SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Síða 54

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Síða 54
54 20. desember 2009 S vavar er litameistari íslenskrar myndlistar... Við eigum að leiða Svavar til hásætis. Ekki fyrir hann, heldur okkur.“ Þannig var skrifað í Reykjavíkurbréfi hér í blaðinu árið 1984, þegar Svavar Guðnason listmálari varð 75 ára. Þessi skrif eru rifjuð upp í glæsilegu verki Kristínar G. Guðnadóttur um Svavar, sem kemur út á sama tíma og haldið er upp á að öld er frá fæðingu hans. Bókin er þykk og mikil, í stóru broti. Um 200 verka Svavars eru birt, flest á heilsíðum og nokkur í opnum; lit- greining og prentun er fyrsta flokks. Í kringum verkin flæðir texti Kristínar. Hún nálgast feril Svavars í réttri tímaröð. Fyrsti kaflinn fjallar um mótunarárin í Horna- firði og fyrsta aldarfjórðunginn, þá er komið að fyrstu fjórum árunum í Danmörku, þar sem listamaðurinn leit- aði að tjáningarformi, þriðji kaflinn fjallar um stríðsárin ytra og tímabil tímaritsins Helhesten. Þar varð til í merkri deiglu sá hópur listamanna sem Svavar hefur æ síðar ver- ið spyrtur við, og sýnir Kristín fram á að Svavar var þar í forystuhlutverki. Hin fræga sýning Svavars í Lista- mannaskálanum árið 1945 fær verðugt rými og umfjöllun um formbyltinguna hér á landi, rétt eins og umfjöllun um Cobra-hreyfinguna í kjölfarið. Svavar rann inn í hana ásamt dönskum félögum sínum en var ekki sáttur við framkvæmdir og sýningar; gerir Kristín þeirri sögu allri afar góð skil. Upp úr miðri öld var Svavar sestur að hér á landi og ríkti eins og æðstipáfi óhlutbundinna listamanna. For- vitnilegt er að lesa um móttökur verka hans hér heima og úti, þróunina og hugmyndirnar að baki sköpuninni. Allt þetta leysir Kristín á þann vandaða hátt sem hefur ein- kennt skrif hennar um íslenska myndlistarmenn, og hef- ur hún viðað að sér hinum fjölbreytilegustu og for- vitnilegustu heimildum. Í formála bókarinnar segir Kristín að af íslenskum myndlistarmönnum 20. aldar sé „Svavar Guðnason tví- mælalaust sá sem mesta athygli hefur vakið erlendis.“ Kristín sýnir fram á þessa upphefð Svavars ytra, en það er eflaust ekki fyrr en með landvinningum Errós, eða eftir að Ólafur Elíasson kom fram á sjónarsviðið, að nafn ann- ars íslensks myndlistarmanns verður svo áberandi í al- þjóðlegu samhengi. Forvitnilegt er þó að velta fyrir sér hvað hefði getað orðið úr ferli Svavars hefði hann ekki kosið að flytja heim til Íslands um miðja síðustu öld. Athyglisvert er að lesa skrif hans frá árinu 1969 um Helhesten, sem hann segir „klárinn sinn“, sem „rann sitt skeið öllum öðrum fegur, en þá viðurstyggilegu slönguókind, tímaritið Cobra, skorti býsna mikið á að ná þeim færleik á sprettinum.“ Þegar kallað var eftir verkum Svavars á sýningar er- lendis var fyrirvarinn ýmist of stuttur eða hann ekki áhugasamur. Eftir mikil átök um sýningu árið 1949 gerð- ist Svavar afhuga Cobra „og tók eftir þetta lítinn þátt í starfi hópsins þó svo hann nyti viðurkenningar félaga sinna sem órjúfanlegur og mikilvægur hluti af innsta kjarna hans.“ Aftast í bókinni er vandað æviágrip listamannins með fjölda ljósmynda sem tengjast lífi og ferli Svavars; af sýn- ingum, fjölskyldulífi sem laxveiðum. Kristín tekur skrifin svipuðum tökum og hún gerði í stórvirkinu um Jóhannes S. Kjarval. Hún rekur sig eftir lífshlaupinu og styðst við fjölda tilvitnana og rannsóknir á ferli listamannanna. Í bókinni um Kjarval voru einnig skrif annarra, sem kynntust listamanninum, og hljóm- uðu því þar annarskonar tónar í bland, persónulegri en hjá fræðimanninum. Ég sakna þess nokkuð að hafa ekki með í bókinni skrif samferðamanna Svarars, eða viðtöl birt í heild sinni, þótt skrif Kristínar séu afar vönduð og upplýsandi að öllu leyti. Þetta er fallegt og vandað verk. Litríkur og margbreyti- legur myndheimur Svavars fær hér umbúnað við hæfi. Það vekur þó nokkra undrun, þar sem mikið er lagt í prentunina, að bókin sé ekki saumuð heldur fræst og límd. Ætla mætti að líftími verksins kynni að lengjast og verkið þoldi betur það hnjask sem jafn þungt bókverk getur orðið fyrir ef hefðbundinn saumur héldi örkunum saman. Að öllu sögðu er þó ljóst að á aldarafmælinu hefur Svavar, „litameistari íslenskrar myndlistar“, verið leidd- ur til hásætis á verðugan hátt, fyrir okkur. „Eigum að leiða Svavar til hásætis“ Bækur Svavar Guðnason bbbbb Fræðirit eftir Kristínu G. Guðnadóttur. Veröld 2009. 