SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Síða 43
20. desember 2009 43
H
ermann Jón Tómasson bæjarstjóri á
Akureyri býr við götu, sem ber að
margra mati virðulegra nafn en aðrar;
Helgamagrastræti. Hún er kennd við
manninn sem nam land í Eyjafirði og gerði sér bæ í
Kristnesi; sá var Helgi magri Eyvindarson.
„Þetta er gömul, einbreið gata með mikinn
sjarma, ekki síst á sumrin því hverfið er mjög gró-
ið. Og staðurinn er frábær því héðan er allt í
göngufæri sem við þurfum dags daglega,“ segir
bæjarstjórinn. Eiginkona hans, Bára Björnsdóttir,
vinnur á leikskóla við sömu götu og yngsti son-
urinn gengur í Brekkuskóla eins og eldri systkini
hans gerðu. Þau fóru síðan bæði í MA, örlítið
sunnar á Brekkunni og Hermann Jón starfaði lengi
í VMA, sem er spölkorn þar frá. „Svo er stutt í
sundlaugina, Hamarkotstúnið, í miðbæinn og
Listagilið, og Ráðhúsið er líka í göngufæri.“
Hermann er fæddur og uppalinn á Dalvík en
flutti til Akureyrar 1988 frá Akranesi þar sem hann
starfaði í þrjú ár að námi loknu, og hefur síðan bú-
ið á sama svæði. Fyrst leigðu þau Bára í Hlíð-
argötu, síðan um skeið í Helgamagrastræti 53 en
fluttu með börn sín þrjú í núverandi húsnæði
1994.
„Þetta er traust hús og vel gert. Það hafði verið
þónokkurn tíma í sölu, hreyfing var heldur lítil á
markaðnum þegar við fórum að leita okkur að
húsi en við vorum ekki lengi að ákveða okkur.
Skoðuðum þetta eina hús og keyptum!“
Húsið keyptu þau af dánarbúi hjónanna sem
byggðu það. Flest var upprunalegt og tímabært að
taka húsið í gegn og það hafa þau Hermann Jón
gert hægt og bítandi. „Við höfum staðið í tölu-
verðum endurbótum eins og margir aðrir sem búa
í hverfinu. Í mörgum húsum er nú önnur og jafn-
vel þriðja kynslóð íbúa og fólk er mikið í því að
laga þessi gömlu, góðu hús og næsta umhverfi
þeirra,“ segir Hermann Jón.
skapti@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Virðulegast nafna
2
3
41
G
eislagata
1 Hamarkotstún
2 Ráðhúsið Geislagötu 9
3 Sundlaug Akureyrar Þingvallastræti 21
4 „Gilið“ (Listagilið) Kaupvangsstræti
5 Miðbærinn
Hverfið hans Hermanns
H
ELG
A
M
AG
R
A
STR
Æ
TI
Ka
upv
ang
sst
ræ
ti
Þingvalla
stræti
Þórunnarstræ
ti
Brekkugata
GlerárgataOddeyrargata
Od
dag
ata
Hamarstígu
r
Drottningarbraut
5
Hafnarstræ
ti
Á
þessum árstíma er heldur betur fjör í fjárhúsum
landsins. Fengitíminn stendur sem hæst og brjál-
að að gera hjá hrútunum við að leggja sitt af
mörkum við búa til lömb sem verða að grill-
bitum eða jólahangiketi næsta árs. Hjá búsmala þeim sem
flokkast undir sauðfé er því hátíð í bæ í desember í fleiri en
einum skilningi þess orðs.
Reyndar er hrópandi kynjamisrétti í þessum málum því
ærnar fá að njóta kynlífs í eitt einasta sinn á öllu árinu, á
meðan hrútarnir eru í fullri vinnu við að sprauta sínu gjöf-
ula sæði inni hverja kindina á fætur annarri, dag eftir dag.
Og ekki nóg með að þær fái það bara einu sinni á ári, held-
ur stendur þetta eina skipti yfir í MJÖG stutta stund.
Hrútarnir láta sig litlu skipta hvað þær fá út úr þessu,
heldur skvera sér af á svo stuttum tíma að vart er hægt að
festa auga á. Þeir verða jú að flýta sér, þurfa að komast yfir
svo svakalega margar.
Það er náttúrulega ekkert réttlæti í þessu fyrir veslings
rollurnar. Þessar eðlunaraðferðir eru líkastar akkorðsvinnu
eða keppni í því hver er fljótastur. Það er svo mikið lagt á
karlkynið í þessum efnum að sumir hrútarnir eru kúgupp-
gefnir í lok dags. Það rennur af þeim lýsið við þessa krefj-
andi vinnu sem þeir reyndar sinna mjög fúslega. Úthalds-
góður hrútur fær auk þess hrós frá húsbónda sínum fyrir
bullandi lauslætið.
