Morgunblaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 ✝ Sverrir SigurðurMarkússon hér- aðsdýralæknir fædd- ist í Ólafsdal 16. ágúst 1923. Hann lést á Landspítalanum 28. nóvember 2009. For- eldrar hans voru hjónin Markús Torfa- son, f. 6.10. 1887, d. 29.8. 1956, og Sigríð- ur Guðný Benedikta Brandsdóttir, f. 17.7. 1881, d. 8.12. 1949. Bræður Sverris, sem upp komust, voru Torfi, f. 30.8. 1913, d. 26.3. 1975, og Ásgeir, f. 20.6. 1916, d. 23.3. 2009. Sverrir kvæntist 21. sept. 1954 Þórhöllu Davíðsdóttur, f. 18.3. 1929. Foreldrar hennar voru Davíð Árnason, f. 6.8. 1892, d. 17.6. 1983, og Þóra Steinadóttir, f. 5.8. 1902, d. 27.3. 1998. Afkomendur Sverris og Þórhöllu eru 1) Davíð Að- alsteinn, f. 24.9. 1956; sonur hans og Guðrúnar Soffíu Karlsdóttur, f. 14.5. 1959, kvæntur Maríu Pálma- dóttur, f. 16.9. 1960; börn þeirra eru Pálmi Gautur, f. 24.4. 1980, sonur hans og Ásu Lindar Finn- bogadóttur, f. 6.2. 1972, Áskell Ein- ar, f. 26.5. 2006, og Ólöf Þóra, f. 24.11. 1985, sambýlismaður hennar er Sverrir Einarsson, f. 7.11. 1978, sonur hennar Markús Máni, f. 3.8. 2002. 4) Torfi Ólafur, f. 15.4. 1961, kvæntur Ingu Björgu Sverr- isdóttur, f. 29.12. 1961; börn þeirra eru Þóra Sigríður, f. 5.5. 1983, sambýlismaður Guðmundur Em- ilsson, f. 3.11. 1978, dóttir þeirra Sædís Heba, f. 20.1. 2009, Ellen Björg, f. 10.2. 1991, og Sverrir Ólafur, f. 6.12. 1996. Sverrir varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1944 og lauk prófi í dýralækningum í Stokk- hólmi 1956. Hann var settur dýra- læknir á Akureyri 1952-54, skip- aður héraðsdýralæknir á Blönduósi 1956-73, en síðan í Borgarnesi 1973-93. Eftir embættislok sinnti Sverrir í nokkur ár heilbrigðiseft- irliti í sláturhúsum víða um land. Útför Sverris var gerð í kyrrþey frá Kópavogskirkju 10. desember 2009. 20.7. 1957, er Karl Kristján, f. 11.5. 1977, sonur hans og fyrr- verandi sambýlis- konu, Dagbjartar Ís- feld Guðmundsdóttur, f. 7.9. 1978, er Tristan, f. 6.1. 1998. 2) Sigríð- ur María, f. 28.6. 1958, gift Þorvarði Hjalta Magnússyni, f. 10.9. 1957; dætur hennar og fyrri eig- inmanns, Stefáns Þórs Ragnarssonar, f. 22.9. 1958, eru Ragnheiður Þórdís, f. 9.8. 1979, sonur hennar og fyrr- verandi eiginmanns, Hafþórs Haf- steinssonar, f. 12.9. 1970, er Ing- ólfur Örn, f. 11.5. 2001, og Þórhalla Sigríður, f. 15.11. 1984, eiginmaður hennar er Þröstur Friðbert Gísla- son, f. 24.8. 1972; dætur Sigríðar Maríu og Hjalta eru Hólmfríður Ásta, f. 20.6. 1997, og Þóra María, f. 10.5. 1999. 3) Sverrir Þórarinn, f. Við fráfall Sverris Markússonar héraðsdýralæknis finn ég til marg- víslegrar skuldar minnar sem hlaðist hefur upp í nærfellt hálfa öld. Mér er í föstu minni er fundum okkar bar fyrst saman. Ástæða þess að stundin festist í minni mínu var umfram allt viðmót mannsins, tilgerðarlaus hátt- vísi, eilítil formfesta í orðum og fasi og einkar hlýlegt handtak. Síðar reyndi ég að allt lá þetta í eðli hans. Hugðarefni Sverris voru alla tíð bundin við búskap í íslenskri sveit. Þá hneigð tók hann í arf. Hann var fæddur og alinn upp í Ólafsdal við Gilsfjörð, sonarsonur Torfa