SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 47
20. desember 2009 47
LÁRÉTT
1. Heiður vigta sem fimm hundruð. (7)
4. Fyrsta kast er lendir fyrir þingi. (8)
8. Mbl hefur fá tækifæri fyrir snauða. (8)
9. Maður gerður úr klessu er mikill áhugamaður. (9)
10. Aki með indverska og ruglaða að spili. (12)
12. Án samfestings en samt fullkominn. (9)
14. Auki eina synd með því að flækja hana með
ánægju. (9)
16. Kona kennd við snyrtivöru er Kínverji. (12)
17. Stúlka sem nær að seðja. (5)
19. Gosa skal finna í efni. (7)
22. Hrekkjusvín stjórni með stjórnvöl. (10)
23. Heima linnir ekki áreiti þess sem er fóstraður þar.
(9)
25. Ávaxtanagdýr sem er stundum borið fram með
mat. (7)
28. Sonur Hómers klippi hjá rakara. (9)
29. Nást upplýsingar um mann sem seldi sál sína. (4)
30. Norskar verða gamlar. (7)
31. Sjá ón pota og brúka of mikið. (6)
32. Tek inn stúdentinn. (6)
33. Stórt brjálæðiskast? (8)
LÓÐRÉTT
1. Lok vegna snúnings. (7)
2. Heilagur hefur hæga ferð með sérstökum þráðum.
(7)
3. Blekkir Evrópumeistaramót til að flækjast um og fá
sér eitthvað þvotthelt. (9)
5. Grét tinda með áli vegna einhvers sem á að vera.
(11)
6. Svefn í smóking. (3)
7. Flýtir í próf um stig í frumuskiptingu. (7)
8. Afhenda blað fyrir afbrigði af selleríi. (9)
11. Suða í ánauðarmanni. (5)
13. Er Guð hálfilla við að snúa sér að sveigjanlegri. (5)
14. Hrygglaus nær að gretta sig. (5)
15. Sunnu fær sá fallegi fyrir sérstakt belti (7)
18. Stök fær fallegt – tvímælalaust (7)
20. Í héraðsblaði er minnst á drykkjarílát tröllkonu.
(10)
21. Er Sam fyrir Ella í kvenkynsfatnaði? (8)
22. Drepi rýmið með fletinu. (10)
24. Sá sem sækir í eitthvað kom í stutta heimsókn. (7)
25. El Skandinava næstum upp sem ástmann. (8)
26. Flaðraði einhvern tímann upp um friðað. (8)
27. Aumingjabátur fyrir aðalsmenn að því er sagt er. (7)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn með nafni og heim-
ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi
merktu: Krossgáta Morgunblaðsins,
Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn krossgátu
20. desember rennur út miðvikudag-
inn 23. desember. Nafn vinningshaf-
ans birtist í blaðinu á aðfangadag. Heppinn þátttakandi
hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 13. des-
ember sl. er Helga Steinarsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun
bókina Ekkert fokking klúður eftir Jens Lapidus. JPV gefur
út.
Ekkert blað kemur út sunnudaginn 27. desember en
krossgátan verður í blaðinu sem kemur út á aðfangadag.
Krossgátuverðlaun
EINS og margir höfðu spáð hafði
Magnús Carlsen sigur á vel
heppnuðu stórmóti, London
chess classic, sem lauk á mánu-
daginn. Norðmaðurinn er nú
kirfilega í 1. sæti stigalista FIDE
með 2.810 stig. Í þessu móti var
tekin upp hin svonefnda
„Sofia-regla“ þ.e. ekki mátti
bjóða jafntefli. Stigakerfið var
tekið úr enska boltanum. Sam-
kvæmt því var lokaniðurstaðan
þessi:
1. Magnús Carlsen 13 stig. 2.
Vladimir Kramnik 12 stig. 3.-4.
David Howell og Michael Adams
10 stig. 5. McShane 7 stig. 6.
Nakamura 6 stig. 7. Ni Hua 6 stig.
