Skólablaðið - 01.03.1958, Side 16
- 136 -
mundi útbúnaðurj sem vestan hafs telst
fremur lélegur, vera talinn fullkominn. Er
því engin furða, þó að nám í greinum eins
og eðlis- og efnafræði sé haldbetra í
skólum þar en í skólum hér á landi.
Ég hef nú reynt að gera grein fyrir
ýmsu, sem mér fannst nýstárlegt í banda-
rískum gagnfræðaskólum. Sjá má, að nám-
ið þar er að miklum mun léttara en í ís-
lenzkum menntaskólum. Heimavinna þar
tekur oftast ekki nema um 2 klst. á dag.
Það er því sannarlega leikur að læra í
þeim skólum.
Að gagnfræðanámi loknu fara margir
bandarískir unglingar í háskóla. Til þess
þurfa þeir að taka allþung inntökupróf og
uppfylla ýmis skilyrði önnur, eins og áður
var getið. Betri nemendurnir eru vinzaðir
úr með þessum prófum, en samt er það
þeim mikil viðbrigði að hefja háskólanám,
því að það er svo miklu erfiðara en gagn-
fræðaskólanámið. Enda er raunin sú, að
margir gefast upp þegar í byrjun.
Flestir þekktustu háskólar Bandaríkj-
anna eru einkaskólar, þó að ríkisháskólum
sé sífellt að fjölga og vegur þeirra fari
vaxandi. Nám við einkaskólana er oft svo
óheyrilega dýrt, að ekki er nema fyrir
sæmilega efnað fólk að senda börn sín í
þá. Hins vegar eiga góðir námsmenn kost
mismunandi ríflegra styrkja, sem gera
þeim kleyft að stunda nám við einkaskóla,
enda þótt þeir komi frá fátækum fjölskyld-
um. í ríkisháskólunum er námskostnaður
oft allt að því helmingi minni, og í ýms-
um þeirra er jafnvel ekkert námsgjald
fyrir sumar greinar, t.d. akuryrkju og
búvísindi. En þröngur fjárhagur getur
oft orðið þeim óyfirstíganlegur Þrándur
í Götu, sem ekki eru nógu góðir náms-
menn til að hljóta styrki.
Ekki veit ég, hvort kenningar bandaríska
kennarans, sem áður voru nefndar, eru
réttar eða ekki, en það er mín skoðun, að
íslenzka skólakerfið sé öllu heppilegra,
þrátt fyrir alla þess galla. Það veitir tví-
mælalaust víðtækari almenna menntun og
gerir öllum kleyft að stunda æðra nám,
sem hafa hæfileika til þess. En þetta get-
ur beinlínis haft úrslitaþýðingu, því að
styrkur þjóða fer ekki lengur eingöngu
eftir auðæfum þeirra, heldur einnig eftir
því, hversu miklum fjölda vísindamanna,
verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra
manna þær hafa á að skipa.
Febrúar 1958.
TAFLAN
Svart, svart, svart
örlög manna
birtast
á framhlið
þinni,
taugar þynnast
framan við
ásjónu þína,
sálir koma
og fara
en allar deyja
þær í
hræðilegri
endurminning
um Almar
SKÓLABLAÐIÐ
Gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík
Ritstjóri :
Jonas Kristjánsson, 5.-X
Ritnefnd :
Sólveig Einarsdóttir, 5.-A
Sigurður Gizurarson, 5.-X
Sigurjón Jóhannsson, 5.-X
Ómar Ragnarsson, 4.-Y
Auglýsingastjórar :
Eiður Guðnason, 5.-B
Gunnsteinn Gunnarsson, 5.-B
Ábyrgðarmaður :
Einar Magnússon, kennari
Forsíðumyndin og allar aðrar mynd
ir í blaðinu eru gerðar af Sigurjóni
Johanns syni.
Skreytingar annaðist ritnefnd.