Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
Jólaskógur Þrátt fyrir úrkomu var margt um manninn í Jólaskógi Skógræktarfélags Reykjvíkur í Heiðmörk eftir að hann var opnaður á laugardag. Hann verður einnig opinn um næstu helgi.
Kristinn
NÚ Í LOK ársins 2009 er ég
engu nær um stöðu St. Jós-
efsspítala en ég var í byrjun
ársins en þá boðaði þáverandi
heilbrigðisráðherra, Guðlaugur
Þór Þórðarson, sem sparnaðar-
leið sameiningu sjúkrahúsanna
á suðvesturhorninu og að verk-
efni sjúkrahúsanna yrðu flutt á
milli sjúkrahúsanna á Suð-
urnesjum, Suðurlandi, Akranesi
og St. Jósefsspítala. Mikil mót-
mæli voru borin fram við þess-
um hugmyndum enda mikið og gott starf unn-
ið á St. Jósefsspítala hvort sem um er að
ræða sjúkrahúsið sjálft, skurðdeildina eða
göngudeild meltingarsjúkdóma en af henni
hef ég mesta reynslu.
Í framhaldi af þessum hugmyndum heil-
brigðisráðherra stóð áhugamannahópur um
framtíð St. Jósefsspítala af því að haldinn var
borgarafundur í Íþróttahúsinu við Strandgötu
í Hafnarfirði hinn 10. janúar sem bar yf-
irskriftina „Stöndum vörð um starfsemi St.
Jósefsspítala og framtíð heilbrigðisþjónustu í
Hafnarfirði“. Margir tóku til
máls á fundinum. Má þar nefna
þáverandi heilbrigðisráðherra,
Guðlaug Þór Þórðarson, Lúðvík
Geirsson bæjarstjóra, Almar
Grímsson bæjarfulltrúa, Krist-
ínu Gunnbjörnsdóttur, formann
bandalags kvenna, og Ragnhildi
Jóhannsdóttur hjúkrunarfræð-
ing. Mælendaskrá var síðan opn-
uð og tóku margir til máls.
Ekki voru þetta einu opinberu
mótmælin en einnig voru mót-
mæli við St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði 24. janúar. Þarna
voru samankomnir starfsmenn
spítalans og velunnarar. Hópurinn sem þarna
var hrópaði hvatningarorð til ráðuneytis og
ríkisstjórnar þar sem farið var fram á að
starfsemin á St. Jósefsspítala fengi að halda
áfram óbreytt. Ekki var um að ræða hávær
mótmæli en góð stemning myndaðist og var
meðal annars sungið vígsluljóð spítalans frá
árinu 1926 sem samið var þegar spítalinn tók
til starfa.
Í framhaldinu af þessum fundum afhenti
hagsmunahópur um framtíð St. Jósefsspítala
heilbrigðisráðherra undirskriftalista þar sem
um 14 þúsund manns skoruðu á ráðherra að
endurskoða þá ákvörðun að leggja stofnunina
niður í núverandi mynd. Ég var mjög óhress
með þessar hugmyndir um lokun deilda og
þessa tegund af hagræðingu þar sem ég þekki
á eigin skinni hve mikilvægt starf er unnið á
þessari stofnun og hef fylgst með þeirri upp-
byggingu sem átti sér stað á St. Jósefsspítala
síðustu ár.
Þegar Ögmundur Jónasson tók síðan við
embætti heilbrigðisráðherra kviknaði von-
arneisti hjá mér um að fallið yrði frá þeim
hugmyndum sem fyrrverandi ráðherra boðaði
um sameiningu og lokun spítalans. Ekkert
fannst mér þó breytast við komu Ögmundar í
ráðuneytið og enn jókst óöryggi mitt. Þegar
síðan Álfheiður Ingadóttir kom inn í heil-
brigðisráðuneytið kviknaði enn og aftur von-
arneisti um að ekki yrði af þessum breyt-
ingum. Álfheiður Ingadóttir hefur ekki haft
hátt um áform sín og hef ég ekkert séð eða
heyrt opinberlega frá henni um starfsemi St.
Jósefsspítala eða hvort haldið verður áfram
með fyrri áform um lokun deilda eða hagræð-
ingu á annan hátt frá því hún tók við embætti
heilbrigðisráðherra. Ég gæli við þær hugsanir
að engar fréttir séu góðar fréttir (þá fyrir
okkur sem þurfum á þjónustu St. Jósefsspít-
ala að halda).
Nú þegar er um hálfur mánuður er eftir af
þessu ári er ég alveg jafnnær og í byrjun árs-
ins. Óvissu minni um afdrif St. Jósefsspítala
og þeirrar starfsemi sem þar fer fram hefur
ekki verið eytt. Eins og fram hefur komið hér
að ofan hefur ekkert heyrst frá Álfheiði Inga-
dóttur heilbrigðisráðherra opinberlega um
þessi mál en á meðan er sjúklingum haldið í
gíslingu óvissunnar. Ég tel mikilvægt að
halda áfram þeirri þjónustu sem St. Jós-
efsspítali hefur hingað til sinnt og að allt
þetta tal um lokun og breytingar á spítalanum
ógni fyrst og síðast öryggi sjúklinganna.