8. Nigel Short 5 stig.
Skipuleggjendur þessa móts,
Malcolm Pein og David Nor-
wood, létu sér ekki nægja að
hrúga upp öllu því tæknidóti sem
fylgir nútímamótahaldi, þeim
tókst líka að fanga andrúmsloft
liðins tíma. Eins og þeir væru að
leita upprunans; fágun var kjör-
orð fyrsta alþjóðlega mótsins
sem var haldið í tengslum við
heimssýninguna í London sum-
arið 1851. Þeirra fremsti meistari,
Howard Staunton, sá um skipu-
lagningu og lagði til hina klass-
ískt mótuðu taflmenn sem bera
nafn hans. Hápunkturinn var
„ódauðlega skákin“ sem tefld var
þegar hlé var gert á mótinu. Þar
áttust við Adolph Andersson og
Lionel Kieseritzky.
Á London chess classic náði
Nigel Short sér aldrei á strik. Þó
var viðureign hans og Magnúsar
Carlsens í lokaumferðinni ein-
hver magnaðasta baráttuskák
sem sést hefur lengi. Drekaaf-
brigðið hefur verið í vopnabúri
Norðmannsins í nokkurn tíma.
Eftir flókna byrjun varð Short á
ónákvæmni í 26. leik þegar hann
varð að leika 26. Be4. Riddarinn á
e3 lamaði stöðu hvíts en Short
gaf sig þó hvergi en þegar upp
kom drottningarendatafl voru
vinningsmöguleikarnir allir
Carlsens megin. Hann gat leikið
54. … Dxf6 með vinningsstöðu
en taldi sig vera að vinna með
54. … Dd1+ og 55. … Dh5. Þetta
var vendipunkturinn; hann taldi
sig geta svarað hinum bráðsnjalla
leik 56. c5! með 56. … Dxc5 og
sást yfir svarið 57. Dg2+! sem
leiðir til máts, t.d. 57. ... Kf8 58.
Da8+ o.s.frv. Kasparov gat minnt
hann á skák sem hann tefldi við
Margeir Pétursson á Möltu 1980
en þar kom þetta þema fyrir. Nú
var Short með pálmann í hönd-
unum en Magnús varðist frábær-
lega, 58. … Dd1! var eini leik-
urinn. Að lokum stóðu kóngarnir
tveir einir eftir á borðinu og þar
með lauk líka mótinu:
London classic 2009; 7. um-
ferð:
Nigel Short – Magnús Carlsen
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7.
f3 Rc6 8. Dd2 0-0 9. 0-0-0 d5 10.
Kb1 Rxd4 11. e5 Rf5 12. exf6 exf6
13. Bc5 d4 14. Bxf8 Dxf8 15. Rb5
Re3 16. Hc1Bh6 17. Dxd4 Rf5 18.
Dc3 Bxc1 19. Kxc1 Bd7 20. Bd3
Hc8 21. Dd2 Bxb5 22. Bxb5 Dc5
23. Bd3 Re3 24. He1 He8 25. Df2
f5 26. f4 Dd4 27. g3 He6 28. Dd2
Rg4 29. h3 Hxe1+ 30. Dxe1 Rf2 31.
Bf1 Re4 32. Bg2 b6 33. c3 Dd3 34.
g4 Rg3 35. b3 Re2+ 36. Kb2 Kf8
37. Bc6 fxg4 38. hxg4 h5 39. gxh5
gxh5 40. a4 a6 41. f5 h4 42. Bg2
Rg3 43. f6 Dd6. 44. Df2 Kg8 45.
b4 a5 46. bxa5 bxa5 47. Kc2 Kh7
48. c4 Da3 49. Be4+ Kg8 50. Df4
Dxa4+ 51. Kd2 Rxe4+ 52. Dxe4
Da2+ 53. Kc3 Da1+ 54. Kb3
Dd1+55. Kb2 Dh5 56. c5
56. … h3 57. c6 a4 58. Ka2 Dd1
59. De8+ Kh7 60. Dxf7+ Kh6 61.
c7 Dc2+ 62. Ka3 h2 63. Dg7+ Kh5
64. Dh8+ Kg6 65. Dg8+ Kxf6 66.
c8D Dxc8 67. Dxc8 h1D 68. Da6+
Ke5 69. Db5+ Dd5 70. Kxa4
Dxb5+ 71. Kxb5 Jafntefli.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Aftur til fortíðar
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang