Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 4
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
Í GÆR hófst svokölluð Þjóðarkosn-
ing á netinu um hvort Alþingi eigi að
samþykkja eða synja ríkisábyrgð á
Icesave-samkomulaginu við Breta og
Hollendinga.
Er það vefmiðillinn Eyjan sem efn-
ir til kosningarinnar og stendur hún
til 17. desember næstkomandi. Not-
ast er við kerfið ÍslendingaVal, sem
þróað er af Íslenskri erfðagreiningu
og er því ætlað að tryggja öryggi og
nafnleynd. Aðgangskóðar til þátttöku
hafa verið sendir sem rafræn skjöl til
kjósenda í gegnum heimabanka
þeirra og geta þeir nálgast þá nú þeg-
ar og kosið. Þeir kjósendur sem hafa
ekki stofnað heimabanka geta gert
það meðan á kosningu stendur.
Hákon Guðbjartsson, fram-
kvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs
Íslenskrar erfðagreiningar hefur haft
umsjón með hönnun kerfisins. „Ís-
lendingaVal er vefkerfi sem ætlað er
að auðvelda uppsetningu á öruggum
rafrænum kosningum og könnunum.
ÍslendingaVal skráir sjálft engin svör
frá einstaklingum en sér hins vegar
um að auðkenna kjósendur og flytja
þá yfir á vef viðkomandi kosninga eða
könnunar.
Kerfinu er ætlað að tryggja nafn-
leynd kjósenda, að enginn geti kosið
oftar en einu sinni og að kjósendur
geti sannreynt að rétt sé farið með
svör þeirra við talningu.“
Víðtæk notkun á kennitölum og
fullkomin samtenging bankakerfisins
hér á landi gerir það mögulegt að
dreifa aðgangskóðum til allra net-
tengdra Íslendinga.
Til að tryggja öryggi kosninga er
svokölluðum lykli að hugbúnaði nafn-
leyndarkerfisins skipt upp á milli sex
einstaklinga. Fjóra þeirra þarf til að
fá aðgang að kerfinu og getur því
enginn einn einstaklingur breytt
kerfinu. Tvær sjálfstæðar stofnanir
tilnefna hvor um sig þrjá einstaklinga
til að varðveita lykilinn, annars vegar
Reiknistofnun Háskóla Íslands og
hins vegar Íslensk erfðagreining. Tvo
frá hverri stofnun þarf til að fá að-
gang að kerfinu, en það á aðeins að
þurfa til að endurræsa kerfið reynist
þess þörf.
Upplýsingar um kjósendur eru
ennfremur dulkóðaðar tvisvar. Ann-
ars vegar af hugbúnaði Íslend-
ingaVals og hins vegar af þeim sem
sér um viðkomandi kosningu eða
könnun. Hvorki ÍslendingaVal né
umsjónaraðili viðkomandi kosningar
á því að geta séð hver er að kjósa í
hvert sinn eða hvernig hann kýs. Sér
umsjónaraðili aðeins hvert kyn kjós-
andans er, á hvaða aldursbili hann er
Morgunblaðið/Kristinn
Kosið Guðmundur Magnússon, ritstjóri Eyjunnar, og Hákon Guðbjartsson,
framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs ÍE kynntu kosningarnar í gær.
Kosið rafrænt um
Icesave-samninginn
Nýju kosningakerfi ætlað að auð-
velda uppsetningu á öruggum
rafrænum kosningum og könn-
unum.
Kjörseðlar aðgengilegir í gegnum einkabanka á netinu
og í hvaða kjördæmi hann býr. Þegar
kjósandi hefur greitt atkvæði býðst
honum að taka við kvittun. Þessi
kvittun inniheldur m.a. svarlykil, all-
ar spurningar og svör kjósandans og
rafræna undirskrift frá viðkomandi
kosningavef. Tilgangur kvittunar-
innar er að gefa öllum kjósendum
tækifæri til að fylgjast með talningu
atkvæða og staðfesta að sín svör séu
rétt geymd í gagnagrunni kosn-
ingavefjarins.
Þá geta áhugasamir kjósendur eða
eftirlitsaðilar sótt öll svör af kosn-
ingavefnum og staðfest að svörin
stemmi við birtar niðurstöður. Einnig
eru stemmd af greidd atkvæði og
fjöldi þeirra sem sóttu um kjörseðil.
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
www.reykjavik.is/kjostu
UM VERKEFNI Í ÞÍNU HVERFI
KJÓSTU
Kosningu lýkur í dag!
Er hægt að nota kerfið í alþingis-
eða sveitarstjórnarkosningum?
Hákon Guðbjartsson, framkvæmda-
stjóri upplýsingatæknisviðs Íslenskr-
ar erfðagreiningar, segir mögulegt
að nota kerfið í lögbundnum kosn-
ingum en að einhverjar breytingar
þyrfti að gera á því til að svo yrði. „Í
stað þess að fólk kjósi heima hjá sér
er t.d. betra í lögbundnum kosn-
ingum að setja upp tölvur í kjör-
deildum. Markmiðið með því er að
koma í veg fyrir að hægt sé að
þvinga kjósendur til að greiða at-
kvæði gegn sannfæringu sinni.“
Eru rafrænar kosningar notaðar
annars staðar í heiminum?
