SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Qupperneq 52

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Qupperneq 52
52 20. desember 2009 E in merkilegasta bókaútgáfa á Íslandi snýr að út- gáfu Lærdómsrita Bókmenntafélagsins. Orðið „lærdómsrit“ hefur á sér ögn þunglamalegan og virðulegan blæ og það er engin léttúð í kringum þessa útgáfu, þótt hún sé vissulega skemmtileg. Allt sem víkkar sjóndeildarhringinn er nefnilega skemmtilegt á sinn hátt og fróðlegt. Svo er það nú þannig að fyrir þá sem hafa einlægan vilja til að kynnast verkum Aristótelesar, Ciceros, Platóns og Voltai- res, svo nokkur nöfn séu nefnd af handahófi, þá er útgáfa Lærdómsritanna að- göngumiði að heimspeki- legum fjársjóði. Útgáfa ritraðarinnar hófst árið 1970 og ritin eru orðin vel yfir sjötíu talsins. Ekkert hefur heyrst af sölutölum en vel má ímynda sér að einhver hópur lesenda fylgist sérstaklega vel með þessari útgáfu. Lesendahóp- urinn er þó kannski ekki ýkja stór því Lærdómsritin lenda ekki á metsölulista en þau lenda í bókasafni þeirra sem bera virðingu fyrir klassíkinni. Innihald bóka skiptir vitanlega öllu en það má alveg hrósa útliti þeirra. Lærdómsritin eru smekklega hönnuð, án alls prjáls, kápurnar virðast næstum því segja manni að það sé mikil dýpt í einfaldleikanum. Svo hljóta allir sannir bókasafnarar að vita að það er sérstök ánægja sem fylgir því að safna góðum bókum í sömu ritröð sem mynda samræmda heild í bókahillunni. Það er allt í lagi að bækur taki sig vel út í bókahillunum. Innihaldið skiptir vitanlega mestu, alveg eins og persónuleiki manna skiptir meira máli en útlit þeirra, en það er ekkert verra að yfirborðið sé líka nokkuð þokkalegt. Ár hvert hugsa aðdáendur þessara rita með sér: Hvað skyldi manni verða boðið upp á í ár? Þetta ár hefur verið býsna gott. Sérstök ánægja er að lesa ritgerðasafn hins gáfaða og skarpskyggna George Orwell, Stjórnmál og bókmenntir. Krufningu á hinum eilífa Shakespeare er að finna í Shakespeare á meðal vor eftir Jan Kott, sem kall- aður hefur verið heimspekingur leiklistarinnar og svo eru Rússa sögur og Igorskviða, klassík frá Rússlandi, í þýð- ingu Árna Bergmann. Að endingu skal nefnd bókin Cicero og samtíð hans eftir Jón Gíslason. Allt eru þetta bækur sem gera lesandann fróðari en hann var fyrir. Eins og al- kunna er gildir slíkt ekki um allar bækur og þess vegna ber að fagna þessum útgáfum alveg sérstaklega. Fróðlegur fjársjóður Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Lærdóms- ritin lenda í bókasafni þeirra sem bera virðingu fyrir klassíkinni. I ndlandi er oft lýst sem landi andstæðna; annars vegar fátækt og fáfræði og hins vegar vel stæð og ið- in millistétt sem vinnur við forritun og símsvörum. Að frátöldum fréttum af trúarágreiningi og átökum virðist allt stefna til betri vegar, allir munu á endanum komast í álnir og frjálsa hagkerfið blessa þjóðina. Þessi nauðhyggjulega sýn af Indlandi hefur reyndar látið nokk- uð á sjá og eins og svo oft áður er það skáldskapurinn sem birtir okkur aðra mynd og um margt trúverðugri af land- inu. Í haust komu út á íslensku tvær bækur sem gefa okk- ur nokkuð aðra mynd af Indlandi en að ofan er lýst. Sex grunaðir Annars vegar er þar bók eftir Vikas Swarup sem sló í gegn fyrir bók um allsleysingja í Mumbai sem vinnur hæstu verðlaun í spurningakeppni í sjónvarpi. Í bókinni Sex grunaðir er Swarup á áþekkum slóðum en í öðrum búningi. Sagan er í raun sakamálasaga, en hryggjarstykki hennar er ekki glæpurinn sem slíkur eða lausn fléttunnar, heldur miklu frekar líf þeirra sem flækj- ast í málið, hinna grunuðu, og um leið