Bjarna- sonar, þess mikla frömuðar sem stofnaði í Ólafsdal fyrsta búnaðar- skóla á Íslandi árið 1880. Sverri fannst að vonum til um þennan upp- runa sinn. Hann bar sterka taug til föðurtúnanna vestra, var mikill Ólafsdælingur og fylltist óþreyju hvert sinn er hann átti þess von að komast á æskuslóðir. Námsárin í Menntaskólanum á Akureyri færðu Sverri mikið minn- ingasafn og traustan vinahóp. Ævi- langt upprifjunarefni varð honum ferð sem nokkur bekkjarsystkin úr Djúpi og Dölum og víðar að tóku sér fyrir hendur að loknum vorprófum 1940 er þau héldu fótgangandi frá Akureyri vestur sveitir við rýran kost og stundum gisið næturskjól. Þessi leið var valin fremur en tafsöm sigling með strandferðaskipi þar sem skólafólkið var heimfúst og sporlétt er það hafði velt af sér klyfj- um námsbókanna. Að loknu prófi í dýralækningum gegndi Sverrir embætti héraðsdýra- læknis í 37 ár, 17 ár á Blönduósi og 20 í Borgarnesi. Hann varð gagn- kunnugur nálega hverju býli í stórum héruðum umhverfis þessa staði báða. Erilsamt virtist starf hans löngum er gegna þurfti kalli úr fjærstu hornum víðlends umdæmis hvenær sem það barst og hvernig sem gaf. Í slíku annríki kom sér vel óbrigðul samviskusemi og eðlislæg þolinmæði. Hestar voru sérstakt eftirlæti Sverris, og þá átti hann jafnan með- an aðstæður leyfðu. Aldrei var hann þó sá stoltarmaður að hann hefði sérlega ánægju af að dansa á fák- spori yfir grund. En að samsamast starfi bóndans, hirða um hesta, njóta nærveru þeirra, gefa á stallinn, eiga fyrningar og fóðra vel, þetta var hon- um óendanleg lífsfylling. Hinn vammlausi og hægláti maður hefur nú verið mér fast kennileiti hið næsta í mannhringnum svo að ein- ungis vantar fáa mánuði á fimmtíu ár. Til hans var jafnan gott að horfa. Það var lífsgæfa Sverris í önn dag- anna að eiga sér að förunaut konu sem bjó ekki aðeins honum og börn- um þeirra fjórum fagurt heimili, heldur var svo kunn að myndarbrag og rausn að ýmsum þótti hús þeirra hjóna standa sem skáli um þjóðbraut þvera. Gestrisni þeirra og örlæti verður mörgum ævinlegt þakkar- efni. Síðasti áfanginn varð Sverri örð- ugur á þann veg að óminni herti nokkuð að huga hans. Hjartað réð þó lyktunum eftir fárra daga sjúkra- húslegu. Það sem hann missti í and- legum og líkamlegum styrk síðustu misserin vannst að nokkru upp með félagslegri þjónustu, en öllu öðru fremur með þeirri umhyggju eigin- konu, barna og tengdabarna sem aldrei brást. Ólafur Pálmason. Ég vil hér minnast með virðingu og söknuði samstarfsmanns míns, fé- laga og vinar til margra ára, Sverris Markússonar, sem lést þann 28. nóv- ember síðastliðinn 86 ára að aldri. Fyrstu kynni okkar voru haustið 1978 þegar ég tók við embætti hér- aðsdýralæknis Borgarfjarðarum- dæmis, en þá hafði Sverrir verið hér- aðsdýralæknir Mýrasýsluumdæmis frá því um vorið 1973. Áður hafði hann verið héraðsdýralæknir í Húnavatnssýslum, fyrst í báðum sýslunum, en frá haustinu 1964 í austursýslunni eftir skiptingu um- dæmisins. Hann og Þórhalla kona hans tóku afskaplega vel á móti okk- ur Elsu, enda voru þau hjón einstak- lega gestrisin. Sverrir var góður