Netkosningar hafa verið notaðar í
þjóðaratkvæðagreiðslum eða öðrum
kosningum t.d. í Bretlandi, Eistlandi
og Sviss auk þess sem þær hafa ver-
ið notaðar í sveitarstjórnarkosn-
ingum í Kanada og prófkjörum í
Bandaríkjunum og Frakklandi.
Þá nota sum ríki tölvur til að telja at-
kvæði, sem greidd eru á pappír.
S&S
NOKKUR hundruð manns tóku
þátt í þriðja kröfufundi Hagsmuna-
samtaka heimilanna og Nýs Íslands
á Austurvelli á laugardag. Áhersla
var lögð á bætt lánskjör fyrir heim-
ilin. Vakin var athygli á því að nú
væri öðru greiðsluverkfalli hags-
munasamtakanna að ljúka án þess
að stjórnvöld og lánastofnanir
hefðu komið með heildstæða lausn
til leiðréttingar á höfuðstól lána.
„Tugir þúsunda heimila rétt
merja að ná endum saman,“ segir
Friðrik Ó. Friðriksson formaður
Hagsmunasamtaka heimilanna.
Hann telur aðgerðir samtakanna
þegar farnar að skila árangri. Þá
hafi samtökin hvatt fólk til að hætta
að nota greiðslukort sem kortafyr-
irtæki hafi svarað með því að fjölga
vildapunktum. Þá hafi bankar teflt
fram tilboðum til sinna skuldunauta
sem fæst séu þó jafn bitastæð og af
sé látið. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn
Aðgerðirnar
skila þegar
árangri
UMSÁTUR var við hús í Reykja-
nesbæ á tíunda tímanum í gærmorg-
un. Lögreglan á Suðurnesjum kall-
aði til sérsveit ríkislögreglustjóra
vegna byssuhótana, en eftir um hálf-
tíma umsátur um íbúðina þar sem
meintir byssumenn héldu til gáfu
þeir sig fram við lögreglu. Í húsinu
fannst óhlaðin haglabyssa.
Forsaga málsins er sú að nokkrir
menn bönkuðu upp á hjá tveimur
mönnum, sem þeir eru málkunnugir,
en þeir töldu sig eiga harma að
hefna eftir slagsmál. Mennirnir tveir
hótuðu aðkomumönnunum og í
framhaldinu var lögreglan kölluð til.
Vegna gruns um vopnaburð var kall-
að í sérsveitina. Allir mennirnir sem
við sögu komu í þessu máli eru lag-
anna vörðum vel kunnir frá fyrri tíð.
sbs@mbl.is
Umsátur
í Reykja-
nesbæ
Vopnlausir hótuðu
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
BRESKA efnahagsbrotadeildin
(SFO) undirbýr nú formlega rann-
sókn á málefnum Kaupþings vegna
gruns um að bankinn hafi tekið
þátt í glæpsamlegri starfsemi.
Í breska blaðinu Daily Tele-
graph segir að frá því í ágúst hafi
SFO aflað gagna til að komast til
botns í því hvernig staðið hafi á
hruni bankans. Í blaðinu segir enn-
fremur að stjórnarmenn Singer &
Friedlander, dótturfélags Kaup-
þings í London, hafi leitað aðstoðar
breska lögfræðingsins Ian Burton,
sem er sérfræðingur í fjársvika-
málum.
Einn heimildarmanna blaðsins
sagði markmið rannsóknarinnar
m.a. að grennslast fyrir um hvað
orðið hafi um fjármuni bankans
vegna þess að hundruð breskra
sveitarfélaga og góðgerðarsamtaka
hafi orðið fyrir umtalsverðu tjóni
þegar bankinn hrundi.
Er einnig farið yfir viðskipti
bankans við stærstu viðskiptavini
og eigendur. Þannig hafi bankinn
lánað athafnamanninum Robert
Tchenguiz 1,7 milljarða evra, um
310 milljarða króna á núvirði, en
Tchenguiz sat í stjórn Exista,
stærsta hluthafa bankans.
Þá er bent á 41,7 milljóna evra
lán til athafnamannsins Kevins
Stanford, en féð á að hafa verið
notað til að stunda viðskipti með
skuldatryggingar á skuldabréfum
bankans.
Í október kom hingað til lands
þriggja manna teymi á vegum SFO
og skiptist á upplýsingum við
starfsmenn embættis sérstaks sak-
sóknara.
Bretar hafa lengi haldið því fram
að fyrir hrun hafi háar fjárhæðir
verið fluttar frá Bretlandi til Ís-
lands, en fyrrverandi stjórnendur
Kaupþings hafa ætíð hafnað þeim
ásökunum. Má þó leiða að því líkur
að rannsókn SFO muni einnig
beinast að því hvort um slíkar
millifærslur hafi verið að ræða.
Kaupþing til rann-
sóknar í Bretlandi
Munu leita skýringa á hruni bankans