er Swarup að sýna okkur nýstárlega mynd af fátækt, sjálfsvígssprengju- mönnum og ámóta sem við annars sjáum bara í gegnum vestræn sjóngler. Líkt og í Viltu vinna milljarð er róm- antískur blær yfir frásögninni; Swarup virðist vongóður þrátt fyrir ömurleikann sem er svo víða að finna í heima- landi hans – hann hefur trú á manninum. Hvíti tígurinn Annað er upp á teningnum hjá Aravind Adiga, höfundi bókarinnar Hvíti tígurinn sem kom út fyrir stuttu. Sögu- persóna þeirrar bókar, pilturinn Balram, er gáfnaljós þorpsins og nógu gáfaður til að átta sig á því að ef þú vilt koma ár þinni fyrir borð þá er eins gott að leggja á hilluna allar hugmyndir um heiðarleka og ósérhlífni. Eins og Adiga lýsir Indlandi er það algert hákarlasamfélag þar sem stöndug yfirstétt nærist á allsleysingjunum á botninum. Víst skiptast þjóðfélög um allan heim upp í þá sem eiga mikið og þá sem eiga lítið, en á Indlandi Adigas eru það þeir örfáu sem eiga allt og svo hinir sem eiga ekkert og munu aldrei eiga neitt nema þeir taki það með valdi – eins og hann segir í bréfi til forsætisráðherra Kína (í þýðingu Ís- aks Harðarsonar): „[Þ]ótt indverska þjóðin hafi ekki drykkjarvatn, rafmagn, holræsakerfi og almenningsfar- artæki, og hafi ekki tamið sér hreinlæti, aga, kurteisi og stundvísi, þá eigum við frumkvöðla. Í þúsundatali.“ Aravind Adiga hefur verið gagnrýndur fyrir þá mynd sem hann gefur af Indlandi og víst er ekki mikil von í henni og sú rómantík sem maður greinir hjá Swarup er víðs fjarri, en hún er óneitanlega sannfærandi í kaldranalegri kímni sinni og óumflýjanlegri grimmd og ekki síst þeirri mynd sem dregin er upp af indverskum frumkvöðli sem þarf ekki bara að gefa góða hugmynd og trúa á þá hug- mynd því hann þarf líka að vera samviskulaus, eða í það minnsta ekki láta samviskuna þvælast of mikið fyrir sér. Napur sannleikur Sú mynd sem dregin er upp af Indlandi í skáldsögum eftir þá Vikas Sawarup og Aravind Adiga er nokkru harkalegri en það sem við annars sjáum af lífinu þar í landi í gegnum vestræn sjóngler. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Á bak við framandleg og jafnvel vinalegt skraut á götum Indlands er oft myrkur veruleiki. Morgunblaðið/Einar Falur Lesbók Óþarfar unnustur og aðrar greinar um íslenskar bókmenntir Helga er mikilvirkur fræðimaður sem skrifar um fjölbreytt efni. Verkið skiptist í þrjá hluta ásamt viðauka. Í fyrsta hluta eru greinar um kvennabókmenntir, þá er kafli um miðaldabókmenntir og loks er safn greina um verk Halldórs Lax- ness. Í viðauka má finna grein um ritun ævisögu Halldórs Laxness. Helga Kress Geothermal living Í þessari bók er fjallað um fjölþætta notkun heita vatnsins á Íslandi og hvernig og hvers vegna notkunin varð jafn almenn og raun ber vitni. Sérstök áhersla er lögð á daglegt líf og sundlaugamenningu landsmanna og heita pottinn. Bókin er ríkulega myndskreytt. Frábær tækifæris- gjöf fyrir erlenda vini. Örn D. Jónsson Ástin á tímum ömmu og afa Bréf og dag- bækur Bjarna Jónassonar kennara, sveitar- höfðingja og samvinnu- manns í Húnaþingi á öndverðri 20. öld Anna Hinriksdóttir Vegur minn til þín Matthías sannar hér sem aldrei fyrr hversu fjölhæf- ur hann er í efnistökum og tjáningu. Hann yrkir nútímaljóð í hefðbundnum bragformum, líkt og ekkert sé eðlilegra. Matthías Johannessen  Mbl. 20.11.2009 - Einar Falur Ingólfs- son: „Vegur minn til þín er merkilegt og hrífandi verk, án efa einn af hátindunum á ferli skáldsins.” Valin í hóp bestu ljóðabóka áratugar- ins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins 12.12.2009 H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.