samstarfsmaður, sem maður gat alltaf leitað til hvort sem erindið var faglegt eða til að leita eftir afleys- ingu, sem hann var alltaf tilbúinn að leysa, ef hann mögulega gat. Sverrir var um margt sérstakur maður. Mér fannst hans aðalkostur vera að hann var einstakt ljúfmenni, hvort sem var við menn eða dýr. Hann var líka mjög samviskusamur og nákvæmur, stundum kannski einum of að manni fannst. Það sem einkenndi hann líka var sérstök einlægni í garð samferð- armanna sinna. Sverrir var smekk- maður í klæðaburði og hafði sérstak- an stíl, sem minnti mann á sænskan hefðarmann og í allri framkomu var hann einstakt prúðmenni. Á áttunda og níunda áratug síð- ustu aldar var landbúnaðurinn í há- marki í Borgarfirði og unnum við báðir frá morgni til kvölds flesta daga ársins, en reyndum að leysa hvor annan af eins og hægt var. Á þessum árum komu oft snjóþungir vetur, en Sverrir var vanur snjóum og ófærð að norðan og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Við bröll- uðum margt á þessum 15 árum, sem við unnum saman sem dýralæknar, skárum upp hesta og kýr, en skemmtilegast af öllu fannst okkur báðum að eiga við baldna fola. Til dæmis geltum við eitt sinn saman fimm laungraða fola einn sumardag vestur á Mýrum, og þá var skrafað og hlegið. Það er alltaf erfitt þegar náinn ættingi eða vinur fellur frá og skiptir þá engu hversu gamall hann er. Ég hitti Sverri sjaldan síðustu ár hans og finnst að ég hafi ekki sinnt gömlum vini sem skyldi, en það er mér huggun að ég veit að hann erfir það ekki við mig, slíkt gerði hann aldrei. Við fjölskyldan á Hvanneyri vott- um fjölskyldu hans samúð og þökk- um fyrir góð viðkynni í gegnum árin. Gunnar Örn. Látinn er, eftir skammvinna sjúk- dómslegu starfsbróðir minn og vin- ur, Sverrir Sigurður Markússon frá Ólafsdal við Gilsfjörð, héraðsdýra- læknir síðast í Borgarnesi um 20 ára skeið en áður tæp 20 ár á Blönduósi. Ég kynntist honum fljótlega eftir að ég fór að vinna á Tilraunastöðinni að Keldum árið 1963, þá nýbyrjaður á námi í dýralækningum. Margan fróðleik sótti ég um 30 ára skeið til Sverris um sjúkdómafræðina og einnig um fólkið og svæðin, þar sem hann starfaði, þegar skipuleg og ár- angursrík barátta hófst gegn garna- veiki í sauðfé, nautgripum og geitum og seinna gegn riðuveiki og fjárkláða í sauðfé. Um langt árabil áttum við Sverrir ágætt samstarf í Borgarnesi. Þá var í fyrstu verið að fylgja eftir með líffæraskoðun í sláturhúsinu þar, hvort komist hefði verið fyrir rætur mæðiveikinnar, sem lengst herjaði í Dalasýslu en komst allra síðast suður í Mýrasýslu 1965. Einn- ig var athuguð tíðni ýmissa sjúk- dóma og fylgst með garnaveiki og öðrum smitsjúkdómum í stærsta sauðfjársláturhúsi landsins. Þá naut ég góðsemi og gestrisni Sverris og konu hans, Þórhöllu Davíðsdóttur og gisti hjá þeim í sláturtíðinni í góðu yfirlæti og marga glaða stund og fræðandi átti ég með þeim hjónum og fjölskyldunni á fallegu heimili þeirra. Sverrir var glaðsinna og hlátur- mildur og Þórhalla var og er með af- brigðum fróð um fólk og svæði og sögu landsins. Fjölskyldan var til fyrirmyndar og gott að