Skólablaðið - 01.03.1958, Side 5
- 125 -
tíðarinnarM„ Fulltrui hans eða fulltrúar
sjá um allt, er framkvæmd viðvíkur, líkt
og um serstakt félag væri að ræða; sjá
um kennslu og útbreiðslu málsins og fá
jafnframt málfund haldinn um gildi þess,
en njota fjármagns og styrks Framtíðar-
innar„ Hin eiginlega stjórn Framtíðar-
innar skiptir sér eigi beint af gerðum
flokksins, því að hún er kosin til efling-
ar almennu félagslífi og mælskulist.
Auk þess er æskilegt, að mestu áhuga-
menn hvers málefnis vinni að framgangi
þess„
Lognist flokkurinn út af næsta ár, renn-
ur allt hljóðalaust til Framtíðarinnar, en
haldi hann tilveru sinni, starfar hann
sem fyrr, og eflist hann, þá gerist hann
alveg sjálfstætt félag. Og þökk sé Fram-
tíðinni fyrir skilning sinn á félagslífi.
Með tilliti til ofanritaðs vil ég ræða
lítið eitt um hin einstöku félög í skólan-
um nú.
Skákfélagið Caissa var stofnað sl.vor,
en Framtíðin hafði séð um skákstarfsemi
frá því að skákfélagið þar á undan lagðist
niður. Yar ætlunin að Caissa yrði flokkur
undir verndarvæng Framtíðarinnar eins
og áður er lýst. En það var fellt á aðal-
fundi Framtíðarinnar„ Varð skákfélagið
því algerlega sjálfstætt en hefur til um-
ráða töfl Framt. o.fl.
Caissa hefur starfað með miklum krafti
og er fyrirsjáanlegt, að það deyr ekki í
bráð. Það hefur barizt vel fyrir tilveru
sinni og lagt meðal annars mjög há félags-
gjöld á meðlimi sína sér til bjargræðis.
Það skal þó ekki gert að umtalsefni heldur
hitt, að það getur skaðað almennt félagslíf
með baráttu sinni fyrir þessum eina félags-
lið. Ég tel, að það eigi að útvíkka sjón-
deildarhring sinn og sjá einnig um bridge-
mót, verði bridge-flokkur ekki stofnaður.
Ástæðan er sú, að nær allir bridge-
menn eru í skákfél. , og það hlýtur að vera
hætta á deyfð að hafa taflkvöld hvern
föstudag fyrir nokkra tugi nemenda, og
væri æskilegt að hafa bridge einstöku sinn-
um.
Aðalástæðan er þó sú, að nemendur geta
aðeins fengið skólann í mesta lagi 4 kvöld
í viku. Sé ball á laugardegi, hin nauðsyn-
lega danskennsla á þriðjudegi, eins og var
fyriir jól, og skák á föstudegi, er aðeins
eitt kvöld í mesta lagi fyrir alla aðra fé-
lagsstarfsemi í skólanum.
Það er vafasamt, að þvílíkt kapp fyrir
einstökum lið félagslífsins sé til heilla.
Það verkar aðþrengjandi fyrir annað fé-
lagsstarf. Fleiri en eitt blóm eiga rétt til
að blómgast. Ef skákfélagið tæki m„ a. að
sér bridge mættu föstudagarnir nýtast bet-
ur, og dugnaður forustumannanna kæmi
betur að notum.
Ég held, að Baldur næði betur tilgangi
sínum sem flokkur Framt. en sjálfstætt
félag eins og það er nú, eða það samein-
ist Braga, sem hefur hlotið góða forustu
á þessum vetri.
Bindindisfélagið í núverandi mynd er
mikill misskilningur. Það er ekki nóg, að
hin 6 manna stjórn þess verði til með ein-
hverjum kynlegheitum, heldur er form
þess með herfilegum hætti. Stjórnin tekur
sér það bessaleyfi að velja og hafna um-
sækjendum um félagarétt eftir eigin geð-
þótta og sendir stumdum bréf, skyldi ein-
hver félaganna hafa þegið sopa hjá náung-
anum, þrátt fyrir að hann vissi um þá
voðalegu áhættu, sem því fylgdi : að vera
rekinn úr félaginu. Hvílík voðaleg áhætta!
Hvílík stuðlun að bindindi !
Sem vonlegt var, þurfti félagið að fara
út í aðra sálma, sem snertu hvorki til-
gang félagsins né félagsmenn þess. En
hví þá ekki að stofna bara "Danskennslu-
félag" ?
Ef stjórn Bindindisfélagsins ætlar að
vinna eitthvað að sínu marki með á-
rangri, þá held ég, að bezt væri fyrir
hana að breyta skipulaginu strax og
(eða) gerast flokkur Framtíðarinnar og
beita henni fyrir sig eins og hún gæti.
Iþróttafélagið starfar vel og þarf vart
að óttast annað á meðan Lúðvígs nýtur
við og Valdimar lifir, en taka mætti
það athugasemd Kjartans Jóhannssonar
í síðasta skólablaði til greina.
Ég vona svo, að stjórn Framtíðar-
innar líti aldrei á það sem sitt hlutverk
að vaða uppi og kæfa allt annað félags-
líf, nema það sem um hana snýst, svo
að aðrir félagsliðir fái eigi þroskast,
því að henni ber að vera sem móðir
og telja í börn sín kjark til þess að
láta ljós sitt skína, því að sérhver
gróliður á rétt til lífsins.
Guðmundur Ágústsson.