SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Síða 50
50 20. desember 2009
Þ
etta var ekki bara minn draumur. Við vorum
nokkur sem spiluðum saman í barokkkvintett
Helgu Ingólfsdóttur, Helga, Kristján Steph-
ensen óbóleikari, Jón Sigurbjörnsson flautu-
leikari, Pétur Þorvaldsson sellóleikari og ég. Hugmyndin
að Kammersveitinni þróaðist í því samstarfi. Þarna spil-
uðum við eingöngu barokktónlist, en okkur langaði til að
geta breikkað efnisvalið og stækkað hópinn. Kristján og
Jón voru líka í Blásarakvintett Tónlistarskólans og komu
með þá hugmynd að sameina hópana. Þá bættust við
Gunnar Egilson á klarinett, Hans Ploder og Sigurður
Markússon á fagott og Stefán Stephensen á horn. Við
bættum svo Lárusi Sveinssyni við á trompet, Graham
Tagg á víólu og Jóni Sigurðssyni á kontrabassa. Þetta voru
hinir eiginlegu stofnfélagar Kammersveitar Reykjavík-
ur.“
Þær tónlistarstofnanir sem létu að sér kveða á þessum
tíma voru Sinfóníuhljómsveitin, Tónlistarfélagið, sem að
mestu sinnti einsöngvurum og einleikurum, og Kamm-
ermúsíkklúbburinn, sem var mest með hefðbundna
kammermúsík fyrir tríó, kvartetta og kvintetta. „Við
vorum að gera þetta fyrir okkur sjálf og langaði að hafa
þennan vettvang þar sem við gætum spilað það sem við
vildum, en við gerðum þetta líka fyrir áheyrendur vegna
þess að við vissum að það var svo margt sem hafði aldrei
verið flutt hér og fólk hafði aldrei heyrt.“
„Nei,“ segir Rut þegar ég spyr hana hvort hana hafi ór-
að fyrir því í upphafi að Kammersveit Reykjavíkur ætti
eftir að verða ein af öflugustu stoðunum í íslensku tón-
listarlífi. „Við vorum mjög skipulögð frá upphafi. Þorkell
Helgason eiginmaður Helgu var með okkur í því fyrstu
árin, og var okkar þrettándi maður. Við héldum ársfundi
og fórum yfir málin. Í skýrslu formanns frá fyrstu ár-
unum segi ég einhvers staðar að ég voni að Kammer-
sveitin lifi okkur. Mér sýnist hún ætla að gera það. Ég var
yngst í þessum hópi og er síðust til að hætta, þótt ég sé
ekki alveg hætt – og er búin að vera ein eftir af þessum
upprunalega hópi í ansi mörg ár. Ég er líka lengi búin að
vera elst í hópnum.
Vafi um hvort Kammersveitin myndi lifa af
Ég viðurkenni að það hefur oft verið vafi í mínum huga
hvort Kammersveitin myndi lifa það af að ég hætti. Ég
bar þetta margoft upp, jafnvel á fyrstu árunum, því þetta
var mjög mikil vinna ofan á allt annað sem ég hafði að
gera. En þá var sagt að ég mætti alls ekki hætta, Kamm-
ersveitin myndi ekki lifa það af. Viðkvæðið var alltaf
þetta, og þess vegna hef ég haldið áfram og haft gaman
af, þótt þetta sé ótrúlega mikil vinna.
En núna fannst mér komið það fólk til landsins sem ég
var búin að hugsa mér að gæti tekið við af mér. Þess
vegna tók ég þessa ákvörðun í sumar, og er mjög ánægð
með hana.“ Þær verða tvær sem taka við af Rut. Guðrún
Hrund Harðardóttir víóluleikari verður framkvæmda-
stjóri Kammersveitarinnar og Una Sveinbjarnardóttir
verður konsertmeistari. Rut ætlar þó áfram að spila með
sveitinni.
„Með mína reynslu í þessi 35 ár er það mjög gott að það
skuli ekki verða sama manneskjan sem vinnur alla vinn-
una sem er á bak við starfsemina og stígur svo líka fram
sem konsertmeistari og einleikari. Það fer ekki alltaf vel
saman. Ég hef stundum farið dauðuppgefin á sviðið af
öllu því sem hefur þurft að muna, hlaupa og gera alveg
fram að því að tónleikarnir byrja.“
Saga Kammersveitarinnar fari á safn
En Rut er ekki alveg hætt, því hún ætlar að halda áfram
umsjá með plötuútgáfu Kammersveitarinnar sem hefur
verið mjög mikil á síðustu árum.