vera í návist hennar. Sverrir var ríflega meðalmaður á hæð, þéttur á velli og svaraði sér vel, hýr á svip og blágrá augun geisluðu hlýju og gleði. Hann var hjálpsamur og bóngóður, vildi hvers manns vanda leysa. Ég komst að því fljótt eftir að við kynntumst, að hann var tilfinningaríkur heiðursmaður, mannvinur og dýravinur. Það var gott að eiga hann að vini og fjöl- skyldu hans. Lækningatæki sín gaf hann að loknum starfsdegi Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri. Þau eru varðveitt í búvélasafninu þar. Þegar Sverrir varð 70 ára gamall, voru þessar vísur fluttar í gamni og alvöru í dýrðlegri veislu, sem fjöl- skyldan hélt honum í Borgarnesi: Sverrir Markússon 70 ára 16. ágúst 1993. Sverrir meður hýrri há hressir lýðinn allan, þegar ylhýrt bros af brá breiðist yfir skallann. Er við lífið allt í sátt, eldur býr í taugum. Sindrar hárið silfurgrátt og sólskinsbros í augum. Enn er langt í lokadans létt um gólf hann svífur. Markússon í meyjafans með sér alla hrífur. Hjálparhraður, hreinlyndur, hvergi staður talinn, hýr og glaður, hófsamur, heiðursmaður valinn. Þegar sorg og sjúkdómar sveigðu að Borgarfirði. Sverris listalækningar léttu þeirri byrði. Innilegar samúðarkveðjur til Þór- höllu Davíðsdóttur eiginkonu Sverr- is, til barna þeirra, Davíðs Aðal- steins, Sigríðar Maríu, Sverris Þórarins og Torfa Ólafs og til afkom- enda þeirra og til fjölskyldnanna sem næst honum stóðu. Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Sverrir S. Markússon ✝ Sveinbjörg Stef-ánsdóttir fæddist í Neskaupstað 23. júlí 1916. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík 6. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Guðmundsson og Sess- elja Jóhannesdóttir. Systkini Sveinbjargar sem nú eru fallin frá eru: Helga, gift Finni Magnússyni, Jóhann- es, eftirlifandi maki Soffía Björgúlfsdóttur, Ólöf, Karl, kvæntur Heiðu Að- alsteinsdóttur, Garðar og Hreinn, kvæntur Elísabetu Guðnadóttur. Eft- irlifandi systir Sveinbjargar er Auð- björg, gift Hallgrími Þórarinssyni, sem nú er látinn. Sveinbjörg giftist 20.6. 1959 Birni Bjarman f. 23.9. 1923, d. 19.4. 2005. Dóttir Sveinbjargar er Sesselja G. Ingjaldsdóttir f. 22.9. 1950, gift Sveinbirni Kristjánssyni frá Súðavík, f. 19.3. 1951. Börn þeirra eru: Svein- björg Birna Sveinbjörnsdóttir hér- aðsdómslögmaður, f. 29.1. 1973, gift- ist Hauki A. Eyjólfssyni, þau skildu, og eiga þau þrjú börn, Stefaníu Þór- hildi, Sesselju Katrínu og Eyjólf Örn. Guð- björg Gerður Svein- björnsdóttir viðskipta- fræðingur f. 23.2. 1976, gift Birgi Árna- syni, bifvélavirkja- meistara og eiga þau tvö börn, Hlín Birnu og Hildi Sesselju. Kristbjörg Svein- björnsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 9.12. 