Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 17

Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 www.noatun.is ÝSUFLÖK ROÐ- OG BEINLAUS KR./KG1398 VERÐ GOTT Ódýrt og gott á mánudegi1698 F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI ERSKIR Í FISKI Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Hafið hæfilegt bil á milli kerta, almenn viðmiðun er að hafa a.m.k. 10 cm bil á milli kerta. Munið að slökkva á kertunum Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Garður | Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri í Garði sagðist í samtali við blaðamann vel geta tekið undir orð frænda síns um að það besta sem Guð hefði skapað væri konur og feitt kjöt. Hvort tveggja væri honum að skapi. Framundan eru miklar mat- arveislur hjá Ásmundi, sem oft stendur við eldavélina. Skötuveislurnar verða að minnsta kosti þrjár þennan desembermánuð og hátíðarmaturinn á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja verður í ár eld- aður af Ásmundi. Uppskriftin er frá langömmu og langafa Ásmundar, El- ínu Þorsteinsdóttur og Friðrik Svip- mundssyni frá Löndum í Vest- mannaeyjum og er rúmlega 100 ára gömul. Blaðamaður hitti Ásmund í lúkarnum á Hólmsteini GK 20 en fyr- ir dyrunum stóð skötuveisla Hólm- ara, þeirra sem byggðu upp hólmann í Útskálasíki. Hann féllst á að deila fjölskylduuppskriftinni með les- endum Morgunblaðsins. Vígja lúkarinn með skötu Mikill uppbygging hefur verið í Sveitarfélaginu Garði og mörg skemmtileg verkefni á döfinni undir stjórn Ásmundar. Skólinn hefur verið stækkaður og innan hans verður al- menningsbókasafn opnað samhliða nýju skólabókasafni. Leiksvæðið ut- an við skólann hefur verið endurnýj- að, sem og sundlaug sveitarfélagsins. Nágrannavörslu hefur verið komið á í öllu sveitarfélaginu og fyrir dyrum standa skemmtileg verkefni sem miða að því að búa til fleiri ferða- mannaperlur við Garðskagavita, ann- ars vegar að grafa upp skotgrafir Breta síðan í síðari heimstyrjöldinni og hins vegar að gera endurbætur á vélbátnum Hólmsteini GK 20 sem ný- lega var afhentur Byggðasafninu í Garði en hann var gerður út af Hólm- steini hf. í Garði frá árinu 1958 til 2006. „Skötuveislan í dag er vígsla lúkarsins en hér verða í framtíðinni reglulegar veislur. Báturinn á að verða aðgengilegur og snyrtilegur fyrir alla,“ sagði Ásmundur og setti yfir hamsatólgina. Skata, vestfirskur hnoðmör og íslenskt brennivín Skötusaga Ásmundar nær aftur til ársins 1976, en þá kom hann á skötu- veislum Hrekkjalómafélagsins í Vestmannaeyjum. „Við byrjuðum á því að hafa veislurnar heima hjá mér en þurftum að færa okkur í sal vegna mikillar aðsóknar. Við vorum orðin 150,“ sagði Ásmundur sem var blað- urfulltrúi Hrekkjalómafélagsins. Eft- ir að Ásmundur flutti til Reykjanes- bæjar tók hann upp þann góða sið að efna til skötuveislu á Þorláksmessu að sumri, 20. júní. Nú eru þær veislur haldnar í Garði og fyrir dyrum stend- ur árleg skötuveisla knattspyrnu- félagsins Víðis í Samkomuhúsinu. Þriðja veisla Ásmundar þennan des- embermánuð er árleg Þorláks- messuskötuveisla með Þorsteini Er- lingssyni útgerðarmanni í húsakynnum útgerðarinnar, Saltveri, ásamt mökum, börnum og öðrum góðum gestum. „Ég er sérstaklega mikill skötumaður og best að hafa með hamsatólg, vestfirskan hnoðmör og íslenskt brennivín. Þó er í öllu þessu fjöri aldrei fyllerí eins og margir halda. Það er það góða við þetta.“ Ást Ásmundar á skötu varð til þess að hann stofnaði í Reykjanesbæ fé- lagskapinn Hamsarana. „Þetta er fé- lagsskapur 15 karla sem hittast reglulega og borða saman mat eins og siginn fisk, steikt síldarflök og alls kyns innmat, skötu og sviðahausa og sviðalappir sem við svíðum sjálfir. Við tókum þennan góða sið frá Vatns- nesi, þar sem boðið er upp á sviða- veislur reglulega. Við Hamsarar höf- um farið í nokkrar ferðir þangað og dveljum þá í 2 daga við veisluhöld.“ Þegar skötuveislunum sleppir hef- ur Ásmundur undirbúning jóla- máltíðarinnar, sem í ár verður með óvenjulegu sniði. „Þannig er að þegar konan mín, Sigríður Magnúsdóttir, gerðist yfirkokkur á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja var hún eitt- hvað að vandræðast með matinn á gamlárskvöld. Ég bauðst til þess að koma og elda Beinalausa fugla, rétt sem hefur verið hátíðarréttur á jólum í minni fjölskyldu frá því um aldamót- in 1900. Sigríður þáði það, en í ár verður hún á vakt á aðfangadag og því mun ég standa yfir pottunum þann daginn á Sjúkrahúsinu. Lækn- arnir eru kannski ekkert voðalega hrifnir af þessum rétti fyrir sjúk- lingana en hann er einstaklega góður. Heima undirbý ég réttinn að kvöldi Þorláksmessu en á Sjúkrahúsið mæti ég kl. 06.30 að morgni aðfangadags og hefst handa. Rétturinn verður síð- an borinn á borð um kl. 16:00.“ Rúmlega 100 ára gömul uppskrift að hátíðarmat Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hátíðarmatur Rúmlega 100 ára gömul uppskrift að hátíðarmat. Lambalærisneiðar, þykkt skornar beikon, 3-4 sneiðar með hverri sneið og 2 – 3 bréf í soð salt, pipar og kød og grillkridderi smjörlíki eða önnur feiti vatn beinin úr kjötinu Úrbeinið lærisneiðarnar, berjið og kryddið. Vefjið 3 – 4 beik- onsneiðum inn í hverja sneið og lokið með tannstöngli eða þræði. Hitið pönnu með mikilli feiti og byrjið á því að brúna beinin og fit- una sem gjarnan er skorin af sneiðunum. Hellið síðan úr pönn- unni í pott, bætið vatni við og 2 – 3 bréfum af beikoni. Þegar þetta er komið á góða ferð brúnið þá rúllurnar og setjið þær síðan út í soðið. Vatnið á að fljóta yfir rúll- urnar. Látið suðuna koma upp, slökkvið undir og látið kólna í pott- inum yfir nóttina. Þegar u.þ.b. klukkustund er í matinn kyndið aftur undir pottinum. Þegar kjötið er tilbúið, notið soðið í sósuna, sem Ásmundur kýs að hafa gam- aldags uppbakaða brúna sósu með duglegu beikonbragði. Með Beinlausu fuglunum ber Ásmundur fram brúnaðar kart- öflur, grænar baunir og rauðkál. Einnig sagðist hann reyna að hafa eitt nýtt meðlæti á hverju ári, sem óljóst er enn hvert verður í ár. Í forrétt kýs Ásmundur léttan rétt, t.d. rækjukokteil. Beinlausir fuglar – frá næstsíðustu aldamótum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.