Margir hrútar nota svo þá litlu orku sem eftir er til að
berjast innbyrðis, þeir hafa ekki einu sinni vit á að hvílast
almennilega og safna orku fyrir verkefni morgundagsins.
Gera má ráð fyrir að kumrið í þeim innihaldi meting eða
mont, nema hvort tveggja sé: „Hvað komst þú yfir margar í
dag? Þessi nýja flekkótta var nú heldur betur fönguleg… ég
náði henni á undan þér!“
Þó okkur finnist ýmislegt í þessari mökunarhegðun dýr-
anna lítt til fyrirmyndar, er ótrúlegt hversu margt má finna
líkt með því sem gerist hjá mannfólkinu. Þegar hrúti er
sleppt lausum inn í kindahóp á fengitíma fara þær allar á
ið, verða dálítið undarlegar til augnanna og láta jafnvel eins
og þær sjái hann ekki þar sem hann fer rymjandi á milli
þeirra, þefandi af þeim til að tékka á hver sé blæsma (eðl-
unarfús).
Ekki ósvipað gerist þegar föngulegur leitandi karlmaður
gengur inn á skemmtistað troðfullan af konum en þar er
fengitími allan ársins hring. Konurnar rétta úr bakinu, slá
til hárinu og hreyfa sig á girnilegan hátt, þær finna fyrir
straumunum en þykjast samt ekki hafa of mikinn áhuga,
þó svo þær brenni að innan. Vilja láta ganga mátulega mik-
ið á eftir sér. Blessaðar skepnurnar.
Ég hef það eftir óskeikulum heimildum að kynsvall hrút-
anna í desember hafi góð áhrif á frammistöðu bænda í ból-
inu, þeir séu í meira lagi eðlunarfúsir á þessum árstíma.
Hamagangurinn í ferfætlingunum í fjárhúsinu vekur upp
í þeim hrútinn og þeir ganga rymjandi til rekkju á hverju
kvöldi. Vonandi að satt sé. Konur upp til sveita fá þá í það
minnsta meira í jólamánuðinum en rollugreyin í fjárhúsinu.
Annars eru ástartilburðir hrúta ekki nærri eins fallegir og
hjá graðhestunum. Þá erum við að tala um æsandi leiki.
Það er dásamlega kröftugt og kynþokkafullt að sjá grað-
hest með sinn risastóra og beinstífa besefa, skella sér upp á
hryssu og renna sér fimlega inn í hana.
Faxið flaksast og vöðvarnir hnyklast.
Og þeir gefa sér líka aðeins meiri tíma en hrútarnir, það
er meiri snerting. Þannig að hryssurnar fá væntanlega
pínulítið meira út úr þessu en eina örstutta augnabliks
sælu.
Gleðileg jól!
Hrútalykt og
eðlunarfýsn
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is
Gatan mín
Græjan emporiaLIFEplus farsími
Öryggið í aðalhlutverki
emporiaLIFEplus
sleðasíminn er hlunkur
en fer þó vel í hendi.
hnappar fyrir læsingu og vekjara
og ámóta. Hátalari er líka öflugri
en alla jafna og hringitónar líka,
aukinheldur sem áberandi ljós
blikkar þegar hringt er.
Á baki símans er sérstakur neyðar-
hnappur og ef honum er haldið inni
hringir síminn sjálfkrafa í fyrirfram til-
tekið símanúmer á ákveðnum og ef það
svarar ekki þá næsta númer í listanum, fimm
númer alls. Ef enginn svarar heldur síminn
áfram að hringja í hver númerið af öðru þar til
einhver svarar.
arnim@mbl.is
Þeir sem eldri eru gera aðrar kröfur til farsíma en
hinir yngri; víst vilja þeir geta notað það helsta
sem farsímar bjóða upp á alla jafna, en leggja þó
einatt mesta áherslu á öryggi.
Nýtt fyrirtæki á markaði hér á landi er
austurríska fyrirtækið emporia sem fram-
leiðir ýmsar gerðir farsíma. Þeir eru um
margt sambærilegir við aðra farsíma
sem ætlaðir eru fólki með skerta
hreyfigetu eða færni, en eru um leið
smekklega hannaðir og fara vel í
vasa.
Gott dæmi um það er empor-
iaLIFEplus síminn, sleðasími í
stærri kantinum sem fer þó
býsna vel í hendi. Í stað þess
að notandi velji hluti úr val-
mynd á skjá þá eru á honum