1980. Sveinbjörg ólst upp á Norðfirði og vann við ýmis verzlunarstörf. Lengst af vann hún við umönnunarstörf á Flókadeild og starfaði þar til 73 ára aldurs. Þegar eiginmaður Svein- bjargar veiktist þá annaðist hún hann af ástúð og kærleik fram til dauðadags. Eftir andlát maka síns bjó Sveinbjörg ein í Fellsmúla til í júlí 2009 er heilsu hennar hrakaði og síð- ustu mánuði var hún á Landakoti og að lokum á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför Sveinbjargar fer fram frá Grensáskirkju í dag, mánudaginn 14. desember, kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Ég hlusta á lækinn mala og seytla til mín fjögurra ára gamall. Hvað er hann að segja og hvert rennur hann, ofan í jörðina eða eitt- hvað út í endalaust sumarið þar sem sólin skín eða út í lautina þar sem móðir mín situr með systrum sínum, komnum langt að til heim- sóknar á vestfirskar strendur. Dökkar á brún og brá, fallegar eins og suðrænar fegurðardrottningar. Ég heyri skraf þeirra og hlátur sem rennur saman við skoppið í læknum sem talar til mín og biður mig að koma nær, allt verður dimmt og svart og sólin hverfur. Ég heyri kallað nafnið mitt en straumurinn hefur yfirhöndina og ég hlýði og horfi inn í myrkvaðan stokkinn þar sem hann hverfur ofan í svörðinn. Þar tekur annar heimur við. Þá er þrifið í buxnaskálmina og mér kippt aftur út í sólina og daginn. Þarna standa þær allar yfir mér. Hún sem ég kveð í dag hafði verið fyrst að átta sig. Fljót og örugg í öllum sín- um gerðum eins og alltaf og ætíð vakandi yfir sínum og annarra vanda. Alltaf reiðubúin til hjálpar ef á bjátaði. Alltaf að kalla okkur frændur heim til sín og Björns í kaffi á námsárunum í Reykjavík, berandi til okkar hlýju og vænt- umþykju. Lét sér umhugað um alla. Mátti ekkert aumt sjá. Forkur til allra verka og vinnu. Samt svo fín- gerð og falleg eins og öll börnin átta þeirra Stefáns og Sesselju í Neskaupstað. Ókunn kona er sá systkinahópinn gat ekki orða bund- ist: „Stefán, eigðu fleiri börn.“ En svo varð nú ekki því einhvers stað- ar þarf að stoppa enda erfitt að ala önn fyrir stórum barnahópi á þeim tíma en allt gekk það samt upp. Fljótlega þurftu börnin að vinna fyrir sér ung að aldri. Móðir mín fór á síldarvertíð á Sigló. Sveina hér og þar að útbúa mat, starfaði í mötuneytum víða um land með litlu dóttur sína með sér. Bræðurnir fóru á sjóinn á smábátum, togurum og á vertíð suður með sjó. Þannig var líf forfeðra okkar í þá daga er byggði upp þetta land með eljusemi og erfiði, okkur, sem næstum hefur tekist að kasta þessu öllu á glæ, er hollt að hugsa til baka. Lækir eru margir og hættulegir á lífsins vegum og geta vaxið og orðið að stóreflis ólgandi fljótum í hita dagsins, farartálmar öllum nema fuglinum fljúgandi. Þraut- seigja hlýja og þolinmæði sem þú áttir í svo ríkum mæli brúar allar elfur. Ég þakka þér samfylgdina og allt það góða líf sem þú gafst mér forð- um á ögurstundu. Ég votta að- standendum samúð mína og bið guð að blessa minningu móðursystur minnar. Stefán Finnsson. Sveinbjörg Stefánsdóttir Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma; JÚLÍA SVAVA ELÍASDÓTTIR Víðigerði, Mosfellsdal lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi, föstudaginn 11.desember 2009. Sigtryggur Þorsteinsson, Hrefna Indriðadóttir, Ragnar Jónsson, Ásgeir Indriðason, Sigrún Gunnarsdóttir, Jens Indriðason, Sveinbjörg Hrólfsdóttir, Guðrún Indriðadóttir, Jón Eyjólfsson, og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.