„Já, ég ætla að halda áfram með geisladiskana, en ég
ætla líka að ganga frá skjölum Kammersveitarinnar og
pakka þeim snyrtilega saman, því ég vil að þessi saga fari
á safn. Þrjátíu og fimm ár eru enginn smátími. Þegar ég lít
til baka hefur þessi tími verið ótrúlegur og stundum skil
ég ekki hvernig ég hef komist yfir þetta, sérstaklega á
síðustu árum þegar ég hef átt annríkt á öðrum víg-
stöðvum líka. Ég hef alltaf spilað með Sinfóníuhljóm-
sveitinni líka; fyrst í fullu starfi, svo hálfu starfi og loks
fjórðungsstarfi, þar til nú. Ég hef líka kennt mikið. Svo
fylgdi því líka mikið annríki að vera eiginkona ráðherra í
langan tíma, fjórtán ár. Ég hef líka verið sólisti, bæði með
Sinfóníunni og víðar. Það sem helst hefur orðið útundan
hjá mér þar til á síðustu árum er að leika verk fyrir fiðlu
og píanó. Ég hef ferðast mjög víða ein með fiðluna mína
og haldið tónleika í hverri einustu kirkju í heilu sýsl-
unum, spilað Bach, Ysaye, Atla Heimi og jafnvel boðið
fólki í sveitakirkjunum upp á Magnús Blöndal Jóhanns-
son og mörgum þótti það djarft. Mig langar að taka upp
Bach-verkin sem ég hef spilað mest.“
Elja er orðið sem manni dettur fyrst í hug þegar Rut er
annars vegar, elja og eldmóður. Járnin í eldinum hennar
eru fleiri en flestum okkar hinna tekst að höndla eins og
sést á því að starfið sem hún hefur sinnt ein um árabil er
orðið að þremur. Hún er þriggja manna maki.
„Spilamennskan með Kammersveitinni hefur gefið
mér óteljandi tækifæri. Ég hef alltaf ráðið talsvert miklu,
verið í verkefnavalsnefndinni og listrænn stjórnandi og
verið í þeirri stöðu að fá að velja verk sem mig hefur sjálfa
langað til að við spiluðum. Jú, ég hef ráðið því sem ég hef
viljað ráða, þótt auðvitað hafi aðrir komið með tillögur að
verkum til að spila. Efnisvalið hefur alltaf ráðið því hve
fjölmennur hópurinn er hverju sinni. Á jólatónleikunum
höfum við til dæmis alltaf verið með litla strengjasveit og
gefið einleikurum tækifæri til að spila með okkur. Lengi
vel áttum við nóg af óskaverkum til að spila á öðrum tón-
leikum – eitthvað sem þennan langaði að spila og annað
sem hinn langaði að spila. Þannig er þetta ennþá að fólkið
í hópnum sendir mér hugmyndir um það sem það langar
að spila og svo sjáum við til. Við reynum að ákveða allt
ársprógrammið með góðum fyrirvara, þannig að stund-
um bíða verk eitt ár eða lengur. Við leggjum mikla
áherslu á að verkin á efnisskránni hverju sinni passi vel
saman og að verkin styðji hvert annað en séu ekki eins og
samtíningur úr ýmsum áttum. Við erum að þessu til þess
að uppfræða bæði áheyrendur og okkur sjálf. Margoft
tökum við verk vegna þess að við viljum kynnast þeim;
tónskáldinu, hugarheiminum að baki þeim eða af öðrum
ástæðum. Það er stórkostlegt að Kammersveitin skuli
hafa getað verið sinn eigin herra hvað þetta snertir.
Flestir hljóðfæraleikararnir spila í Sinfóníuhljómsveit-
inni, þar sem spilað er undir stjórn hljómsveitarstjóra. Í
Kammersveitinni erum það við sem ráðum og þurfum að
ræða það hvernig við túlkum verkin. Þar með erum við
sjálf í því hlutverki að skapa túlkun og móta verkin. Þetta
er frelsi. Við tökum okkur líka pásu þegar við erum
þreytt, en ekki nákvæmlega eftir klukkunni. Við lögum
okkur að þörfum okkar.“
Eitt það erfiðasta í starfi Kammersveitarinnar segir Rut
vera það að samræma æfingatíma þegar hópurinn er stór,
því eins og hún segir eru flestir í störfum með Sinfóníu-
hljómsveitinni, við tónlistarkennslu og í öðrum hljóð-
færaleik, til dæmis með Óperuhljómsveitinni. „Sinfóníu-
Tónlist
Bergþóra
Jónsdóttir
begga@mbl.is
Fyrir gleðina,
ekki peningana
Rut Ingólfsdóttir stofnaði Kammersveit Reykjavíkur árið 1974
ásamt ellefu hljóðfæraleikurum. Þetta var ungt tónlistarfólk,
flest nýkomið heim frá námi erlendis; Rut var yngst. Eftir að
hafa leitt Kammersveitina með elju og metnaði til margháttaðra
sigra í tónlistinni ætlar Rut nú að draga sig í hlé, – þó ekki alveg.
Ég viðurkenni að það hefur oft
verið vafi í mínum huga hvort
Kammersveitin myndi lifa það
af að ég hætti. Ég bar þetta
margoft upp, jafnvel á fyrstu árunum,
því þetta var mjög mikil vinna ofan á
allt annað sem ég gerði. En þá var sagt
að ég mætti alls ekki hætta, Kamm-
ersveitin myndi ekki lifa það af.
Lesbók