Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1958, Side 24

Skólablaðið - 01.03.1958, Side 24
144 - Hann kvað það mjög þreytandi og óhollt fyrir menn að sitja í tímum margar stundir í senn; hefðu menn svo eigi hálft gagn af því, mundi því einkum vera heppilegt að skipta þeim. II. Að hver piltur geti notið líkamsæfinga ( gymnastikur ) 1/2 kl. stund dag hvern. Að sund verði kennt við skólann. Tók hann það fram, að leikfimikennslan væri mjög onógj þar sem eigi væru nema 2 stundir í viku, en hun væri nauðsynl. eigi að síður en svefninn. Engum mundi geta blandast hugur um, hve nauðsynl. sundið væri. III. Að í öllum vísindagreinum verði eink- unnir aðeins einfaldar. Að allar þær vísindagr. sem kenndar eru í skóla (Teikn- ing? ) verði taldar til burtfararprófs. Að ísl.ritgjörð verði aðeins ein (skynsemisrit- gjörð ). IV. Að piltar utskrifist í 4. bekk ur dönsku, guðfræði, landafræði og náttúrusögu. Um nátturusögu gæti reyndar verið efi, hvort 4 ár væri nógur tími; þó væri það hans ætlun eftir því sem ástatt væri með söfn og annað þess kyns sem nauðsynlegt er, ef kennslan ætti að verða "praktisk", en það ætti hun sjálfsagt að vera. V. Að piltar utskrifist ur 5.bekk ur þýzku og ensku, og að þessar vísindagr. verði x 5 neðstu bekkjunum. Hann kvað þýzku og ensku raunar vera mjög nauðsynlegar greinir, en menn mundu geta lagt allmikla stund á þau í 5.bekk, þar sem menn væru lausir við ýmsar greinir. VI. Að frakkneska verði kennd síðustu 3 árin. VII. Að kennsla verði veitt í þykkvamáls- fræði og flatþríhyrningafræði, og stærðfræðin verði því látin halda sér gegn- um allan skólann. Þegar stærðfræðinni var skipað í svo háan sess kom illur kyrr í menn, en S. kvað það þó óneitanlega hart að geta eigi mælt kollur né kyrnur. Auk þess væri afar erfitt að hafa engan undirbuning í þeim greinum fyrir þá, sem lesa vildu poly- teknik, en líklegt væri að framvegis mundu fleiri legjya stund á þá grein, en áður. Þekking a þessum mundi og með öllu deyja ut x landinu, ef kennslu væri þannig hagað sem nú væri. VIII. Að eðlisfr. verði kennd í tveimur efstu bekkjunum. IX. Skrift afnemist í tveimur neðstu bekkjunum. X. Að allur latnestur stíll verði afnuminn og sömuleiðis öll explicanda, en þess í stað sé stíll hafður í nýju málunum svo sem hægt er. Hann kvaðst álíta, að þýð- ingar ur latínu gerðu enn minna gagn en stíllinn. XI. Að allir þeir tímar sem falla frá við tímaflokkun gangi frá latínunámi. Þá kölluðu fundarmenn nokkrir "og grísku líka", en S. kvað meiri menntunarupp- sprettu í grískum bókmenntum en latnesk- um. XII. Að söfn þau, sem skólinn á, verði bætt svo mjög sem unnt er; að næst er skólinn verður reistur að nýju, verði ætlað nægilegt husrum fyrir söfnin, svo að skoða megi þau þar, án þess að flytja gripina niður í bekki, að utvegað verði svo sem hægt er myndir og gibslíkneskjur ( modelsteypur ) frá fornöldinni. Gibs- líkneskjur væru nauðsynlegar, ef menn vildu kynna sér list fornaldarinnar, en einmitt í listaverkunum sæist fornöldin fegurst. XIII. Að stjórnarskrá íslands sé kennd í skólanum. Kvað S. það hlálegt að vera að nema um stjórnarfyrirkomulag allt hjá Grikkjum og Rómverjum t. d. að taka, en hafa eigi hugmynd um sína eigin stjórnarskrá og fyrirkomulag. ÚRSÖGN 28. nóv. 1886 Þess má og geta, að forseti las upp fyr- ir fjelagsmenn bréf, er einn fjelagsmanna hafði laumað að honum. Bréfið hljóðaði þannig: "Heiðraði forseti Framtíðarfjelags ! Jeg kann betr við að senda þér eixia línu og gera grein fyrir því, hversvegna jeg segi skilið við þetta fjel. "Framtíðina", heldur en þegjandi að stryka nafn mitt ut af nafnaskránni. Tilefnið til þessa er það, að svo margir af fjelagslimum virð- ast fyrirlíta og fóttroða hinn góða tilgang og gagnsemismeðul fjelagsins. Jeg segi það, að tilgangurinn er góður og fagur, og gæti náðst ef fjelagslimir sjálfir spyrntu

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.