Eftir Þuríði Rúrí
Valgeirsdóttur »Ég tel mikilvægt að halda
áfram þeirri þjónustu sem
St. Jósefsspítali hefur hingað
til sinnt og að allt þetta tal um
lokun og breytingar á spít-
alanum ógni fyrst og síðast ör-
yggi sjúklinganna.
Þuríður Rúrí
Valgeirsdóttir
Höfundur er leikskólakennari.
Ekki gleyma St. Jósefsspítala
NÚ NÝVERIÐ var
ákveðið að bjóða út
fyrsta áfanga breikk-
unar og tvöföldunar
Suðurlandsvegar. Um
er að ræða vegkafl-
ann á milli Lögbergs-
brekku og Drauga-
hlíðarbrekku austan
við Litlu kaffistofuna
sem 2+2 veg. Vestari
kaflinn tengist núver-
andi þriggja akreina
vegi um Lögbergsbrekku og að
austan tengist hann núverandi
2+1 vegi um Svínahraun. Gerð út-
boðsgagna er langt komin en aug-
lýsa þarf verkið á Evrópska efna-
hagssvæðinu. Það er mikill áfangi
eftir margra ára baráttu fjölda
fólks fyrir bættu umferðaröryggi
á Suðurlandsvegi með aðskilnaði
akreina á veginum.
Bjarni bóksali og
rithöfundur Harð-
arson gerir áfangann
að umtalsefni í grein
í Morgunblaðinu um
helgina og kallar eft-
ir hagsýni og hófstill-
ingu við breikkun
vegarins. Að þrjár
akreinar geri sama
gagn og fjórar og
stakkur sé sniðinn
eftir vexti. Undir
margt af því sem
Bjarni segir má taka.
Hins vegar er mik-
ilvægt að nota tækifærið til að
rifja upp þá skynsamlegu leið
sem Kristján Möller samgöngu-
ráðherra valdi að fara við breikk-
un vegarins í samráði við sveit-
arstjórnarmenn og er ekki fjarri
þeim viðhorfum sem fram koma í
grein Bjarna. Í fjórum áföngum
verða akreinar á öllum veginum
frá Reykjavík til Selfoss að-
skildar. Frá Kaffistofu að Kamba-
brún verður um að ræða þrígrein-
ingu vegarins, 2 plús einn, sem
síðar verður hægt að bæta við
fjórðu akrein þegar umferð-
arþungi kallar á það. Það er ein-
faldlega hagstæðast og sömu
markmið umferðaröryggis nást.
Leiðin Hveragerði/Selfoss er 12
km kafli sem verður tvöfaldaður
að fullu ásamt nýrri brú yfir Ölf-
usá. Þá er áðurtalinn kafli tvöfald-
ur sem nefndur er í upphafi. Því
er um að ræða blandaða leið tvö-
földunar og þrígreiningar eftir
því hvað kemur hagstæðast út og
hve umferðarþungi er mikill á
leiðinni. T.d. er ódýrara að tvö-
falda áfangann sem nú verður
boðinn út heldur en að bæta við
einni akrein með þeim afleið-
ingum að loka þyrfti veginum á
löngum stundum. Þess í stað
verður byggður nýr vegur við
hliðina. Alltaf ræður hvað hag-
stæðast er að gera og hvað skilar
hámarks öryggi á þessum um-
ferðarþyngsta og slysahæsta vegi
utan þéttbýlis á Íslandi. Það er
rangt að halda því fram að
byggja eigi fjórar akreinar alla
leiðina með þeim afleiðingum að
aðrar brýnar framkvæmdir í
fjórðungnum sitji á hakanum.
Hagsýni og hófstilling í takt við
breyttar aðstæður í samfélaginu
eru leiðarljósið við aðskilnað ak-
reina á Suðurlandsvegi þar sem
farin er blönduð leið þrí- og fjór-
greiningar.
Þess má til gamans geta að
aldrei fyrr hefur annar eins fjöldi
framfaraverkefna í samgöngu-
málum verið í framkvæmd í Suð-
urlandsfjórðungi. Nú rís ný brú
yfir Hvítá við Bræðratungu, Land-
eyjahöfn gjörbreytir samgöngum
á milli lands og Eyja og Upp-
sveitabraut verður að veruleika
með nýjum vegi yfir Lyngdals-
heiði og Hvítárbrúnni. Þá er stutt
í lok Suðurstrandarvegar sem
opnar nýtt atvinnu- og mannlífs-
svæði við Suðurströndina og teng-
ir kjördæmið okkar loks saman í
eitt svæði. Skynsemin ræður för á
samdráttartímum í þjóðfélaginu
um leið og brýn samgönguverkefni
verða að veruleika sem styrkja
grunngerð samfélagsins í heild
sinni.
Skynsemi við breikkun Suðurlandsvegar
Eftir Björgvin G.
Sigurðsson
Björgvin G.
Sigurðsson
»Hagsýni og hófstill-
ing í takt við breytt-
ar aðstæður í samfélag-
inu eru leiðarljósið við
aðskilnað akreina á Suð-
urlandsvegi þar sem
farin er blönduð leið þrí-
og fjórgreiningar.
Höfundur er 1. þingmaður
Suðurkjördæmis.