SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 44

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 44
44 20. desember 2009 Manchesterundrið eina og sanna, Morr- issey, hefur á undanförnum árum notið nokkurs sem kalla mætti listræna endur- reisn. Þrjár undanfarnar breiðskífur hafa þótt mikill eðall, en þær eru You Are the Quarry (2004), Ringleader of the Tormentors (2006) og Years of Refusal, sem út kom í ár. Söngvarinn hefur í kjölfarið orðið nokkuð bí- sperrtur, svei mér þá ef ekki bara hnarreist- ur og hefur aftur uppgötvað þá eðlu list að trana sér í fjölmiðla með vafasömum yfirlýs- ingum til hægri og vinstri. En að tónlistinni, því að nýútkomin er safnplata með völdum b-hliðum sem allar tengjast inn á nefndar plötur. Kallast hún hinum glettilega titli Swords og er átján laga. Gæðin eru mikil þarna, en Morrissey er einn af þeim fáu sem kastar ekki til höndunum þegar kemur að þessum efnum. Morrissey Hinsegin Morrissey Helstu tónlistarritin eru búin að birta lista sína yfir plötur ársins og athygli vekur að sama plata toppar lista Uncut og Mojo, sem eru helstu þungavigtarblöð Bretlands. Um er að ræða ansi súra plötu, þ.e. nýjasta verk hinnar bandarísku Animal Collective, Merri- weather Post Pavilion. Platan kom út í jan- úar og fóru hökustrjúkarar þegar að ræða um hana sem plötu ársins. Klárlega að- gengilegasta verk sveitarinnar til þessa - og besta - en þess má geta að einn meðlima er spúsi Kristínar Önnu Valtýsdóttur sem eitt sinn var kennd við múm. Svo við höldum nú stolt Íslandstengingunni til haga! Animal Collective Animal Collective málið? S ænski dúettinn The Knife sló í gegn fyrir þremur árum með magnaðri skífu, Silent Shout, en lýsti því síðan yfir að hún væri komin í þriggja ára frí. Systkinin hafa þó ekki setið auðum hönd- um; Olof Dreijer Andersson situr nú sveittur við að setja sama skífu undir nafninu Coolof en Karin systir hans tók sér aukasjálfið Fever Ray og gaf út öldungis frábæra plötu um dag- inn. Karin Elisabeth Dreijer Andersson hóf sinn tónlistarferil sem höfuðpaur rokksveitarinnar sænsku Honey Is Cool, en hún lék á gítar, söng og samdi obba laga hennar. Sú sveit sendi frá sér fyrstu plötuna 1995 og nokkrar smáskífur síðan, en segja má að sveitin hafi legið í dvala frá því Karin og Olof stofnuðu The Knife um aldamótin. Þegar The Knife tók sér svo frí 2007 eftir tónleikahald um allan heim, tók Karin sér líka gott frí frá músík en tók til við önnur anna- söm verkefni eins og barneignir og uppeldi. Vansvefta við lagasmíðar Hún hætti þó ekki að semja músík og hefur lýst því hvernig það varð henni hug- myndauppspretta að vera vansvefta að sinna nýfæddu barni – upp úr undirmeðvitundinni hafi streymt hugmyndir að laglínum og textar sem urðu til á mörkum svefns og vöku. Átta mánuðum síðar kallaði Karin á mann- skap sér til aðstoðar við að vinna úr hug- myndunum, en hana langaði að halda áfram á áþekkri braut og The Knife, þ.e. að nota verk- færi rafeindatónlistarinnar, en þó reyna að fara nýjar leiðir, meðal annars með því að grípa til hefðbundinna hljóðfæra í bland, þar á meðal rafgítars, sem hún spilar sjálf á. Þessi blanda heppnast einkar vel, svo vel reyndar að víða nefna menn skífuna sem eina af bestu plötum ársins; hún var í öðru sæti hjá Resident Advisor, níunda sæti hjá Drowned in Sound og New Musical Express og 20. sæti hjá Q svo dæmi séu tekin, en hún átti líka tvö lög á lista Pitchfork yfir 100 bestu lög ársins. Í ljósi þess hvernig lögin urðu til kemur væntanlega ekki á óvart að yrkisefni á skíf- unni er líka nokkuð sérstakt; vangaveltur um persónuleika og tilveru og þá þrá að geta verið án þess að vera. Þess sér einnig stað í mynd- böndum við lög af plötunni þar sem við fáum varla að sjá óbrenglað andlit söngkonunnar og álíka er uppi á teningnum á tónleikum. arnim@mbl.is Í svefnrofunum Með bestu plötum ársins er fyrsta sólóskífa sænsku tónlistarkonunnar Karin Dreijer Andersson sem gefur út undir nafninu Fever Ray. Sænska tónlistar- konan Karin Dreijer Andersson sem kallar sig Fever Ray. Svíar eru poppmeistarar miklir og hafa líka sýnt góða spretti í raftónlist eins og Íslendingar hafa fengið að heyra frá Juvelen og The Field, sem léku á Airwa- ves í haust. Engin raftónlistarsveit sænsk hefur þó fengið eins góðar um- sagnir og systkinasveitin The Knife sem næstum kom til Ís- lands í sumar. Gekk svo langt að aðstand- endur veitinga- og skemmti- staðarins Jacobsen létu prenta plakat þar sem fram kom að The Knife myndi koma til landsins á vegum staðarins, en ekkert varð úr, því miður. Sænsku systkinin í The Knife. Meistarar í rafpoppi Tónlist Skák og mát Friðriksmótið í skák verður haldið í Landsbankanum Austurstræti 11 í dag 20. desember kl. 13.00-16.30. Mótið er sterkasta hraðskákmót ársins og verða flestir af bestu skákmönnum landsins meðal þátttakenda. Skákunnendur eru hjartanlega velkomnir að fylgjast með mótinu. Boðið verður upp á kaffiveitingar. FRIÐRIKSMÓTIÐ | landsbankinn.is | 410 4000 N B Ih f. (L an d sb an ki nn ), kt .4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 3 4 5

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.