SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 51

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 51
20. desember 2009 51 Sá þáttur í starfsemi Kammersveitarinnar að frumflytja hér á landi erlend meistaraverk verður seint ofmetinn. Mér eru sérstaklega hugleiknir tónleikarnir þegar Rut Magnússon söng Pierrot Lunaire eftir Arnold Schönberg með Kammersveitinni undir stjórn Pauls Zukofskys á Listahátíð 1980. Annað eins hafði maður aldrei heyrt á tón- leikum. Sömu sögu var að segja þegar Kammersveitin flutti í fyrsta sinn á Íslandi verk Oliviers Messiaens, Kvartett um endalok tímans og Frá gljúfrunum til stjarnanna. Og tón- leikar þegar Kammersveitin flutti verk eftir Arvo Pärt í Lang- holtskirkju, ásamt Hamrahlíðarkórunum, að tónskáldinu viðstöddu líða seint úr minni. Ég spyr Rut hvernig upplifun það sé að hafa gefið tónlist- arsamfélaginu á Íslandi svo stór augnablik. „Þetta eru mín- ar bestu stundir. Þú getur rétt ímyndað þér. Það voru 50 æf- ingar fyrir Pierrot Lunaire. Paul Zukofsky, sem stjórnaði, var einn af okkar mestu máttarstólpum. Kammersveitin hefði aldrei gert allt það sem hún gerði nema fyrir hans hvatn- ingu. Samstarfið við hann var ótrúlegt og entist í mjög mörg ár. Auðvitað komu upp árekstrar, og hann var vandfýsinn á það hverjir spiluðu með, en úr því urðum við bara að leysa. Hann réð efnisvalinu þegar hann var með okkur og þekkti ótal verk sem við þekktum ekki. Hann var djarfur, setti sjálf- ur markið hátt og var mjög kröfuharður. En við vissum líka, að undir hans stjórn myndum við alltaf skila mjög góðu verki. Pierrot Lunaire er dæmi um það. Þegar við byrjuðum að vinna með Zukofsky árið 1978 var það með Bach-tónleika á Listahátíð. Flestir tengja þó nafn hans frekar nútímatónlist. Öll þau verk sem við unnum með Zukofsky voru mögnuð. Hann kom með nýjan, hressandi og mjög ögrandi blæ í Kammersveitina. Hann tók aldrei neitt kaup fyrir sína vinnu, í mesta lagi að við borguðum farið fyrir hann, eða hótelið í samvinnu við Sinfóníuhljómsveitina eða Sinfóníuhljómsveit æskunnar sem hann kom til að vinna með á sama tíma. Hann hefur gefið tónlistarlífinu á Íslandi mjög mikið á mörgum sviðum, ekki síst í tónlistaruppeldinu með Sinfóníuhljómsveit æskunnar. Við lærðum alltaf heil- mikið af honum í hvert skipti sem hann kom; þannig var þetta líka eins konar námskeið fyrir okkur atvinnufólkið.“ Rut nefnir líka Jaap Schröder, Roy Goodman, Reinhard Goebel og ekki síst Vladimir Ashkenazy sem áhrifavalda. „Hann hefur alltaf verið hvetjandi, allt frá upphafi.“ Þau hljóta að skipta tugum, íslensku verkin sem Kammersveitin hefur frumflutt og mörg þeirra hafa verið sér- staklega samin fyrir sveitina. Kammersveitin hefur líka tek- ið það hlutverk að sér að skrásetja þá tónlist með því að taka upp og gefa út. „Við höfum spilað íslenska tónlist frá upphafi, og fljótt myndaðist skemmtilegt samband milli okk- ar og vina okkar í röðum tónskálda. Þeir fóru sumir að semja fyrir okkur af því við vorum til staðar. Árið 1999 vorum við búin að flytja svo mikið af íslenskri tónlist bæði hér heima og erlendis að ég hugsaði með mér að gaman væri að gera þetta íslenska efni aðgengilegt á hljómdiskum. Ég fékk Ríkisútvarpið, Íslenska tónverkamiðstöð og Smekk- leysu í samstarf sem hefur gengið ótrúlega vel. Við eigum enn efni í marga diska þótt margir séu komnir út.“ Zukofsky hefur gefið Íslendingum mjög mikiðhljómsveitin er alltaf í forgangi með tíma fólksins, ogÓperan númer tvö. Kammersveitin víkur fyrir þeim. Við höfum heldur engan samastað, sem getur verið mjög erf- itt ef hópurinn er stærri en kemst fyrir í stofunni heima. Við getum ekki borgað fyrir æfingahúsnæði nema í neyð.“ Þótt Rut hafi sinnt þreföldu starfi með Kammersveit Reykjavíkur hefur ekkert þeirra verið launað. „Ef þetta væri ekki svona hefði Kammersveitin aldrei getað orðið til. Fyrstu tíu árin spiluðum við öll alla tónleika án þess að fá krónu fyrir. Styrkurinn sem við fengum frá borg- inni dugði fyrir húsaleigu fyrir tónleikana en aðgangs- eyririnn fór í prentun á prógrammi og í að kaupa nótur. Ennþá er þetta áhugastarf, því þótt við höfum nú, með starfssamningum við ríkið og borgina, getað borgað tón- listarfólki smávegis, þá nær það ekki töxtum, og til- kostnaðurinn er mikill. Oft hefur verið þröngt í búi hjá Kammersveitinni en við höfum þá sniðið okkur stakk eftir vexti. En ég er bjartsýn. Unga fólkið sem er að taka við er duglegt. Þetta gengur vegna þess að fólk er ekki í þessu fyrir peningana. Auðvitað vil ég að fólk fái greitt fyrir sína vinnu, en allir þeir sem taka þátt í starfinu gera það á öðrum forsendum; vegna ánægjunnar og gleðinnar af því að spila saman. Ég er mjög glöð, ánægð og stolt. Mér finnst ég hafa skilað miklu til tónlistarlífsins og samfélagsins með því að starfrækja Kammersveit Reykjavíkur svo lengi. Lyk- illinn að því að halda þetta út er sá að ég hef verið vakin og sofin yfir velferð Kammersveitarinnar. Hún hefur alltaf haft forgang í lífi mínu og orðið mín lífshugsjón og metnaður.“ Morgunblaðið/RAX „Ég er mjög glöð, ánægð og stolt,“ segir Rut. „Mér finnst ég hafa skilað miklu til tónlistarlífs- ins og samfélagsins með því að starfrækja Kammersveit Reykja- víkur svo lengi.“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.