Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 15
- 135 - bandarískir unglingar í gagnfræðaskóla. Skólaskyldan býður þeim aS sækja þá fram að sextánda afmælisdeginumo En því að- eins geta þeir þá hætt námi, að þeir færi sönnur á, að þeir eigi kost góðrar atvinnu. En þar sem mjög erfitt er nu að fá góða atvinnu í Bandaríkjunum, jafnvel verka- mannavinnu, án þess að hafa fulla gagn- fræðaskólamenntun, ljuka flestir við gagn- fræðaskólann og eru þá 17 eða 18 ára. Talið er, að nu ljuki yfir 90% allra bandarískra unglinga gagnfræðaskólanámi, en það tekur 4 ár. Það fyrsta, sem vekur athygli íslend- ings í skólum þessum, er það, hversu samband kennara og nemenda er frjáls- legt og persónulegt. Kennarinn og nem- andinn eru sem jafningjar, en ekki sem yfirboðari og undirmaður. Stafar þetta að nokkru af því, að margir kennaranna eiga samskipti við nemendurna utan sjálfs námsins, stjórna t. d. æfingum í íþróttum og leiklist, æfingum skólahljóm- sveita o.s.frv. Vegna þessa frjálslega andrumslofts í skólunum, er námið miklu skemmtilegra en ella. Namsefnisskipan er mjög frábrugðin því, sem við eigum að venjast. Nokkrar greinar, þar á meðal enska og saga Bandaríkjanna, eru skyldunámsgreinar, en svo geta nemendur valið um aðrar bóklegar greinar. Val sitt verða þeir að miða við framtíðaráætlanir sínar, og getur oft oltið á miklu, að rett sé’ valið. Þeir, sem ætla að stunda háskólanám að gagnfræðaskólanámi loknu, verða að kynna sér, hvaða inntökuskilyrði háskól- arnir setja í þeim greinum, sem þeir hyggjast stunda nám í, og miða val sitt við þau skilyrði. Þannig verða tilvon- andi verkfræðinemar að hafa lært ákveð- inn hluta stærðfræði, eðlisfræði og efna- fræði og oft á tíðum eitt tungumál auk ensku og sögu. f skólum þessum er auk þess nokkur verkleg kennsla, t. d. í tré- smíði, vélvirkjun, utvarpsvirkjun, vélrit- un, hljóðfæraleik, leiklist, bifreiðaakstri, matreiðslu o.fl. Kennsludagar eru 5 í viku hverri og ýmist 6 eða 7 kennslustundir á dag. Hver nemandi hefur allt að því 5 bók- legar greinar á dag. Hver námsgrein er kennd eina stund á degi hverjum, svo að stundaskráin er svo til eins alla daga vikunnar. Leikfimi er 1 eða 2 kennslu- stundir á viku fyrir hvern nemanda, en hins vegar eru aðrar íþróttir stundaðar af meira kappi. Hver skóli hefur skóla- lið í flestum íþróttum. Hinir utvöldu þurfa ekki að stunda leikfimi, en æfa íþrótt sína svo til daglega. Mikið er um alls konar félög eða klubba innan skólanna, svo sem myndlistar-, tónlist- ar- og leiklistarklubba, klábba fyrir ein- stakar námsgreinar ( t.d. science club, math club, latin club o.s.frv. ) o.fl. o.fl. Starfsemi slíkra klábba fer að nokkru fram í skólatíma svo og önnur slík starfsemi (extra curricular activitis ), t. d. æfingar skólahljómsveita. Ýmislegt fleira er frábrugðið því, sem við eigum að venjast. Her í skóla hefur hver bekkur sína stofu (að 5.-Y undanskildum), en kennararnir verða að ramba milli stofa. f bandarískum skólum er þetta þveröfugt. Þar hefur hver kennari sína stofu, en nemendur flytja sig milli stofa. í stofunni hefur kennarinn ýmis gögn, sem notuð eru við námið. T.d. eru í stofum tungumála- kennara stórar orðabækur, sem nemend- ur mega nota. Þetta fyrirkomulag er mjög heppilegt vegna námsgreina, sem þarfnast mikilla kennslutækja, eins og t.d. eðlisfræði og efnafræði. Einhver kann að ætla, að flutningur margra nem- enda milli stofa gangi ekki árekstra- laust og oft myndist umferðarteppur. Svo er þó ekki, því að nemendur skipt- ast á um að annast umferðarstjórn á göngum skólanna. Augljóst er, að vegna sjálfsvals nem- enda um námsgreinar er ógerlegt að skipa þeim í bekki eftir námsgreinum. Þeim er þó skipað í bekki, sem hver hefur sinn umsjónarkennara. Bekkurinn kemur fyrst á morgnana og eftir matar- hlé í stofu umsjónarkennarans til mann- tals. Síðan tvístrast hann í ýmsar stof- ur eftir námsgreinum nemendanna. Ein kennslustund á dag er ætluð nem- endum til lestrar í skólanum. f því skyni er hafður sérstakur lestrarsalur ( study hall ), en bókasafn skólans er einn- ig notað í sama skyni. r flestum skólum eru matstofur og mötuneyti, þar sem nemendur geta keypt sér hádegisverð við vægu verði eða snætt bita, sem þeir hafa með sér að heiman. Flestir skólar eru mjög vel bánir að öllum kennslutækjum. f okkar skola

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.