355 bls. Einar Falur Ingólfsson Litameistarinn Svavar Guðnason á vinnustofu sinni á níunda áratugnum. Morgunblaðið/RAX Kristín G. Guðnadóttir. Skrif henn- ar eru afar vönduð og upplýsandi. Helgin gæti orðið skemmtileg ef marka má „stundaskrána“ sem er nokkuð þétt. Laugardagana hef ég tekið snemma í vetur og farið út að hlaupa með nokkrum félögum. Á því verður engin breyting þessa helgi en jólahlaðborðið frá því kvöldinu áður gæti sett strik í reikn- inginn. Síðdegis verðum við eitthvað að jólast, fjölskyldan. Það er sitthvað sem þarf að selflytja heim og koma frá sér áður en við fögn- um fæðingu frelsarans. Um kvöldið verð ég svo ásamt hljóm- sveitinni minni, Mönnum Ársins, að spila á Hressó. Það er ólíklegt að reistir verði minn- isvarðar vegna afreka minna í þágu mann- kyns þennan sunnudagsmorgun. Síðar þann dag þurfum við að undirbúa okkur ég og Haraldur Vignir, spila- og sálu- félagi minn, því Menn Ársins verða með í Júróvisjón í ár. Erum einmitt að ljúka upptökum þessa dagana á laginu sem við munum tefla fram. Svo þetta verða nokkurs konar Júrójól í ár! Á sunnudagskvöldið verður svo keppni um besta sófann í stofunni fyrir framan imbakassann. Ég hef í herramennsku minni tapað þeirri keppni vísvitandi fyrir elsku- legri eiginkonu minni lengi vel. Hún veit ekki af því svo… uss! Helgin mín Sváfnir Sigurðarson markaðsráðgjafi og tónlistarmaður Þetta verða nokkurs konar Júrójól í ár J á, maður telur sig vita eitt og annað; jafnvel töluvert um sumt. En ef við hugs- um um ljónslappann á vorin og söng músarrindlanna sjáum við að þekking okkar er í molum“ (24) segir sögumaður í Raddir frá Hólmanesi eftir Stefán Sigurkarls- son. Stefán er fæddur 1930 og hefur sent frá sér bæði ljóðabækur og smásögur auk einnar skáld- sögu. Bókin inniheldur ellefu smásögur sem gerast fyrir nokkrum áratugum í svonefndum Hólmanesbæ við Jökulflóa. Sögurnar fjalla um íbúa bæjarins og nærliggjandi sveita, ástir þeirra og meinleg örlög. Apótekarinn á staðn- um segir sögurnar, þær eru hefðbundnar í byggingu og oftast með óvæntum endi. Sumar þeirra eru upphaflega þjóðsögur eða slúð- ursögur, hafðar eftir nafngreindum persónum, eins og Málfríði Jónsdóttur frá Hlíð í Huldu- hlíðarsveit, en aðrar lýsa atburðum sem apó- tekarinn og kona hans lenda sjálf í. Sögumaður er alvitur, ágengur og yfirlýsingaglaður en hef- ur hlýjan húmor fyrir sjálfum sér og samlíðan með öðru fólki. Nokkrar sögur eru alveg ágætar, Venena fjallar um breyskan prest sem dregur ferming- arbarn á tálar (það er reyndar hæpið að hafa það söguefni í flimtingum), Blað úr ferða- dagbók er saga sem verður til út frá misskiln- ingi og fordómum apótekarans, Brandur er skondin saga um kött sem þjáist af geðklofa og auðtrúa eigendur hans eru hafðir að féþúfu. Björg er um týpískt kvenskass sem leikur sér að grandalausum karlmönnum, lokkar þá til sín, lýgur þá fulla og snýr svo út skrápnum. Bita- stæðasta sagan í bókinni er Hrímað tungl sem segir frá mannlegum harmleik fyrr á öldum, höfð eftir áðurnefndri Málfríði. Ef hægt er að tala um þema eða efnisþátt í sögunum ellefu sem skýtur upp kolli víða, þá er það helst trú- girni og grandaleysi sem óprúttnir nýta sér. Í heild eru smásögur Stefáns glettnar og góð- látlegar frásagnir af fólki. Það er ekki hægt að tala um mikil stíltilþrif eða mergjað myndmál í þeim en þær eru notalegar og reyna ekki að vera neitt annað en þær eru. Notalegar sögur Bækur Raddir frá Hólmanesi bbnnn Smásögur eftir Stefán Sigurkarlsson. Ormstunga, 158 bls. STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.