstöðva hans
í Santa Monica og tökuveranna í Playa del Ray, þar sem
myndin hefur að mestu leyti orðið til.
„Hún er ekki af þessum heimi,“ segir Guillermo del Toro,
leikstjóri Pańs Labyrinth, og væntanlegra „Hobbit“-mynda.
„Hönnun þessarar tækni er það sem tryggir Avatar í sessi.“
Cameron hefur eytt mestum hluta heils áratugar í að full-
komna tæknina sem hlýtur eldskírn í Avatar, sem gerist á
fjarlægu tungli sem er í herkví Jarðarbúa, ákveðinna í að
fara ránshendi um náttúruauðlindir þess. Vitaskuld koma
ástamál til sögunnar þó elskendurnir séu heldur ófrýnilegri
en Kate Winslet og Leonardo De Caprio. Ástin er nauðsyn-
legur hluti formúlu myndar sem er ætlað að verða ein, ef
ekki vinsælasta mynd sögunnar.
James Cameron stefnir leynt og ljóst að því að gera nýjasta sköpunarverk sitt, Avatar, að vinsælustu kvikmynd allra tíma.
Ef fjallið kemur
ekki til Camerons...
Í dag fæst úr því skorið hvort Avatar James Camerons, stærsta mynd árs-
ins, stendur undir væntingum því þá berast fyrstu aðsóknartölurnar í hús
en myndin var frumsýnd síðastliðinn föstudag um heimsbyggðina.
Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is
Sunnudagur 20.12. RÚV kl. 21.20. Fransk-
ur góðkunningi af kvikmyndahátíð um
Bauby, ritstjóra tímaritsins Elle, sem lam-
aðist alls staðar nema á öðru auga, sem
hann skrifaði æviminningar sínar með.
Margföld verðlaunamynd. Með Mathieu
Amalric, Emmanuelle Seigner og Marie-
Josée Croze. Leikstjóri Julian Schnabel.
Le scaphandre et le
papillion – Köfunar-
kúlan og fiðrildið
Laugardagur 19.12. RÚV kl. 22.30. Besta
myndin um CIA-spæjarann. Njósnarinn Jas-
on Bourne flakkar á milli landa í leit að sjálf-
um sér en á hælum hans er CIA-maður sem
vill koma honum fyrir kattarnef. Leikstjóri er
Paul Greengrass og meðal leikenda eru
Matt Damon í titilhlutverkinu, Julia Stiles,
David Strathairn, Scott Glenn og Albert Finn-
ey. Ekki eitt dautt augnablik. Myndir vikunnar í sjónvarpi
The Bourne Ultima-
tum – Ögurstund
Kvikmyndir