Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1958, Qupperneq 10

Skólablaðið - 01.03.1958, Qupperneq 10
- 130 - njóta hins fegursta og háleitasta, sem hugsað hefur verið á íslenzku. Vekja menn til umhugsunar um gildi tungu og bók- mennta fyrir sálina. Kenna mönnum aS setja mál sitt skipulega fram í ræðu og riti, svo að íslenzkri menntamenn svo- kallaðir standi ekki ævinlega eins og þvara í pott á málþingum eða skrifi eins og þýzk- ir sveitamenn. Því að sé nokkur Islending- ur góður og nokkur vondur, þá er sá góð- ur, sem kann mál sitt. Latínu verða menn nauðugir viljugir að varpa fyrir borð. Víst er það mikið harmsefni, að heilbrigt íslenzkt ungviði skuli nauðbeygt að kasta dýrmætum tíma og kröftum æskuára sinna á glæ við slíka geldiðju sem latínulestur. Það er ekki eins og hinir rómversku ribbaldar hafi talað einhverja menningartungu. Færeyska býður uppá verðmætari bók- menntir en latína. Því heyrist stundum fleygt, að latína sé lykill að öðrum málum. Samkvæmt því ætt- um við að byrja á henni í grautarhaus er og verður grautarhaus barnaskóla, en ekki eftir duk og disk. En nu vill svo bráðheppilega til, að vel má komast af án slíks þjófalykils og þess vegna réttast að sökkva honum þegar í dýpsta brunn. Um latínu og rökrétta hugs- un er það að segja, að grautarhaus er og verður grautarhaus, hversu mikla latínu sem hann lærir. Það nær heldur ekki nokkurri átt að kenna nátturufræði eins og nu viðgengst. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert að kunna góð skil á beinum mannslíkamans, en hitt er þó ólíkt frjórri lærdómur að kenna mönnum að skynja og tigna íslenzka nátturu í fegurð sinni og fjölbreytileik. En einhvern veginn finnst mér dönsk fysik, sem í þokkabót er líklega einhver sú þrautleiðinlegasta bók sem um getur á þeirri tungu, sízt til þess fallin. r stuttu máli hljóðar hið nýja móselög- mál á þessa leið : burt með kyrrstöðuna, staglið, yfirheyrsluna og molbuaháttinn ur íslenzkum skólum. Grípum fegins hendi allar nýtar nýjungar, utrýmum staglinu, blásum nýjum lífsanda í námið og tökum tæknina í þjón- ustu okkar, hvar sem við komumst höndum undir. í hverjum skóla skal vera lögboðin salur með fóðruð- rúmi alla nemendur skól- Gefið lífs- anda loft. um sætum, er ans ; þar skulu menn sitja þögulir og hreyfingarlausir í klukkutíma dag hvern og hlýða á fagra tónlist, í stað þess að sitja yfir latínu. Heilir herskarar skálda, vísinda- og annarra andans manna skulu starfa í samráði við hvern skóla og flytja ógrynni fyrirlestra um allt sem nöfnum tjáir að nefna og orka vekjandi og hvetjandi á unga hugi í deiglu. í stuttu máli : allt sem er dautt og rotið, allt sem er andlaust og leiðinlegt skal víkja í yztu myrkur ; allt sem er lífvænlegt, frjótt og skapandi skal hafið í öndvegi. Æðsta speki, sem orðuð hefur verið undir sólinni, er einfaldlega þessi: maður verður að rækta garðinn sinn. Og það má ekki henda, að íslenzkir skólar láti illgresi vaxa þeim sálar- gróðri yfir höfuð, sem þeim er falið að rækta í sínum garði. Sá skóli, sem ótskrifar ekki betri íslendinga en hann inn- ritar, er ekki góður skóli. Skólarnir eiga að vera æskunni þau vé, þangað sem hun sækir afl og þor, til að lifa eins og menn í sínu hrjóstruga landi. Og þá verður manngildið aftur veruleiki í lífi þjóðarinnar. að rækta garðinn sinn 21. febrúar 1958. Jon Baldvin Hannibalsson. FRANSKA í 5.- X G. Norland : " "Rien" þýðir bókstaf- lega ekkert eða að minnsta kosti meira magn af engu heldur en " aucun" ! " ÚR ÞRIÐJA BEKK Einar Magg, eftir að Örn hefur haldið kjafti í þýzku í um það bil fimm mínút- ur : "Já, nú fer maður að skilja skort- inn á sjómönnunum. " ÞÝZKA í 4.- X Ingvar Br. þýðir : . . . . Die toten, die in ihnen Sorg still an ihn voruberzogen. . . . Þeir framliðnu, sem héldu fram hjá henni hljóðlega í kistu sinni.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.